Leita í fréttum mbl.is

7000 ár að borga skuldirnar

Álftanes er ekki eina sveitarfélagið í heiminum þar sem meiri hluti sveitarstjórnar skuldsetti sig umfram heilbrigða skynsemi.

Í spænska þorpinu Pioz skammt frá Madrid  þar sem búa 3.800  skuldsetti sveitarstjórnin sig svo mjög, að miðað við tekjur sveitarfélagsins þá tekur 7.000 ár að borga skuldirnar til baka.

Sveitarstjórnin í Pioz tók lán til að byggja og kauaa íbúðir, vatnshreinsunarstöð og sundlaug með flottum vatnsrennibrautum fyrir hálfan milljarð.  Nú er búið að loka sundlauginni af því að það er of dýrt að reka hana. Hætt er að lagfæra vegi og byggingar. Rafmagn er í 12 klukkustundir á sólarhring. Það virðist erfiðara á Spáni að velta óráðssíu  við stjórn sveitarfélaga yfir á aðra, en hér á landi.

En hvernig bregðast ofurskuldug sveitarfélög við hér? Er beitt einhverjum aðhaldsaðgerðum - ef svo er þá hverjum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaða sveitarfélög hefurðu helst í huga að Álftnesingum undanskildum?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 07:10

2 identicon

Ofurskuldug sveitarfélög á Íslandi skuldbreyta eins og hægt er fyrir áramót og eru alltaf nánast skuldlaus við áramótauppgjör.

Síðan er t.d. opinberum gjöldum hjá fyrirtækjum í sveitarfélaginu skuldbreytt í hlutafé og enginn skuldar neinum neitt. Eða þannig.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 13:02

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þau eru svo ótal mörg því miður Jón. Nú síðast var verið að tala um skuldavanda Hafnfirðinga, sem þó hafa fyrsta og stærsta álverið.

Jón Magnússon, 14.5.2012 kl. 16:57

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þannig að við erum snillingar V. Jóhannsson.

Jón Magnússon, 14.5.2012 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 374
  • Sl. sólarhring: 1353
  • Sl. viku: 5516
  • Frá upphafi: 2469900

Annað

  • Innlit í dag: 356
  • Innlit sl. viku: 5064
  • Gestir í dag: 355
  • IP-tölur í dag: 348

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband