Leita í fréttum mbl.is

Þegar öfgarnar bera vitsmunina ofurliði.

Í færslu sem ég skrifaði um kostnað ríksins vegna ólöglegra innflytjenda eða hælisleitenda svo notað sé viðurkennt pólitískt réttyrði. Vakti ég athygli á því að kostnaður skattgreiðenda vegna ólöglegra innflytjenda væri meiri en það sem ríkið greiðir til öryrkja og aldraðra.

Þessi ábending mín sem er staðreynd, fór fyrir brjóstið á mörgu stuðningsfólki ríkisstjórnarinnar og þeim sem hafa atvinnuhagsmuni af því að hafa kerfið í kring um "ólöglega innflytjendur" hælisleitendur eins flókið og láta það taka eins mikinn tíma á kostnað skattgreiðenda og nokkur kostur er.

Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar kallar mig óþverra vegna þessa og villta vinstrið segir mig geðsjúkan þetta eru meðal þeirra málefnalegu sjónarmiða sem þetta fólk setur fram. Svona persónuníð dæmir þá sem því beita, en er dæmi um það þegar fólk afneitar eðlilegri umræðu og vill búa í sínum eigin þrönga hugsjónaheimi. Hefði þetta verið hægra fólk þá hefði það verið sagt öfgafólk.

 Þeir sem hafa fjárhagslegra hagsmun að gæta af kerfisruglinu fara fram af meiri yfirvegun enda eiga þeir meira undir að þetta haldi áfram. Fólk gáir lítið af því hvað það eru margir sem hafa fjárhagslega hagsmuni og vinnu við þetta kerfi. Hvað skyldu það annars vera margir?

Það sem öllu þessu fólki sést þó yfir eða vill ekki ræða og er aðalatriði í mínum málflutningi er þetta:

Í fyrsta lagi þá er óafsakanlegt að ríkið greiði meira fyrir framfærslu ólöglegra innflytjenda les hælisleitenda en íslenskra öryrkja og aldraðra.

Í öðru lagi þá er hvergi veist að eða gert lítið úr  því fólki sem hingað kemur sem ólöglegir innflytendur, les hælisleitendur.

Í þriðja lagi þá er fyrst og fremst verið að gera athugasemd við það með hvaða hætti kerfið vinnur.

Í fjórða lagi er vakin athygli á þeirri hættu sem við erum í sem fámenn þjóð ef við spyrnum ekki við fótum og lærum af því sem gerst hefur í nágrannalöndum okkar.   

Í fimmta lagi er vakin athygli á því hvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er fjandsamleg atvinnuuppbbyggingu í landinu sem hafi flæmt fjölda fólks úr landi og þess krafist að stefnunni verði breytt til atvinnuuppbyggingar í stað stöðnunar.

Er skrýtið að Samfylkingarfólki og Vinstri grænum sárni við upptalningu á þessum staðreyndum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Takk. Þetta skýrir málið aðeins. Þörf ábendig..

Guðjón Emil Arngrímsson, 18.5.2012 kl. 10:34

2 identicon

Er það nú ekki svolítið yfirklór að tala núna um kostnað ríkisins vegna ólöglegra innflytjenda og hælisleitenda, en slá því samt upp í titli fyrri færslu að um dagpeninga væri að ræða sem þessir aðilar fengju í sinn eigin vasa? Sbr. "Ólöglegir innflytjendur fá 215 þúsund krónur í DAGPENINGA á mánuði frá íslenska ríkinu og venjulega húsaskjól að auki"

Væriru ekki meiri maður að því að viðurkenna bara að þú reiðst einfaldlega fram á völlinn að óathuguðu máli?

Að sjálfsögðu er ómálefnaleg gagnrýni og perónuníð ekki neinum til framdráttar, en þegar menn setja svona fram án þess að athuga með staðreyndir mála, ja, þá sýna menn einfaldlega ekki af sér þá ábyrgð sem því fylgir að taka þátt í opinberri umræðu.

Það að þú sért fyrrum þingmaður gerir þér auðveldara um vik að koma þínu á framfæri, sem gerir málið öllu alvarlega.

Staðreyndin er sú, eins og þú bendir á með reynslu annarra þjóða, að það er stutt í ofbeldisverk af hendi þeirra sem telja málum sem þessum illa farið af hálfu yfirvalda. Þess vegna er mikilvægt að öllum staðreyndum sé vel haldið til haga.

Þess vegna er ljótt til þess að vita að farið sé af stað með rangfærslum, líkt og þú gerir, og í engu reynt að bregðast ábendingum um, að jafnaugljóslega sé farið með rangt mál, eins og þú gerir.

Ég bendi þér aftur á færslu Gísla Baldurssonar á Eyjunni: http://blog.eyjan.is/gislibal/2012/05/17/ologulegur-logfraedingur/

Andrés (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 10:43

3 identicon

Kæri Jón

Mig langaði að bæta við þetta hjá þér þar sem þú minnist á það að aldraðir og öryrkjar hafi það slæmt .

Ég get tekið undir þetta en það eru þó þeir sem hafa misst vinnuna og gengur illa að koma sér aftur á vinnumarkaðinn sem hafa það verra en fullar tekjur þeirra eru 149.000 í besta falli .

Aldraðir og öryrkja hafa möguleika á að fá lækkun á fasteignagjöldum og ýmsa afslætti sem þessir þjóðfélagshópar einir njóta vegna stöðu sinnar . Sá sem er án vinnu fær engan afslátt sem gerir hans stöðu töluvert verri .

Hvað svona hælisleitendur þá væri auðvitað viturlegast að taka upp bandaríska kerfið sem að setti ákveðna ábyrgð á flugrekandann .

Valgarð Ingibergsson (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 15:53

4 identicon

það vantaði orð í þessa málsgrein í fyrri pósti mínum .

Hvað svona hælisleitendur varðar þá væri auðvitað viturlegast að taka upp bandaríska kerfið sem að setti ákveðna ábyrgð á flugrekandann .

valgarð (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 15:58

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Guðjón.

Jón Magnússon, 18.5.2012 kl. 16:59

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þessi færsla Gísla Baldvinssonar er honum til skammar. Ég sé ekki að það sé ástæða til að vitna í hann hvorki nú né áður. Þá uppfræðir hann mig ekki um neitt sem ég ekki veit og hefur ekki hæfi til að gera það og hefur aldrei haft.  Það eru engar rangfærslur í minni grein.  Upphæðin liggur fyrir og er rétt hvað varðar ólöglega innflytjendur eða hælisleitendur ef þú vilt kalla þessa aðila sem eru nú að steyma hingað því nafni.  Ég hef aldrei talað fyrir ofbeldi heldur eingöngu málefnalegri umræðu.  Mér hefur hins vegar ítrekað verið hótað af fólki sem þykist eiga eitt rétt á sannleikanum í þessu máli. Þú ættir frekar að beina orðum þínum þangað Andrés.

Fyrst þú minnist á grein Gísla Baldvinssonar þá fannst mér einkar athyglivert að sr. Baldur Kristjánsson skyldi gerast sérstakur stuðningsmaður þeirrar færslu og honum til lítils sóma.

Jón Magnússon, 18.5.2012 kl. 17:07

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þessar ábendingar Valgarð. Ég er sammála þér að sjálfsögðu ættum við að taka upp bandaríska kerfið.

Jón Magnússon, 18.5.2012 kl. 17:09

8 Smámynd: Einar Gunnar Birgisson

Sammála Jóni Magnússyni.

Ég er formaður Bjartsýnisflokksins, flokks hófsamra þjóðernissinna.

http://www.internet.is/einargb/bjartsyni.pdf

Það er tekið skýrt fram í Flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna að flóttamaður er sá sem þarf að flýja land sitt vegna ofsókna. Flóttamenn bágra lífskjara hafa því engan rétt á því að kallast flóttamenn og ber að senda þá umsvifalaust heim til sín eða til þess lands sem þeir komu frá til Íslands. Nokkrir ungir flóttamenn hafa verið í fréttum nýlega og þykjast þeir vera börn til að auka líkurnar á landvistarleyfi og til að gera yfirvöldum erfiðara fyrir. Sendum þá strax heim til sín og alla aðra platflóttamennina sem haldið er uppi á kostnað íslenskra ríkisborgara.

Þar að auki : „Member states are entitled, under the EU rules, to send asylum seekers to the country where they first entered the Union”. Yfirvöldum ber því skylda til að senda þá til þess lands sem þeir komu frá til Íslands og hafa engar heimildir til að hafa þá hér á kostnað íslenskra skattborgara.

Sjá að neðan úr Flóttamannasamningnum.

Article 1

definition of the term “refugee”

(2) As a result of events occurring before 1 January 1951 and owing to wellfounded fear of being persecuted for reasons of race, religion, nationality, membership of a particular social group or political opinion, is outside the country of his nationality and is unable or, owing to such fear,is unwilling to avail himself of the protection of that country; or who,not having a nationality and being outside the country of his former habitual residence as a result of such events, is unable or, owing to such fear, is unwilling to return to it.

Einar Gunnar Birgisson, 18.5.2012 kl. 19:59

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Jón

Hvernig þú hrærir saman vitlausum upplýsingum um hælisleitendur, málefni örykja og landflótta vgena ástands sem flokkurinn þinn hafði forystu um að skapa er ekki snjallt. Þetta flokkast undir lýðskrum - og eins og ég skrifaðir í athugasemd við fyrri grein þína þá ertu að sulla í vondum polli. Eitt skrifaðir þú „Ísland fyrir Íslendinga“. Það má svo sem taka undir þetta - auðvitað er Ísland fyrir íslendinga. En sagan endar ekki þar. Hver þjóð eða hluti þjóðar, sem neyðist til að leita á náðir annarra þjóða verður að eiga það undir góðvilja íbúa annarra landa að þeir bregðist við. Þá getur Ísland orðið fyrir Íslendinga og aðra sem sumir verða Íslendingar eða fara aftur heim eða til annarra landa sem vilja hýsa þá. Þú veist að á Akranesi búa ekkjur sem hingað komu vegna þess að þeim var ekki vært í Írak. Ísland er nú fyrir Íslendinga og fjöldann allan af fólki sem eru fæddir í öðrum löndum. Þú og fleiri flokka athugasemdir svipaðar þeim sem ég set fram sem pólitískan réttrúnað. Það er máttvana andóf hjá þér og segir ekkert efnislega um það sem við deilum um. Það sem fyrir mér vakir er að þú, sem ert ekki slæmur maður, dundir þér ekki við að ala á sundrungu, fordómum og illindum gegn fólki sem á það ekki skilið. Það sést á undirtektunum sem þú færð að ýmsar vanþroskaðar, fáfróðar og þröngsýnar sálir taka undir með þér. Þetta er ekki gott til framtíðar - fordómar ala á illindum og sundrungu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.5.2012 kl. 20:05

10 Smámynd: Jón Magnússon

Gott innlegg Einar og til upplýsingar í umræðunni.

Jón Magnússon, 18.5.2012 kl. 22:36

11 Smámynd: Jón Magnússon

Hjálmtýr minn þú getur kallað það sem ég segi það sem þú vilt. Þú hefur fullt frelsi til þess og ég er almennt ánægður með það sem þú skrifar þó ég sé iðulega algjörlega ósammála þér.

Greinin sem ég skrifaði árið 2006 "Ísland fyrir íslendinga" fjallaði um vandamálin sem skapast þegar mikill fjöldi útlendinga kemur á stuttum tíma inn í land. Þar var ekki amast við þeim sem komu heldur bent á vandamálin. Þeir sem þá komu voru aðallega Pólverjar sem komu á grundvelli EES samningsins og ástæða gagnrýni minnar var að þáverandi ríkisstjórn skyldi ekki nýta sér undanþágu frá því að heimila frjálsa för fólks frá gömlu Austur Evrópu ríkjunum. Ég benti m.a. á að fljótlega kæmi til atvinnuleysis og ég benti á ýmis önnur vandamál. Jafnframt tók ég fram að ég amaðist ekki við fólkinu sem kæmi.  Þetta voru varnaðarorð vegna þess hvað við erum fámenn og atvinnusvæðið er lítið. Allt sem ég sagði þar og í þeim umræðum sem fylgdu kom og er að koma fram. Það er nú staðreyndin í málinu Hjálmtýr.

Þá var hrópað lýðskrum og ég ítrekað kallaður rasisti þó því færi fjarri að skrif mín væru af þeim toga eða það ætti við nokkur rök að styðjast. Það vita þeir sem mig þekkja að ég fer ekki í manngreinarálit eftir þjóðerni fólks eða kynþætti.

Með sama hætti núna Hjálmtýr er ég að mæla varnaðarorð vegna þess að ég óttast að það geti komið til þess að það verði mikil fjölgun á komu svonefndra hælisleitenda sem eru í raun ekkert annað en ólöglegir innflytjendur. Það hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir okkur sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum í efnahagslega og atvinnulega. Þannig er það bara því miður. Þú getur kallað það lýðskrum en það er bara staðreyndin í málinu.

Ég hef þá skoðun Hjálmtýr að það sé best að reyna að hjálpa fólki til sjálfshjálpar heima hjá sér og e.t.v. ættum við að leggja meiri peninga til þess. Ég tel í samræmi við það að það hafi verið rangt að flytja konurnar frá búðunum í Írak til Akraness og þeim miklu fjármunum sem til þess var varið og er varið enn þann dag í dag hefðu komið að meira gagni fyrir fleiri ef peningunum hefði verið varið til almennrar hjálpar fólksins í búðunum til sjálfshjálpar.  En þetta var ekki manngæska okkar heldur kom þetta til vegna þess að við vorum að sækjast eftir setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og þá var gripið til margvíslegra ráða m.a. þetta sem var saklaust og gott þó það væri röng aðferðarfræði,  miðað við það að vingast við illræmda einræðisherra eins og gert var á árunum 2005-2008 vegna þessarar bjánalegu kosningabaráttu um sæti í Öryggisráðinu.

Ég er ekki að ala á fordómum Hjálmtýr ég er að gera grein fyrir hlutunum eins og þeir blasa við mér og þú getur kallað að það sé fáfræði og þröngsýni en það er það ekki heldur mótast þessi viðhorf mín nú sem fyrr fyrst og fremst á þeim forsendum að við séum hæfari til að rétta hjálparhönd ef við höfum hlutina í lagi hjá okkur. En við komum þeim ekki í betra horf ef við erum alltaf að bæta við ómegðina og það tökubörn en senda okkar eigin börn að heiman. 

Þakka þér svo fyrir þennan pistil Hjálmtýr sem mér finnst málefnalegur þó við séum ekki sammála nema að  því sem varðar þær sérstöku einkunagjafir sem þú gefur sem eiga ekki rétt á sér.

Jón Magnússon, 18.5.2012 kl. 22:54

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sendi Valgard knús og kveðjur fyrir aukaskilning á aðstæðum atvinnuleitenda, sem ekki geta "krafist" neins, né farið í verkfall né notið eldriborgaraafslátts, né oryrkjaafslatts, né tekið vinnu sem borgar undir "atvinnuleysisbótum", vegna þess að það er að borga með sér í benzinkostnað! = þöglu borgararnir, sem má skíta alla með fordómum alltaf og geta ekki varið sig. Takk Valgard að sjá i gegnum þetta æ

Er að verða örvæntingarfull um að þetta stóra innlenda VANDAMÁL verði aldrei rætt af samfélaginu mínu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.5.2012 kl. 23:53

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég vil taka fram, svo ekki sé misskilið á nokkrun hátt neins staðar að ég er sámmála um töku íslenskra stjórnvalda á flóttafólki (enda kom pabbi þannig , eftir veru í flóttamannabúðum í Ítalíu og 3 flóttatilraunir frá kommúnistaríki).

Ég styð heilshugar verkefni á vegum íslenska ríkisins, hvort sem er viðreisnarstjór, hægri stjórn eða vinstri stjórn. Þetta eru örfáir einstaklingar og í tilfelli  kvennanna á Akranesi er ég algerlega á öndverðum meiði við Jón, sem þó hefur vakið þessa mikilvægu umræ'u.

Jón skrifar; " Ég hef þá skoðun Hjálmtýr að það sé best að reyna að hjálpa fólki til sjálfshjálpar heima hjá sér og e.t.v. ættum við að leggja meiri peninga til þess. Ég tel í samræmi við það að það hafi verið rangt að flytja konurnar frá búðunum í Írak til Akraness og þeim miklu fjármunum sem til þess var varið og er varið enn þann dag í dag hefðu komið að meira gagni fyrir fleiri ef peningunum hefði verið varið til almennrar hjálpar fólksins í búðunum til sjálfshjálpar. 

Þarna vil ég benda á einn stórann og mikilvægan punkt, miðað við fyrri flóttamenn. ÞAÐ VORU KARLMENN, sem áttu líka börn, sumir hverjir en voru samt pólitiskir flóttamenn, og skyldu börnin og konurnar eftir! (saga, ef einhver vill skrifa)?

Ég er í raun sammála Jóni að taka umræðuna um framfærslukostnað fjölskyldna á Íslandi eftir að ég hef verið á atvinnuleysisbótum (140.000isl.kr) í 2 ár með 4 mánaða, tímabundinni vinnu (grunnlaun 289.000kr) sem síðan lækka barnabætur í 1 ár (vegna ofurtekna i 4 manuði, en ég er alltaf að tala um einstæða móðir með 7 ára háskólamenntun og einn son6-9ára).

Er með hugsjónir.....en er orðin svo þreytt sjálf eftir 2 ár að fá ekki vinnu með grunnlaun yfir 300.000kr sem er "kontanthjælp í Danmörku. (ekki atvinnuleysisbætur, heldur sveitastjórnastyrkur, sem er 116.000kr á Álftanesi)

sjá;  https://www.borger.dk/Emner/arbejde-dagpenge-orlov/dagpenge-og-kontanthjaelp/Sider/kontanthjaelp.aspx?KommuneId=710

Er of menntuð fyrir flestar auglysingar og þar sem ég hef verulega reynslu og kennaramenntun, er ég ekki i viðtali vegna þess að ég hef ekki "master" í að kenna íslensku fyrir útlendinga.

Það er engin tilviljun að ég skrifa svona hreint og beint hjá Jóni!

Ég veit meira en flestir um báðar hliðar þessa penings og ég segi og hrópa sem íslensk, einstæð hámenntuð kona ...HJ'ALP!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.5.2012 kl. 00:27

14 identicon

Háværi minnihlutinn svífst einskis til að ná sínu fram. Ekkert nema svívirðingar og útúrsnúningar  þegar bent er á staðreyndir.

GB (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 10:15

15 identicon

Jón Magnússon - þú sagðir aldrei að kostnaður ríkisins við hælisleitendur væri 215.000 kr. á mánuði. Þú sagðir orðrétt: "Ólöglegir innflytjendur fá 215 þúsund krónur í dagpeninga á mánuði frá íslenska ríkinu og venjulega húsaskjól að auki, en íslenskir öryrkjar fá 173 þúsund og ellilífeyrisþegar 166 þúsund." Þarna er ekkert satt eða rétt. Þarna ferðu bara með rangt mál!

Í fyrsta lagi notaðir þú orðið ólöglegir innflytjendur yfir hóp fólks sem hingað kemur í leit að hæli. Þú sagðir enn fremur að ólöglegir innflytjendur fengju 215.000 kr. í dagpeninga á mánuði. Ég gæti allt eins haldið því fram að amma mín á Landakotsspítala fái 2,5 m.kr. í dagpeninga á mánuði. Það er jú kostnaðurinn við dvöl hennar þar. Þetta er fráleitt og færsla þín hér að ofan breytir ekki rangfærslum þínum. Þú bætir heldur í t.d. með þessu:

"Í fyrsta lagi þá er óafsakanlegt að ríkið greiði meira fyrir framfærslu ólöglegra innflytjenda les hælisleitenda en íslenskra öryrkja og aldraðra." Hvaða bull er þetta? Hvað þurfa ég og aðrir að tyggja það oft ofan í þig að þetta er rangt! Er 7500 kr. matarkarfa á viku í Bónus, rútumiði og bókasafnskort eitthvað bruðl? Er of mikið í lagt að leggja þeim til 2500 kr. vasapeninga á viku (eftir að þeir hafa verið hér í mánuð)?

Síðan ýjaru að því að þeir sem eru þér ósammála hafi sumir hverjir fjárhagslegra hagsmuna að gæta að hingað streymi sem flest flóttafólk. Þetta er í besta falli broslegt. Ég gæti með þínum rökum allt eins sagt að það væri þér í hag að vanskil aukist í samfélaginu svo þú getir sent út fleiri inncassobréf. Þetta er galið.

Af hverju leiðréttirðu ekki bara rangfærslurnar?

Grímur Atlason (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 11:28

16 Smámynd: Einar Gunnar Birgisson

Flóttamenn bágra lífskjara misnota okkur og spila á strengi vorkunnsemi og meðvirkni. Þeir vita að lögum samkvæmt má ekki sannreyna sögurnar sem þeir segja. Þeir spila á góðsemispostulana og meðvirknisjúklingana og þekkja lögin út og inn.

Ríkisstjórn Íslands starfar í umboði íslensku þjóðarinnar, en ekki í umboði ESB og Sameinuðu Þjóðanna. Henni ber skylda til að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar og setja hagsmuni þjóðarinnar í öndvegi.

Einar Gunnar Birgisson, 19.5.2012 kl. 18:18

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Margur heldur mig sig!

Merkilegt er svo til þess að vita, að nafngreindum manni hér skuli teljast til vansa og sóma lítils að vera annarar skoðunnar en Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður?!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2012 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 268
  • Sl. sólarhring: 779
  • Sl. viku: 4089
  • Frá upphafi: 2427889

Annað

  • Innlit í dag: 249
  • Innlit sl. viku: 3785
  • Gestir í dag: 245
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband