28.11.2011 | 13:01
Okkar eigin Osló eða hvað?
Við höfum þá staðalímynd af Osló að þar búi nánast eingöngu innfæddir Norðmenn. Það er rangt.
Meir en einn af hverjum fjórum Oslóarbúum er innflytjandi. Með sama áframhaldi verða innflytjendur einn af hverjum 3 Oslóarbúum árið 2015.
Í Noregi er nú tekist á um það með hvaða hætti á að taka á vandamálum sem komið hafa upp í skólum þar sem nemendum hefur verið skipt í bekki eftir því hvort þeir eru af norsku bergi brotnir eða innflytjendur. Gagnrýnendur segja að þetta sé aðskilnaðarstefna eða Apartheit, en skólayfirvöld í viðkomandi skólum benda á að þetta sé nauðsyn vegna þess að svo mikið af norskum nemendum skipti annars um skóla.
Norðmenn eru komnir í mikinn vanda með aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi. Stórir hópar innflytjenda sérstaklega Múslímar vilja ekki aðlagast neinu en halda sínum siðum og helst eigin lögum og dómstólum.
Á árunum 1990-2009 fluttu yfir 420.000 innflytjendur til Noregs eða nánast ein og hálf íslenska þjóðin.
Þeir sem halda að það sé ekki vandamál að taka á móti stórum hópum innflytjenda ættu að kynna sér hvernig norskt samfélag er að þróast.
Hér á landi er háum fjárhæðum skattgreiðenda varið til að reka áróður fyrir fjölmenningarstefnunni. Bækur eru gefnar út á kostnað skattgreiðenda, Háskólinn og fræðafélög gefa út rit eða halda ráðstefnur á kostnað skattgreiðenda þar sem lögð er áhersla á jákvætt gildi innflutnings útlendinga til landsins. Á sama tíma er gert lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja ganga rólega um þessar dyr. Samt sem áður hefur allt komið fram, sem þeir sem vöruðu við miklum innflytjendastraumi hafa sagt.
Af hverju er andstæðum skoðunum hvað varðar fjölmenningarstefnuna ekki gert jafnhátt undir höfði af stjórnvöldum?
Sem betur fer hefur flestum innflytjendum gengið vel að aðlagast íslensku samfélagi og einnig sem betur fer hefur mikið af góðu og harðduglegu fólki komið hingað sem innflytjendur.
Við þurfum samt að gæta varúðar og hafa stjórn á landamærunum annars lendum við innan 5 ára í sömu vandamálum og Norðmenn eru núna.
Það skiptir líka máli hvaðan innflytjendurnir koma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Aðlögunin gengur betur og vandamálin verða minni, þeim mun líkari okkur sem innflytjendurnir eru hvað varðar trú og mannréttindi.
Þessar staðreyndir verða alltaf til staðar hversu miklu fé skattgreiðenda er varið til að koma á framfæri röngum og einhliða áróðri fjölmenningarsinna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál, Trúmál og siðferði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 292
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 4113
- Frá upphafi: 2427913
Annað
- Innlit í dag: 268
- Innlit sl. viku: 3804
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 249
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Þetta er þörf umræða sem þarf að vera laus við öfga í báðar áttir. Góður pistill hjá þér.
Sumarliði Einar Daðason, 28.11.2011 kl. 13:19
Já þetta er orðið stórvandamál í v-Evrópu og hægt að tala um þjóðfluttninga frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins þ.e. arabalöndunum þar sem Islam er 99% og menningin gjörólík þeirri evrópsku. Annað vandamál er svo þessu samvaxið að það er ekki menntafólkið og fólkið með þekkingu sem er að flytja heldur fólkið sem ekki hefur efni eða tækifæri til að mennta sig og sína og hefur lítinn eða engann vilja til að aðlagast nýrri menningu og menntunarstigi. Til eru mörg dæmi þar sem heilu þorpin í fjallahéruðum t.d. Tyrklands og víðar standa svotil tóm því allir eru fluttir til Evrópu, fólk sem hefur lifað við nánast steinaldarstig mann fram af manni og er eins og það sé statt á tunglinu skilur ekki upp né niður í hinum nýju heimkynnum. Þetta fólk dregur sig tilbaka inn í kreddur trúarbragða og rígheldur í gamla siði gömlu heimahagana til að spilling trúleysingjanna kristnu ná ekki tökum á þeim og fjölskyldu þeirra.
Þetta er mjög vont mál fyrir alla og innflytjendagettó farin að myndast í mörgum borgum Evrópu og einna verst er þetta á norðurlöndum.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 13:35
Sumarið 1974 var umræða um þessi mál í Berlisketidende og því spáð að um aldamót yrði annarhver íbúi Osló af erlendu bergi brotinn. Sem betur hafa þær spár ekki ræst. Hér á landi má ekki ræða þessi mál af yfirvegun án þess að verða dæmdur af samfélaginu sem rasisti. Ég þekki þessi mál að eigin raun þar sem móðir mín kom til landsins eftir stríð. Ég mátti oft heyra misfallegar athugasemdir um uppruna móður minnar og jafnframt ætlaðar stjórnmálaskoðanir hennar og jafnvel mínar. Það þarf harða brynju til að taka slíku sem barn og vera flokkaður með mest hataða fólki veraldar. Það er því miður þannig að fólk af sama menningaruppruna hópast saman í hverfum og þannig myndast Ghettó og öðrum verður vart vært þar. Ég bjó á Österbro 1974 og kom svo við þar 30 árum síðar og var allt menningar umhverfið gjörbreytt og enn ólíkari aðstæður á Vesterbro. En eðli mannsins er í grunninn falskt. Ég sagði eitt sinn að enginn væri rasisti fyrr en það kæmi við hann.
Guðmundur Paul, 28.11.2011 kl. 13:41
Ég held að "öllum" sé ljóst að þetta er búið að vera "vandamál"(allavega stefnir í það) lengi. Málið er bara að fólk reynir í hvert skipti sem er að einhverju leyti talað um þetta,öskrar "rasisti", alveg sama á hvern hátt er talað um þetta.
Fólk er orðið ansi sjóvað í pólitískum rétttrúnaði. Það er búið að læra að sum sjónarmið eru algjörlega óboðleg, og jafnvel saklausasta umræða, virðist "særa" það. Þetta er náttúrulega lært atferli, því fólk veit að það kemst upp með moðreyk í samfélagi þar sem sambland af moðreyk og pólitískum réttrúnaði er allt umliggjandi.
Það er eins og fólk haldi að vandamálin hverfi ef það bara nógu oft endurtekur sömu vitleysuna, trekk í trekk.
Norðmenn með alla sína peninga, og gríðarlegu reynslu af samskiptum við þjóðir um allan heim, eiga í frekar miklum "erfiðleikum" með að "aðlaga innflytjendur". Segi ekki meira.
Málið er að ef fólk bítur eitthvað í sig, og er búið að drulla yfir mann og annan, og búið að verja eitthvað sjónarmið fram í rauðan dauðann, þá er það ekkert að fara breyta um skoðun svona einn tveir og þrír. Það mun rembast á móti, hvað það getur.
Það er kominn tími til að fólk hætti að láta örfáa háværa vitleysinga(sem geta náttúrulega verið á sitt hvorum kantinum), stjórna umræðunni.
Bíddu en hvert viðfangsefnið. Íslensk þjóð...LOL, ekki sjens í helvíti, sorry, ég er greinilega í einhverju bjartsýniskasti......
Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 17:13
Fjölmenning og menningar afkimar hljómar allt mjög rasistalega að mínu mati. Menning í mínum huga vex í sjálfum sér. Múhameð fór til fjallsins. Í Róm hegðar maður sér eins og Rómverji og í Napólí eins og einn frá Napólí. Til að vera ekki talinn rasisti. Menning er jákvætt eintölu sameiningarorð í mínum huga. Frakkar segja allt sem er með frönskum orðum vera Franska menningu. Það er mjög dýrt fyrir 300.000 að hafa marga aðskilda menningarheima.
Júlíus Björnsson, 28.11.2011 kl. 18:27
Guð hjálpi þér drengur! ! !
Er þér alveg sama um mannorðið?
Ef þú myndir skrifa svona grein í
Noregi eða Svíþjóð, þá værir þú ekki bara
rasisti. Þú yrðir sálgreindur sem islamafób,
(sem þýðir á hreinni íslensku múslimahatari)
svo eitthvað þaðan af verra.
Nei, Ísland á eftir að súpa sömu sælu og hin norðurlöndin. Því miður ríður sænska maffían
hér húsum og hefur gert síðustu 40-50 ár. Hver man ekki eftir "Menginu" reikningsaðferð sem sló heilu árgangana út úr skólunum. Við verðum bara að bíta á jaxlinn og vonast til að kratafáb..... hrökklist sem
fyrst frá völdum.
Jóhanna (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 19:58
Hvað eru þetta miklir peningar? Geturðu nefnt einhverja af þessum bókum?
Hvað er það sem hefur gerst á Íslandi, sem "varað var við"?
Einar Karl, 28.11.2011 kl. 21:16
Varla óttastu þó að í "okkar eigin Osló" muni það sama gerast hér og gerðist þar, að íslenskur Breivik láti til sín taka?
Ómar Ragnarsson, 28.11.2011 kl. 21:40
Þú ert djarfur ,Jón Magnússon, en þetta er þörf ábending og í tíma töluð. Ég les Skandinavísku blöðin að staðaldri og þar er einmitt mjög mikill "censur" ritskoðun, þegar þessi mál bera á góma. Þessi þöggun vinstri stjórnarflokka hefur kostað samfélögin ómældan skaða og harmleik. 11. des. s.l. í Stockholmi, terrorhótanir gagnvart fjölmiðlum og einstaklingum í Danmörku og Svíþjóð og ekki síst fjöldamorðin í Noregi, sem Sósíaldemókratar ÞYKJAST ekki skilja, hvers vegna átti sér stað, sem er þöggun út af fyrir sig og pólutísk skömm. Þróunin í fjölmenningarstefnuni á Norðurlöndum er að sjálfsögðu orsökin, með Krata í fararbroddi. Þetta er sorglegt. Kveðja.
En það má víst ekki nefna þetta svona opinberlega.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 23:20
Þakka þér fyrir Sumarliði.
Jón Magnússon, 28.11.2011 kl. 23:22
Er það svo Sveinn að það sé einna verst á Norðurlöndunum. Ég held að ástandið sé verra sums staðar annarsstaðar eins og t.d. í Suður Frakklandi. En vandamál Norðmanna eru ný af nálinni.
Jón Magnússon, 28.11.2011 kl. 23:24
Ragnar mér hefur fundist margt hjá Norðumönnum varðandi innflytjendur vera ágætt, en þeim virðist ganga erfiðlega að láta þær reglur sem þeir hafa sett ganga upp.
Jón Magnússon, 28.11.2011 kl. 23:26
Þetta getur allt verið rétt Júlíus nema það að Múhameð var á fjallinu þegar hann fékk fyrstu vitrunina og hélt að hann væri genginn af göflunum.
Jón Magnússon, 28.11.2011 kl. 23:27
Já Jóhnna ef það væri bara svo auðvelt. Ég held að þetta sé flóknara en það.
Jón Magnússon, 28.11.2011 kl. 23:28
Í fyrsta lagi Einar Karl þá eru það bækur og rit sem hafa verið styrkt og ritgerðir jafnvel kostðar í ritum eins og síðasta Skírni svo ég taki dæmi. Ég veit ekki hvað þetta eru háar fjárhæðir en það væri verðugt verkefni fyrir þig að eyða tíma í að finna það út. Kristin trú þvælist alla vega ekki fyrir þér eða tekur tíma þinn.
Ég sagði m.a. árið 2006 að við gætum ekki tekið á móti svona mörgu fólki og gætt mannréttinda þeirra sem skyldi vegna þess að álagið væri of mikið. Það kom í ljós að ákveðinn hópur innflytjenda var misnotaður til vinnu og látinn búa í húsnæði sem ekki var mannsæmandi og ekki tókst að uppfylla kröfur um heilbrigði eða menntun á ákveðnu tímabili. Þessu var samt öllu neitað og jú rétt kallað rasismi þó verið væri að kalla eftir réttindum fyrir innflytjendur.
Sagt var þegar þenslunni lýkur og atvinnuleysi verður hér þá mun ekki nema lítill hluti innflytjendanna fara. Það var hlegið að þessu og því mótmælt. Hver er reynslan núna Einar? Stærsti hluti innflytjenda er hér enn og þannig er það allsstðar og það er í sjálfu sér allt í lagi ef fólk aðlagast því samfélagi sem það býr í. En það breytir því ekki að við þurfum að ganga hægt um þessar dyr því annars er hætta á að eitthvað láti undan t.d. að mannréttinda sé ekki gætt og lífskjör verði lakari en þau ella gætu verið.
Jón Magnússon, 28.11.2011 kl. 23:34
Þetta er ósmekkleg athugasemd hjá þér Ómar.
Því miður er víða til truflað fólk. Breivik er einn þeirra. Ódæðið sem hann vann er fordæmt af öllum. Það er engin þjóð eða hópur sem fagnar ódæði Breivik. Það er hins vegar því miður annað upp á teningnum varðandi ódæðið sem unnið var 11. september 2001 þegar miklu fleira fólk var myrt af trufluðum öfgamönnum. Þá dansaði fólk á götunum og fagnaði "hetjunum" sem flugu á tvíburaturnana, í mörgum Arabalöndum m.a. á Gasaströndinni. Þeim morðum er enn víða fagnað. Er það afsakanlegt?
Sem betur fer bera Evrópubúar almennt það mikla virðingu fyrir réttindum annars fólks óháð kynþætti, litharhætti eða trúarbrögðum að það fordæmir svona árásir truflaðs fólks eins og Breivík.
Það breytir hins vegar ekki því Ómar Ragnarsson að það verður að vera hægt að ræða málefnalega um hluti eins og innflytjendamál og trúmál. En ég reikna með að þú sért á sama báti og vinkona þín Margrét Sverridsóttir sem úthýsti kristninni úr Reykvískum skólum. Finnst þér það ekki flott framtak hjá þessari vinkonu þinni óskabarni Samfylkingarinnar?
Jón Magnússon, 28.11.2011 kl. 23:44
Það er því miður rétt hjá þér Valdimar að það er mikil þöggun í gangi varðandi þessi mál. Margir þeir sem voga sér að ræða málin málefnalega eru kallaðir rasistar, nasistar og fasistar. Hinir raunverulegu fasistar eru hins vegar fólk sem reynir að þagga niður málefnalegar umræður.
En Breivik getur engin afsakað ekki frekar en þá sem flugu á tvíburaturnana eða sprengdu stjórnarráðsbygginguna í Oklahoma.
Jón Magnússon, 28.11.2011 kl. 23:53
Þetta er hárrétt hjá þér Jón.
Í hvert sinn sem umræða um þennan málefnaflokk hefst þá rís upp fámennur, en hávær, hópur PC liðs sem kæfir alla heilbrigða umræðu með rasistastimplinum.
Sem betur fer sýnist mér að farið sé að draga úr áhrifum þessarra öfgamanna.
Menn verða að átta sig á því að það er oftast nær frjór jarðvegur fyrir fjöllitasamfélag, en jarðvegurinn fyrir fjölmenningarsamfélag verður aftur á móti alltaf þyrnum stráður.
PC liðið virðist ætíð rugla þessu saman.
runar (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 00:12
Er það "málefnalega umræði" sem byggjast á hræðsluáróður? Hvernig er að aðlagast? Getur einhver fræða mig um það. Er ég "aðlagaður" ef ég breyta um trú? Eða hætta borða Kebab ? Er ég ekki "aðalgaður" og kannski réttdræpur ,einsog það var gert í þyskaland, ef ég vill ekki borða svínakjöt eða drekka vín?
Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 04:20
Hér er ágæt síða um islam í Noregi. Þekking er af hinu góða og eyðir fordómum;http://www.islam.no/
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 08:18
Hér er síða norsks guðfræðing. Hér má finna ágætt yfirlit um stöðu rannsókna á íslam í Noregi. Gott er að kynna sér málin og þekking útrýmir forddómum;http://folk.uio.no/leirvik/tekster/IslamiNorge.html#bibliografi
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 08:26
Norðmenn eins og vel flestar þjóðir Evrópu eru að vakna upp við vondan draum sem því miður verður seinna hrein martröð þegar múslímum fjölgar áfram. Við verðum að horfast í augu við það að Islam samræmist ekki vestrænni hugmyndafræði. Í Islam ríkir ekki jafnræði eða einstaklingsfrelsi. Lýðræði er andstætt Islam sem byggir á guðræði. Shariah-lög eru lög unnrunnin frá guði. Mannanna lög eru andstyggð að þeirra mati. Vandi Norðmanna af innflytjendur stafar fyrst og fremst frá því að leiðandi öfl múslíma banna þeim að aðlagast vestrænum gildum.
Skylda múslíma er að heyja heillagt stríð, Jihad, gegn öllum þeim sem ekki ganga á vegum Islam. Hátt í 300 milljónir manna liggja í valnum vegna Jihad á þessum 1400 öldum síðan Muhammeð blandaði þennan bannvæna hrylling. Islam er frumstæð eyðimerkur ofstækistrúarbrögð sem svindlað var inn á fáfrótt og illa upplýst fólk. Við verðum að bregðast við Islam eins og við brugðumst við komúnisma og fasisma áður, enda sams konar hugmyndafræði nema hættulegri því trúmálum er ruglað inn í fræðin. Það flokkast ekki undir umburðarlyndi að þegar. Það jafngildir fáfræði og gunguskap.
Valdimar H Jóhannesson, 29.11.2011 kl. 09:59
Sammála að það er ekki endilega besta lausn að hrúga inn innflytjendum með ólíkann menningarbakgrunn. En ég held að þú farir rangt með þegar þú segir Palestínumenn hafa dansað á götum í fögnuði yfir árásinni á tvíburaturnana(væntanlega með vísan í fréttamyndir sem voru sýndar í fjölmiðlum). Mig minnir að fram hafi komið að myndirnar af þessum "götudansi" þeirra hafi verið áróðursbragð af hálfu Ísrael. Ég man að í fréttum sagði palestísk kona " Við hötum ekki Bandaríkjamenn jafnvel þó það séu herþyrlur frá þeim sem eru að drepa börnin okkar" Þetta þótti mér merkilegt ekki síst miðað við þann órétt sem Ísrael beitir Palestínu með fullum stuðningi Bandaríkjanna. Það er í raun ekkert skrítið að arabaheimurinn og múslímar hafi ýmigust á Vesturlöndum með tilliti til fortíðar og nútíðar. Ég held að þarna þurfi að draga úr öfgum á báða vegu, það sé raunar bráðmál því annars fer illa. Öfgar kalla á öfgar.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 10:10
Jón, ég ætla ekki að eltast við að kanna hvort fullyrðingar þínar eigi við rök að styðjast. Ég hélt bara að þú vissir kannski um hvað þú værir að tala.
V. Jóhannesson segir:
orsökin,
ÞETTA finnst Jóni Magnússyni ekki ósmekklegt, að Valdimar kenni skandinaviskum vinstriflokkum um fjöldamorðin í Osló, en Jón skammast út í einfalda spurningu Ómars Ragnarssonar.
Einar Karl, 29.11.2011 kl. 10:37
Já Rúnar það getur verið.
Jón Magnússon, 29.11.2011 kl. 11:18
Salmann ég held að þú sért ágætlega aðlagaður. Ég er ekki að tala um trúarbrögð. Ég er að tala um getu samfélags til að taka á móti innflytjendum þannig að það þeir njóti mannréttinda og sömu lífskjara og aðrir þjóðfélagsþegnar og það myndist ekki minni hluta hópar í samfélaginu eftir þjóðerni t.d. Af því sem ég hef heyrt til þín þá virðist þú vera sammála þessu.
Jón Magnússon, 29.11.2011 kl. 11:20
Þakka þér fyrir þitt innlegg Hrafn.
Jón Magnússon, 29.11.2011 kl. 11:21
Ég ætla mér ekki út í trúmálaumræður Valdimar. En það er öllum frjálst að koma að málefnalegum sjónarmiðum hér.
Jón Magnússon, 29.11.2011 kl. 11:21
Ég er alveg sammála þér Bjarni. Bretar og Bandaríkjamenn hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í Mið-Austurlöndum fyrst eftir stríð þegar Eisenhower og Churchill stóðu að því með CIA í fararbroddi að eyðileggja lýðræði í Íran og koma keisaranum aftur til valda. Síðan hafa mistökin verið hvert af öðru og vestræn ríki stutt einræðisherra og morðingja í þessum löndum hægri og vinstri. Alveg sammála þér það hafa verið hræðileg mistök.
Jón Magnússon, 29.11.2011 kl. 11:25
Ég veit alltaf um hvað ég er að tala. En hvaða bull er þetta. Ég segi Breivik getur engin afsakað einmitt við þessa athugasemd. Lestu það sem stendur og vertu ekki að gera fólki upp aðrar skoðanir en það hefur Einar.
Jón Magnússon, 29.11.2011 kl. 11:27
Tilvitnun mín í orð Valdimars Jóhannessonar datt, út, þar sem hann kennir vinstriflokkum um fjöldamorðin Noregi. Þetta segir Valdimar hér nokkru ofar:
Einar Karl, 29.11.2011 kl. 12:45
Þú ert að rugla saman Valdimar H. Jóhanessyni og V. Jóhannsson sem er allt annar maður Einar Karl.
Jón Magnússon, 29.11.2011 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.