Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin svíkur.

Eitt helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar var að innkalla allar aflaheimildir með svonefndri fyrningarleið. Innkalla átti 5% árlega. Framboðshetjur Samfylkingarinnar riðu um héruð og fóru mikinn. Jóhanna Sigurðardóttir hallmælti íhaldinu sem engu vildi breyta og flokkssystir hennar úr Þjóðvaka, Ólína Þorvarðardóttir fór mikinn eins og henni einni er lagið.

Nú þrem árum seinna hefur ekki einn einasti fisksporður hvað þá meira verið fyrndur eða innkallaður.

Í sjónvarpsþætti í gær upplýsti fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason sem er einn af fáum hófsemdarmönnum í þeim flokki að alfarið hefði verið horfið frá fyrningarleiðinni.

Nú talar Jóhanna um þjóðarsátt í fiskveiðistjórnarmálum, þó það sé ekki ljós um hvað sú þjóðarsátt á að vera. Alla vega er ljóst að Samfylkingin miðar ekki við að ná þjóðarsátt um fyrningarleiðina.

Eftir því sem næst verður komist þá á þjóðarsáttin að felast í óbreyttu kvótakerfi með aukinni skattlagningu á útgerðina auk sérleiða sem leiða til aukinna ríkisafskipta, geðþóttaákvarðana stjórnmálamanna og óhagkvæmni í útgerð.  Þetta er sú stefna sem Samfylkingin og Vinstri grænir leggja nú fram.

Hefði Samfylkingin náð að slíta upp eitt einasta atkvæði í síðustu kosningabaráttu á þessum grundvelli?

Hvað sem því líður þá er nú endanlega staðfest að Samfylkingin er búin að svíkja enn eitt helsta kosningaloforð sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Til umhugsunar

 Til umhugsunar

‚I hvaða stöðu er „venjulegt“ bjargálna fólk sett?

Það er mikið talað um skuldara og erfiða stöðu þeirra.

Sumir hætta að borga og skríða inn í greiðsluskjól.

Í blokkarsamfélagi hafa víða myndast erfiðleikar þegar íbúi í stigaganginum tekur

sér þann rétt að hætta að borga húsfélagsgjöld.

Það er viðurkennt að þau gjöld eru neysla ,fyrir hita þar sem hann er sameiginlegur,

og önnur  gjöld sem tilheyra sameign, og eru áfram gjaldskyld.

Það er hins vegar þrautin þyngri að innheimta slíka reikninga  Þó aðþeir séu forgangskrafa.

Þar sem ég þekki til hefur  einn íbúinn flotið áfram á annað ár og enginn veit hvenær það tekur enda.

Framkvæmdir utandyra verða að bíða nema aðrir séu tilbúnir að leggja fram háar upphæðir

fyrir skuldarann.

Er ekki einhver brotalöm þegar fólk er varna‚I hvaða stöðu er „venjulegt“ bjargálna fólk sett?

Það er mikið talað um skuldara og erfiða stöðu þeirra.

rlaust fyrir kærulausum skuldurum sem stundum hafa

sjálfhverfa forgangsröðun.

Guðrún Gerður Björnsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 12:13

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta eru algerleg hámark kosningasvikanna.

Gunnlaugur I., 26.3.2012 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 694
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband