Leita í fréttum mbl.is

Sætt er sameiginlegt skipbrot.

Skoðanakönnun sem birt var í gær á RÚV sýnir að allir flokkar sem eiga menn á þingi í dag, tapa fylgi frá síðustu Alþingiskosningum ef raunverulegt fylgi er skoðað.

Stjórnmálaöflin sem ætla að bjóða fram við næstu kosningar bíða öll verulegt afhroð ef raunverulegar stuðningstölur eru skoðaðar. Sé fylgi flokkana reiknað miðað við þá sem gefa upp stuðning við þá eingöngu kemur í ljós eftirfarandi:

Sjálfstæðisflokkurinn fær tæp  25% Samfylkingin tæp 14% Framsókn tæp 10% Vinstri grænir tæp 9%

Samstaða 8% og Björt Framtíð 3%

Samkvæmt þessu tapa allir flokkar sem nú sitja á Alþingi fylgi frá því í síðustu kosningum. Hrap Samstöðu frá því í síðustu kosningum er gríðarlegt og þó mælist afleiðing ósættis og klofnings innan flokksins ekki í þessari könnun.

Þó tap ríkisstjórnarflokkana sé vissulega mikið, þá er niðurstaðan alvarleg fyrir stóru stjórnarandstöðuflokkana, sem virðast ekki ná tiltrú kjósenda þrátt fyrir óvinsældir ríkisstjórnarinnar.

Það er því engin sigurvegari í þessari skoðanakönnun.   Það gæti e.t.v. einhver sagt er ekki í lagi að tapa þegar allir tapa. 

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er það ekki ásættanlegt eftir að hafa fengið verstu úrslit í sögu sinni í síðustu Alþingiskosningum og vera í stjórnarandstöðu þar sem ein óvinsælasta ríkisstjórn lýðveldissögunnar situr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Merkilegt að Hreyfingin, sem er eini flokkurinn sem er að koma með raunverulegar lausnir, nær ekki nema 2.7%. Þau þurrkast út.

Ég er ekki alveg að skilja þetta.

Villi Asgeirsson, 4.3.2012 kl. 09:45

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þingflokkur sjálfstæðis flokksins gerði sig ótrúverðugan á síðustu metrunum í icesave, með hið ískalda mat.

Bjarni Ben segist en vera stoltur af þeirri ákvörðun sinni.  Ríkisstjórnin var hrakin til bakka með mál sem hún hafði lagt allt sitt í og menn sögðu að hún ætti að segja afsér. 

Menn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem voru hraktir til baka með hið ískalda mat, sögðu að stjórnin ætti að segja af sér.  En hvað með þingflokk Sjálfstæðisflokksins sem studdi icesave tillögur ríkisstjórnarinnar? 

Það hefur eingin úr þingflokki Sjálfstæðis flokksins beðist afsökunar á þessum flumbrugangi.  Áður en gengið verður til kosninga, þá þarf að hreinsa til í þingflokknum, að öðrum kosti er Sjálfstæðisflokkurinn ómarktækur.   

Þar með skulum við bara reikna með að hafa eitt kjörtíma bil í viðbót með stjórnleysi í landinu.       

Hrólfur Þ Hraundal, 4.3.2012 kl. 10:43

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Samkvæmt þessu tapa allir flokkar sem nú sitja á Alþingi fylgi frá því í síðustu kosningum. "

 Þú gefur þér að allir þeir sem ekki eru ákveðnir kjósi eitthvað annað en þá flokka sem nú sitja á alþing.

Af hverju ?

Guðmundur Jónsson, 4.3.2012 kl. 11:22

4 identicon

Ég stóð í þeirri meiningu að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 33,3%  en ekki tæp 25%% eins segir í greininni  ??

Kv.Magnús

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 12:21

5 identicon

Þetta er merkilegt Jón! Fólk virðist lítið traust hafa á nýjum framboðum sennilega kennir reynslan því, GnarristaGumsið skorar ekkert sennilega er mælirinn fullur varðandi fíflaganginn í Reykjavík, og heilt yfir þá virðast þessi úrslit vera vantraust á Alþingi í heild. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 17:55

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar upp er þá borgar sig að passa upp á allir kjósendur græði jafnt á öllum 5 árum. Skekkja verður alltaf einhver og það bitnar þá lámarkshópi framtiðar kjósenda.  10%  skipta ekki máli er hættulegt þegar þetta gildir í heila heimskra,  um 9 x 10% eða 8 x 10%... , 

Heilar uppskera eins og þeir sá. Verkin skipta meira máli en orðin á lengri tímabilum en 60 mánuðir. Gildir líka um stjórnarandsstöðu. Sannir hægriflokkar í orði og verki er alltaf risa flokkar. Fasta fylgið segir allt um skuldir kjósenda framtíðar við sömu flokka.

Júlíus Björnsson, 4.3.2012 kl. 19:13

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki sammála þér með Hreyfinguna og lausnirnar Villi en það er annað mál.

Jón Magnússon, 4.3.2012 kl. 23:02

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit ekki hvort Icesave er úrslitaatriði Hrólfur.  En alla vega þá má betur gera ef duga skal.  Sammála þér með stjórnleysið.

Jón Magnússon, 4.3.2012 kl. 23:04

9 Smámynd: Jón Magnússon

Nei það geri ég ekki Guðmundur. Ég er bara að benda á að í skoðanakönnun þá er fylgi við flokk bara þeir sem lýsa stuðningi við hann. Það er ekki rétt að mínu mati að taka óákveðna út og búa síðan til prósenturnar varðandi heildarfylgi flokka.

Jón Magnússon, 4.3.2012 kl. 23:05

10 Smámynd: Jón Magnússon

Já það er rétt Magnús ef bara eru teknir þeir sem taka afstöðu. Ég er að reikna miðað við þá sem lýsa yfir stuðningi við flokk.

Jón Magnússon, 4.3.2012 kl. 23:06

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki bara á Alþingi Kristján nýju framboðin fá heldur ekki neitt sem orð er á gerandi nema framboð Lilju, en það hefur samt hrunið af henni fylgið frá því í síðustu könnun og er sennilega enn minna í dag eftir sundrungar uppákomuna í Samstöðu.

Jón Magnússon, 4.3.2012 kl. 23:07

12 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vona það Júlíus að sannur Hægri flokkur verði risaflokkur.

Jón Magnússon, 4.3.2012 kl. 23:08

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég flokka mig: Liberal reformist. Anti-Sosial Democrate í framkvæmd í ljósi sögunnar.

Júlíus Björnsson, 4.3.2012 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 406
  • Sl. viku: 4204
  • Frá upphafi: 2295994

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 3851
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband