Leita í fréttum mbl.is

Eru líkamsárásir á lögmenn afsakanlegar?

Skelfing er að lesa ummæli Þórs Saari alþingismanns á bloggsíðu hans á Eyjunni, þar sem hann reynir að finna skýringar já og jafnvel asfakanir á fólskulegri manndrápstilraun á starfsmann lögmannsstofu í gær.

Þór Saari virðist álíta að hann lifi í glæpamannasamfélagi þar sem allt er rotið og engu hægt að treysta. Það virðist að hans mati vera ástæða manndrápstilraunarinnar þó Þór fari að vísu fimlega í kring um heita grautinn sem hann kokkar upp hvað þetta varðar.

Þegar ógæfumaður eyðilagði hús sem hann hafði reist en skuldaði algerlega og braut það niður með stórvirkri vinnuvél tók þessi sami Þór Sarri brotna spítu úr húsinu og gerði að gunnfána Hreygingarinnar. Þar með samsamaði þessi þingmaður sig með ofbeldinu og lögleysunni.

Í skrifum Þórs er margt fullyrt sem ekki kemur heim og saman við raunveruleikann eins og t.d. um mikla aukningu sjálfsmorða og annað í þeim dúr.  Einfalt ætti að vera fyrir þingmanninn að afla sér haldbærra upplýsinga áður en hann ruglar svona í skrifum sínum.

Ef til vill áttar Þór Saari sig ekki á því að það er m.a. maður eins og hann sem veldur auknu vonleysi og erfiðleikum í þjóðfélaginu. Endalaus neikvæðni og rógur um samborgarana og samstarfsmenn og ítrekaðar upphrópanir um að heiðvirt fólk séu glæpamenn er ekki til þess fallið að glæða vonir fólks eða auka fólki bjartsýni. Þvert á móti leiðir það til þess að sumir aðrir taka trúa röngum fullyrðingum Þórs Saari með vondum afleiðingum fyrir samfélagið.

Það er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að átta okkur á því hvað við eigum mikla möguleika og viðurkenna hvað margt er þó gott í okkar samfélagi og mikið af góðu og grandvöru fólki. Það væri hægt að áorka miklu til góðs í samfélaginu með ögn af kristilegum kærleika og eðlilegri bjartsýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

Þú hefur því miður rangt eftir í öllu sem þú telur upp í þessum pistli þínum. Ég vísa einmitt, og oftar en einu sinni, að ekkert afsaki svona gjörð. Ég hef aldrei gert að gunnfána brot úr húsinu sem Álftnesingurinn eyðileði hér um árið en vakti hins vegar athygli á verknaðinum eins og fjöldi annarra. Ég tala heldur aldrei um aukningu sjálfsmorða. Nú veit ég að þú kannt að lesa en annað hvort ertu ekki læs eins og sagt er, eða þú kýst viljandi að snúa út úr orðum mínum. Sama er mér hvort er en vandaðu þig samt betur næst. Hvort "heiðvirt" fólk séu glæpamenn er spurning sem við öll þurfum aðsvara. Ég ásamt mörgum öðrum sitjum nefnilega uppi með það að margir sem við töldum heiðvirt fólk voru það einmitt alls ekki. Sú spurning á ekki síst við um þann hóp fólks sem þú þekkir vel. 

Þór Saari (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 18:08

2 identicon

Flottur pistill hjá þér, síðasta málsgreinin sérlega uppörvandi. Smellti á like hnappinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 20:51

3 identicon

Þessi grein hans Þórs er honum til skammar. Hann hefur svo sem aldrei verið trúverðugur. Málatilbúnaður eins og Þór fer fram með í þessum skrifum sínum er með þeim hætti að hann gæti sáð fræjum í sjúkar sálir.

Fyrir svo utan það að hún er svo illa stíluð; það er umhugsunarefni ef fólk á að setja þjóðinni lög sem ekki er skrifandi.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 21:06

4 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður er það ekki svo Þór. Mikið vildi ég að þú hefðir ekki tjáð þig með þeim hætti sem þú gerðir. Mér fannst það leiðinlegt þín vegna. Þú getur ekki neitað því sem kom í fréttum þegar þú samsamaðir þig með húsbrotsmanninum og tókst spýtu úr brotunum og stilltir sérstaklega upp í þingflokkshebergi Hreyfingarinnar. Ætlar þú að halda því fram að það hafi ekki verið þannig? Rifjaðu upp það sem þú sagðir og gerðir eftir að maðurinn braut niður húsið sem hann átti aldrei neitt í.  Ég er ekki að snúa út úr neinu Þór og er ágætlega læs og skrifa út frá því sem ég las á bloggsíðu þinni á Eyjunni.  Ef þú áttar þig ekki á því þá er rétt að átta þig á að heiðvirt fólk er ekki glæpamenn, það felst í orðinu.  Svo átta ég mig ekki á því hvaða aðilar það eru sem þú ert að vísa til og taldir vera heiðvirt en sé það ekki og ég þekki vel.  Vertu ekki með dylgjur í garð einhverra ónefndra. Vertu þá maður til að nefna þá sem þú ert  að dylgja um.

Jón Magnússon, 6.3.2012 kl. 23:48

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Rafn.

Jón Magnússon, 6.3.2012 kl. 23:48

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Guðmundur en við erum víst hvorugur læsir miðað við það sem Þór Saari heldur fram í athugasemd.

Jón Magnússon, 6.3.2012 kl. 23:49

7 identicon

Auðvitað eru allar líkamsárásir óafsakanlegar sama hver á í hlut. Hinsvegar  er ég hræddur um að árásarmaðurinn í þessu tilfelli gangi ekki heill til skógar andlega, og við eigum að vera slegin yfir svona atburði og gera okkur grein fyrir því að sagan hefur kennt okkur að oft er eins og einn svona atburður virki eins og hvatning á annan, við þurfum að huga að öryggi starfsfólks alls staðar og reyna að koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig ekki. Það er hinsvegar ógeðfellt og hlutaðeigandi til minkunnar að nýta sér svona harmleik í pólitískum tilgangi. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband