Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra afneitar tveim ráðherrum

Á innan við þrem dögum hefur forsætisráðherra afneitað tveim ráðherrum sínum og gagnrýnt störf þeirra í ríkisstjórn sinni.

 Á föstudaginn s.l. sagðist forsætisráðherra  afar ósátt við vinnubrögð og ákvörðun  Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í Grímstaðamálinu. Ögmundur hefði átt að ræða málið í ríkisstjórn en ekki taka einhliða ákvörðun í málinu.   

 Í dag gagnrýnir forsætisráðherra sjávarútvegsráðherra harkalega og segir vinnubrögð ráðherrans óásættanleg og ekki boðleg í samskiptum flokka.

Ekkert er við það að athuga að Jóhanna Sigurðardóttir hafi skoðanir á mönnum og málefnum. En hún er forsætisráðherra og sem slík ber henni að haga sér og beita sér í samræmi við það.  Telji forsætisráðherra vinnbrögð ráðherra óásættanleg, þá á hún þann eina kost að víkja honum úr ríkisstjórn. 

Hróp Jóhönnu Sigurðardóttur á torgum og gagnrýni á samráðherra í ríkisstjórn hennar sjálfrar sýna best hversu óhæf forsætisráðherra hún er.

Ef eitthvað mark á að taka á Jóhönnu Sigurðardóttur miðað við það sem hún hefur sagt að undanförnu þá ber henni að annað hvort að víkja þeim Ögmundi Jónassyni og Jóni Bjarnasyni úr ríkisstjórn eða biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Svona ríkisstjórn er ekki á nýtt ár setjandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Jón

já hún Jóhanna blessunin er svo sannarlega óhæf því það eina sem heldur þessari stjórn saman er að hindra að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki strax til valda en ekki að sjá til að fólk hafi vinnu né fæði og klæði sér til handa ef vilji er til að framkvæma fyrirþjóð og líð þá slítur hún þessu stjórnarsamstarfi ef hægt er að kalla þetta samstarf.

Jón Sveinsson, 27.11.2011 kl. 18:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Divina Comedia!

Halldór Jónsson, 27.11.2011 kl. 18:54

3 Smámynd: Jón Magnússon

Já það er alveg rétt nafni minn. Hatur Jóhönnu og Steingríms á Sjálfstæðisflokknum veldur slímsetu þeirra í ríkisstjórn en ekki viljinn til að láta gott af sér leiða. Hvað þá að þetta fólk hafi hugmynd um hvernig eigi að leysa nokkurn hlut.

Jón Magnússon, 27.11.2011 kl. 23:05

4 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst þetta nú hvorki vera guðdómlegt né skemmtilegt Halldór. Ég mundi frekar tala um andhverfuna.  Alla vega er þetta hryllingur fyrir þjóðina.

Jón Magnússon, 27.11.2011 kl. 23:06

5 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Jón,

ég verð að taka undir með honum Halldóri, samhliða því að vera þér einnig sammála. Halldór, ef það var ætlun hans, beitir beittasta sverðinu; gríninu.

Ólafur Als, 28.11.2011 kl. 09:10

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Pétur náði að afneita meistara sínum þrisvar áður en haninn gól.

Ólíklegt er að Jóhönnu heppnist að afneita Jóni Bjarnasyni þrisvar áður en Björn Valur galar, því hann galar svo oft!

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2011 kl. 10:07

7 Smámynd: Jón Magnússon

Að sjálfsögðu var það ætlun Halldórs en það var líka allt í lagi að grípa það á lofti og senda til baka Ólafur.

Jón Magnússon, 28.11.2011 kl. 12:51

8 Smámynd: Jón Magnússon

Jóhanna hefur afneitað Jóni Bjarnasyni sí og æ. Skil ekki af hverju þetta fólk getur setið saman í ríkisstjórn.

Jón Magnússon, 28.11.2011 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 285
  • Sl. sólarhring: 740
  • Sl. viku: 4106
  • Frá upphafi: 2427906

Annað

  • Innlit í dag: 264
  • Innlit sl. viku: 3800
  • Gestir í dag: 257
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband