Leita í fréttum mbl.is

Landamæraeftirlit

Íslensk stjórnvöld hafa yppt öxlum og brosað aulalega þegar talað hefur verið um að taka upp virkt landamæraeftirlit við komu fólks til landsins. Sagt er að sé ekki hægt vegna Schengen samstarfsins.

Þetta er rangt.

Það er hægt að halda uppi virku og árangursríku eftirliti með komu fólks til landsins og það hefur sýnt sig að stjörnvöld eru tilbúin til aðgerða til að koma í veg fyrir komu  erlendra meðlima vélhjólagengja. Það sama gildir ekki gagnvart öðrum.

Hingað hafa ítrekað komið einstaklingar sem hefur verið vísað úr landi. Það hefur komið fólk með meiriháttar glæpaferil á ferilskrá sinni. 

Útstöðvar Schengen í Austur Evrópu, Grikklandi og Ítalíu sem og víða annarsstaðar tryggja ekki virkt eftirlit. Þetta viðurkenna nú helstu áhrifaþjóðir í Evrópu, Frakkar og Þjóðverjar. Báðar þjóðirnar hafa ákveðið að taka upp virkt landamæraeftirlit til að tryggja öryggi borgara beggja þjóða.

Hvenær átta yfirvöld á Íslandi sig á því að það skiptir máli fyrir öryggi íslenskra borgara og eigna þeirra að  hafa virkt eftirlit með því hverjir koma inn í landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Eftirlit íslenskra yfirvalda er miklu öflugra með innihaldi fríhafnarpokanna, en farþegunum sem til landsins koma. Reyndar hef ég hvergi á byggðu bóli, nema á Íslandi, séð fullfríkst fólk í einkennisbúningum skoða í innkaupapoka ferðafólks.

Gústaf Níelsson, 22.4.2012 kl. 23:32

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón

Einfaldasta aðferðin til að koma á virku landamæraeftirliti er að segja sig úr Schengen. Ekki eru Bretar í Schengen og fæ ég ekki séð að það sé neitt flóknara fyrir okkur að ferðast þangað eða þaðan en til Schengen landa.

Ef það er hægt að taka upp virkt landamæraeftirlit þrátt fyrir Schengen samstarfið þá á auðvitað að gera það þegar í stað, ef menn guggna á því að segja upp samstarfinu.

Ég á ekki von á að núverandi ríkisstjórn geri neitt í málinu, en vona svo sannarlega að næsta ríkisstjórn láti hendur standa fram úr ermum.

 Með góðri kveðju,

Ágúst H Bjarnason, 23.4.2012 kl. 08:27

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það verður að passa upp á búsið kæri vinur. Þess vegna hafa innkaupapokar úr fríhöfninni forgang.

Jón Magnússon, 23.4.2012 kl. 10:31

4 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg sammála Ágúst. Því miður þá hafa menn ekki viljað horfast í augu við þennan vanda og Samfylkingarfólk hrópað í hvert skipti sem á þetta er minnst að um sé að ræða útlendingahatur eða ennþá verra að þetta jafnbrýni rasisma.  En vangaveltur um eðlilegar öryggisráðstafanir eru hluti af nauðsynlegri þjóðfélagsumræðu. Orð eru jú sögð til alls fyrst.

Jón Magnússon, 23.4.2012 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 216
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4432
  • Frá upphafi: 2450130

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 4126
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband