Leita í fréttum mbl.is

Kynþáttaníð og kennimannleg dómharka.

Sá leiði atburður varð fyrir skömmu að unglingspiltum lenti saman í knattspyrnuleik. Annar mun hafa haft niðrandi orð og vísað til kynþáttar hins en sá lét hendur skipta. Báðir hafa fengið agaviðurlög frá KSÍ og beðist afsökunar á þessu leiða atviki eftir því sem ég fregna best.

Þeir sem hafa tekið þátt í hópíþrótt eins og knattspyrnu þekkja það að iðulega verður leikmönnum sundurorða og láta þá orð falla sem betur hefðu verið ósögð. Þetta gerist jafnvel í hópi þeirra bestu, jafnvel í úrslitaleik um heimsmeistaratitil í knattspyrnu eins og dæmin sanna.

Heimssamband knattspyrnumanna hafa sem einkenni að knattspyrna sé leikur án fordóma. Þess er jafnan getið í upphafi knattspyrnuleikja þar sem fólk greiðir aðgangseyri.  Þeir sem leika knattspyrnu þekkja þetta og játast undir þessi einkunarorð. Samt sem áður geta menn látið óheppileg orð falla, en það er þá gert í stundarreiði og venjulegast er óþarfi að leggja mjög djúpa merkinu í slíka stundarreiði.

Flestir sem til þekkja og hafa vit á reyna að gera sem minnst úr svona tilvikum. En það er ekki öllum þannig farið. 

Í samræmi við kristilegan kærleiksanda þá sýna þeir sem þá trú játa yfirleitt kristilegt umburðarlyndi og fyrirgefa í samræmi við kenningu Jesú. 

Baldur Kristjánsson prestur þjóðkirkjunnar, virðist ekki átta sig á inntaki kristinnar trúar um umburðarlyndi og fyrirgefningu og veður fram vegna þessa leiðindatilviks af óheyrilegri dómhörku. Hann krefst þess að sá sem vísaði til litarháttar hins leikmannsins verði beittur þungum refsingum. Baldur telur sig vera sérfræðing í öllum málum sem lúta að kynþátattamálum af því að hann var endur fyrir löngu kosin í nefnd sem fjallar um málið. Sérfræði hans virðist þó af skornum skammti.

Mér er sagt að báðir leikmennirnir hafi beðist afsökunar á því leiðindatilviki sem um ræðir. Þá er spurning hvort ekki sé tímabært að Baldur Kristjánsson prestur biðjist velvirðingar á fráleitum ummælum sínum í málinu og refsikröfum, sem eiga meira skylt við Íranska múlla og þeirra málstað,  en presta þjóðkirkjunnar og trúarviðhorf kristins fólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála skoðun þinni Jón. Baldur gengur alltof hart fram og er orðinn eins og versta írönsk skoðanalögregla, Mulla eins og þú réttilega segir. Þetta er ekki presti sæmandi.

Karl (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 17:52

2 identicon

Hann Séra Baldur er enginn boðberi umburðarlyndis, fyrirgefningar og frelsis, þessi vesalings prestur sér bara það ljóta í fari mannsins hvert sem hann lítur og þar þrífst ekki fyrirgefning eða mannúð. Öfgamaður í pólitískri rétthugsun, hrokafull og hefnigjörn afstaða sem ætti að nægja til að setja hann frá embætti þar sem kenningar Krists eru undirstaðan .

HelgaB (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 21:40

3 identicon

þú ættir að lesa pistilinn minn Jón minn ágætur. Ég gagnrýni það að leikmenn séu settir í leikbann. það á að bregðast við með fræðslu. Ég hins vegar gagnrýni mismuninn á dómunum. Við gerum of lítið með andlegt ofbeldi þ.m.t. rasisma. Svo legg êg til að félögin beri meiri ábyrgð. Allar mínar leiðbeiningar eru í samræmi við leiðbeiningar Evrópuráðsins.

Lestu svo líka pistlinn minn frá í morgun. Kær kveðja. Baldur

baldurkr (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 12:15

4 identicon

Fordæmi þann sem viðhafði kynþáttaníð.en að mati Baldurs er aðall sökinn hjá KR ekki skóla eða heimili viðkomandi á því að dæma KR til hárrar fésektar.Pistill Baldurs segir allt sem segja þarf og hefði aldrei verið skrifaður af honum nema þetta var leikmaður KR og því á að refsa KR.

KR-ingur (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 17:58

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Samt sem áður geta menn látið óheppileg orð falla, en það er þá gert í stundarreiði og venjulegast er óþarfi að leggja mjög djúpa merkinu í slíka stundarreiði.

Hvað veist þú um það? Var leikmaðurinn reiður sem lét rasísku orðin falla? Vildi hann kannski bara segja eitthvað andstyggilegt til að hinn myndi reiðast og missa einbeitinguna? Útspekúleruð andstyggilegheit? Gæti það ekki allt eins verið?

Skeggi Skaftason, 27.3.2012 kl. 21:59

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Baldur. Ég var að lesa pistilinn þinn en las pistilinn þinn í gær og ofbauð dómharkann yfir þessum unga dreng. Ég veit ekkert hver hann er eða annað, en mér finnst að það eigi að reyna að leiða hluti til betri vegar í stað þess að beita refsivendinum og það er það sem ég er að gagnrýna í þínum skrifum Baldur. 

Ég sé að þú telur að ég muni ekki hleypa að athugasemdum þínum. Það er alrangt. Vandamálið er hins vegar það að á þriðjudögum er ég yfirleitt upptekinn frá kl. 7.50 að morgni og fram til rúmlega 11 að kvöldi. Þess vegna eru þessar athugasemdir teknar inn fyrst núna.

Ég hleypi að öllum athugasemdum nema þegar um persónuníð er að ræða, endurtekningar á því sem áður hefur verið sagt eða athugasemdum sem eiga ekki vð það sem verið er að skrifa um. Ég reyni líka að svara öllum athugaemdum ef ég mögulega get. Vegna tímaskorts hef ég ekki gert það og finnst eðlilegt að beina svarinu fyrst að þér.

Ég þekki það vel hvernig menn geta brugðist illa og óskynsamlega við á knattspyrnuvellinum og látið þung orð falla og jafnvel spörk eða pústra. Venulega iðrast menn og eru orðnir vinir eftir að komið er úr sturtunni. Þess vegna þarf að fara varlega í að dæma fólk vegna slæmra ummæla sem mælt eru í stundarreiði án mikillar hugsunar og beðist er afsökunar á.

Ég held Baldur að við eigum frekar að taka höndum saman um að berjast fyrir meira umburðarlyndi í þjóðfélaginu og kurteislegra tali. Ég get alveg viðurkennt að hafa mælt til þín með fullmikilli hörku, en þú vonandi virðir mér það til vorkunar vegna þess að þú hafðir gefið ákveðið tilefni til. Mér finnst þetta líka ólíkt þér Baldur af því að ég hef ekki þekkt þig af öðru en vilja hafa það sem sannara reynist og ég hefði talið það fyrirfram að þú mundir frekar mæla með sáttum, fyrirgefningu og umburðarlyndi.  Mér finnst miklu skipta eins og þjóðfélagið okkar er í dag að hinir betri og góðgjarnari menn reyni að haga orðum sínum með þeim hætti.

Svo vil ég láta þig vita það Baldur að mann gremst frekar við menn sem maður tekur mark á en þá sem maður tekur ekki mark á. Þess vegna fannst mér slæmt að sjá þessa dómhörku í pistlinum þínum.

 Við skulum síðan reyna að koma fram við hvorn annan og samborgara okkar í samræmi við sameiginlegar trúarskoðanir okkar.

Jón Magnússon, 28.3.2012 kl. 00:06

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er að tala um það sem ég þekki frá knattspyrnuvellinum og mér finnst ólíklegt að ungur strákur sé með útspekúleruð andstyggilegheit. Af hverju að gera svona mikið úr svona atviki.

Jón Magnússon, 28.3.2012 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 97
  • Sl. sólarhring: 418
  • Sl. viku: 3038
  • Frá upphafi: 2294657

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 2770
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband