Leita í fréttum mbl.is

Gutti borgar biluð brjóst

Gutti velferðarráðherra lofar að borga konum sem hafa leka bjóstastækkunarpúða kostnað við lagfæringar á þeim.

Yfirlýsingin um greiðslur vegna gallaðra fegrunar- og lýtaaðgerða vekur upp ýmsar spurningar.

Hvað með mistök vegna rass- og magalagfæringar eða tatóveringa.

Hvað svo með  þær sem  hafa flata eða feita rassinn, kartöflunefið, appelsínuhúð og litlu brjóstin. Fyrst velferðarráðherra telur eðlilegt að borga kostnað vegna gallaðra lýta- og fegrunaraðgerða eiga þá þær sem ákveða að þola útlit sitt ekkert að fá?

Er ekki rétt að  Ríkið taki þá ábyrgð á öllum mistökum á markaðnum og bæti neytendum allar gallaðar vörur hverju nafni sem nefnast.

Hvar er þá ábyrgð neytandans við val á vöru og þjónustu?  Hver er þá ábyrgð seljenda?

Með greiðslum eins og þeim sem velferðarráðherra lofar, þá er hann ekki að bæta konunum neitt sem þær eiga ekki rétt á samkvæmt lögum frá seljendum vegna gallaðrar vöru eða þjónustu.  Velferðarráðherra ætlar í raun að borga fyrir mistök markaðarins á gallaðri söluvöru.

Þá verður líka allt í lagi að fá sér ódýrustu þjónustuna því Ríkið borgar ef eitthvað verður að.

Þegar ríkissjóður tekur 20 krónur af hverjum hundrað sem það eyðir að láni frá framtíðinni er þá ekkir rétt að skoða hvar setja á mörkin á greiðsluþáttöku ríkisins. Eiga brjóstastækkanir að vera þar í forgangsröð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þörf áminning, en ekki um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu heldur um eftirlitsskyldu og ábyrgðardreifingu.  Raunveruleg spurning hlýtur að vera hvert skal kaupandi heilbrigðisþjónustu snúa sér þegar hann kaupir gallaða vöru eða þjónustu í heilbrigðiskerfinu.

Ólafur Adolfsson (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 00:49

2 identicon

Gleðilegt nýtt ár Jón, góður punktur hjá þér, það er athyglivert hvað Gutti er snöggur til í þessu tilviki þar sem um er að ræða lýtaaðgerðir sem gerðar hafa verið að ósk þeirrar sem hana fékk og eflaust umdeilanlegt hvort yfirhöfuð sé rétt að vera að setja slík aukaefni inn í líkamann að nauðsynjalausu, á hinn bóginn hafa Gutti og co ekki verið jafn góðviljuð þegar það fólk sem býr við fötlun vegna slysa og sjúkdóma sem þau völdu sér ekki á í hlut.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 10:16

3 Smámynd: Jón Magnússon

Mér skilst að það sé ekki greitt fyrir konur sem hafa misst brjóst vegna brjóstakrabba þannig að norrænu velferðinni eru greinilega mislagðar hendur líka í þessu.

Jón Magnússon, 8.1.2012 kl. 12:00

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já en Ólafur voru þessar konur sem fóru í brjóstastækkanir eða breytingar að kaupa þjónustu í heilbrigðiskerfinu? Voru þær ekki að eiga viðskipti með kaupum á þjónustu. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort sá sem framkvæmir aðgerðina er læknir eða ekki. Ekki frekar en bifvélavirkjar eru ekki hluti af vegakerfinu þó þeir séu nauðsynlegir til að bílarnir geti ekið á vegunum.

Jón Magnússon, 8.1.2012 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 312
  • Sl. sólarhring: 653
  • Sl. viku: 4133
  • Frá upphafi: 2427933

Annað

  • Innlit í dag: 288
  • Innlit sl. viku: 3824
  • Gestir í dag: 276
  • IP-tölur í dag: 265

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband