Leita í fréttum mbl.is

Af hverju það versta ef kostur er á öðru betra?

Í venjulegum lýðræðisríkjum hefði ríkisstjórnin sagt af sér sama dag og úrslit í fyrri Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunni lá fyrir.  Sama hefði gerst í venjulegum lýðræðisríkjum sama dag og úrslitin í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave lá fyrir.

Í tvö ár barðist ríkisstjórnin við að troða samningum sem hún hafði gert við Breta og Hollendinga upp á þjóðina. Þegar þjóðin hafnaði þeim í annað sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu og samningaleiðin var ekki lengur fær fyrir ríkisstjórnina þá sögðu þeir Árni Páll og Steingrímur J.  Já nú tökum við sko heldur betur til varna.

Vörn þeirra Árna Páls og Steingríms bar þann árangur að Eftirlitsstofnun EFTA ákvað þ. 14.12.s.l. að virða hana að vettugi og höfða mál fyrir EFTA dómstólnum á hendur Íslandi fyrir brot á EES reglum.

Maður sem lýsir því yfir að honum beri að borga ákveðna skuldbindingu er ekki trúverðugur fyrir dómi þegar hann heldur því fram að þrátt fyrir að hann telji sig skuldbundinn til að greiða þá eigi hann ekki að greiða. Það er staðan sem íslenska ríkisstjórnin er búin að koma sér og þjóðinni í með því að fara ekki að eðlilegum lýðræðislegum leikreglum og viðurkenna ósigur sinn í málinu og gefa öðrum kost á að ljúka málinu.

Vafalaust brosa strákarnir í Brussel allan hringinn yfir þeirri hringavitleysu að ríkisstjórn sem er búin að semja þrisvar um mál haldi því nú fram að hún þurfi alls ekkert og hafi aldrei þurft að semja.

Það getur verið dýrkeypt fyrir þjóð þegar ríkisstjórn neitar að viðurkenna staðreyndir og lýðræðislegar leikreglur. Slík vegferð endar alltaf með ósköpum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er dýrkeypt fyrir þjóð,þegar sá eini með viti,viðurkennir ofur óeirða eflið og víkur fyrir því. Eftir u.þ.b. 30 .ára þingmennsku, Össurar,Steingríms og Jóhönnu,hafa þau ekki lært að umgangast þjóð sína,forsetann, andstæðinga,hæstarétt og þjóðkirkju með virðingu. Þau uppskera eftir því og verða að víkja.

Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2011 kl. 02:03

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Helga.

Jón Magnússon, 20.12.2011 kl. 11:22

3 Smámynd: Elle_

ICESAVE-STJÓRNIN fór ekki bara ekki lýðræðislega að málinu, vægt sagt, heldur unnu þau gegn lögum um ´ekki ríkisábyrgð´ og HEIMTUÐU að það þýddi ´ríkisábyrgð´.  Hví er þetta lið ekki dregið fyrir sakadóm, Jón??  Í það minnsta Steingrímur og Brussel-ofstoparnir Jóhanna og Össur?  Við vitum vel að pólitískur hagur þeirra er ekki að vinna málið heldur öfugt.  Þau eru óhæf og vanhæf.

Elle_, 21.12.2011 kl. 12:20

4 identicon

Ég undirrituð hef ekki mikla þekkingu um meðferð ESB og EES. ef kemur til ágreinings milli þeirra.

Getur Ísland ekki leitað annarra dómstóla ef svo færi að dæmt yrði okkur í óhag. Ef svo er ekki, hver hefur komið okkur í þessa aðstöðu að við verðum að beygja okkur undir dómstól EFTA? Kveðja.Jóhanna.

PS. það mætti nú vera meira af því að upplýsa almenning um hvað er verið að semja um í Brusell þessa dagana.

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 15:55

5 identicon

Aðilar þessarar ríkisstjórnar sem og Alþingis gerast enn og aftur sekir um að neita að horfast í augu við siðferðilegar staðreyndir.

Sem fær mig til þess að efast um að siðferði sé til yfir höfuð í Íslenskri pólitík.

Allavega, getur ráðherra eða þá ríkisstjórn, sem þáði miljónir í mútur frá Landsbankanum (Icesafe höfuðpaurunum) verið sannfærandi eða óhlutdræg í meðferð sinni um málið. Og þá í málarekstri sem skifta sköpum fyrir land og þjóð?

Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan það hvað flokkarnir fengu frá bönkunum.

Listin hér neðan er eingöngu frá K.B. og Landsb. Skilanefnd Glitnis, svaraði aldrei Ransóknarnefnd Alþingis. 
Auk þess eru styrkir þarna eingöngu 200.000 og meira. Fyrir einar kosningar. 




Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Landsbanki 3.500.000 Alls 3.500.000.



Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Kaupþing 1.500.000 Landsbanki 1.500.000 Alls 3.000.000.



Guðlaugur Þór Þórðarson: Kaupþing 1.000.000 Landsbanki 1.500.000 Alls 2.500.000.



Kristján Möller: Kaupþing 1.000.000 Landsbanki 500.000 Alls 1.500.000.



Össur Skarphéðinsson: Landsbanki 1.500.000 Alls 1.500.000.

Björgvin G. Sigurðsson: Kaupþing 100.000 Landsbanki 1.000.000 Alls 1.100.000.



Guðbjartur Hannesson: Landsbanki 1.000.000 Alls 1.000.000.

Helgi Hjörvar: Kaupþing 400.000 Landsbanki 400.000 Alls 800.000.



Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir: Kaupþing 250.000 Landsbanki 300.000 Alls 550.000.



Ragnheiður Elín Árnadóttir: Kaupþing 250.000 Landsbanki 300.000 Alls 550.000.



Árni Páll Árnason: Landsbanki 300.000 Alls 300.000.



Jóhanna Sigurðardóttir: Landsbanki 200.000 Alls 200.000.



Katrín Júlíusdóttir: Landsbanki 200.000 Alls 200.000.



Styrkir til Samfylkingarinnar 2007:

* Actavis hf. 3.000.000

* Baugur Group hf. 3.000.000

* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000

* Eimskipafélag Íslands 1.000.000

* Exista ehf. 3.000.000

* Eykt ehf. 1.000.000

* FL-Group hf. 3.000.000

* Glitnir 3.500.000

* Kaupþing 5.000.000

* Ker hf. 3.000.000

* Landsbanki Íslands 4.000.000

* Milestone 1.500.000

* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000

* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000

* Teymi ehf. 1.500.000

Getur stjórnmálaflokkur sem á að mestum hluta sitt lifibrauð og á svo mikið undir fólkinu sem t.d. stofnaði Icesafe, og restinni af banksteronum.

Nokkurntíma réttlætt aðkomu sína að Icesafe samningum?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband