21.5.2012 | 22:05
Stefna fyrirfinnst engin.
Forstjóri Útlendingastofunar greinir frá ýmsum athygliverðum hlutum í viðtali í Frétablaðinu í dag.
Í fyrsta lagi segir hún frá því að stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda fyrirfinnist engin. Hún segir að bæði hún og forverar hennar hafi kallað eftir stefnu stjórnvalda en án árangurs.
Í öðru lagi bendir hún á að Útlendingastofnun sé einnig útvörður íslenska velferðarkerfisins. Eitthvað sem almennt gleymist að ræða um af hálfu þeirra sem vilja galopna landamærin á grundvelli fjölmenningarlegra viðhorfa.
Í þriðja lagi upplýsir hún að vinnan sé oft mjög óþægileg fyrir starfsfólkið og það hafi sumt fengið áfallahjálp og sálfræðiaðstoð.
Í fjórða lagi segir hún að dæmi séu um að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi verið eltir og staðið hafi verið fyrir utan heimili þeirra lengi.
Í fimmta lagi gerir hún grein fyrir því að Útlendingastofnun sé að afgreiða 3.500 dvalarleyfi og sinna 89 hælisleitendum. Þetta er athyglivert í atvinnuleysinu.
Í sjötta lagi segir hún að hælisleitendum hafi fjölgað um 80% frá sama tíma fyrir ári.
Í sjöunda lagi upplýsir hún að engin úrræði séu til og engin stefna hafi verið mörkuð um það hvernig bregðast skuli við fjölgi hælisleitendum mikið.
Í áttunda lagi þá segir hún að nú fái um 60% af þeim sem leita eftir hæli í landinu landvist en fyrir nokkrum árum voru það um 10%.
Þetta eru þær staðreyndir sem blasa við og liggja fyrir. Það er athyglivert að fá þessar upplýsingar í kjölfar þess hamagangs og illyrða sem ýmsir vinstri sinnaðir fjölmenningarsinnar hafa haft uppi gagnvart mér vegna réttmætra ummæla minna í blogfærslu fyrir tæpri viku um hælisleitendur sem eru ekkert annað en ólöglegir innflytjendur.
Fangelsiskerfið í Bandaríkjunum er eitt vitlausasta kerfi sem til er í heiminum og fleiri Bandaríkjamenn eru í fangelsum en fólk víðast hvar í heiminum. Samt sem áður á kerfið öfluga formælendur sem atyrða og hatast við þá sem leyfa sér að benda á réttmæta ágalla á kerfinu. Með sama hætti leggur fjöldi sem á fjárhagslegra hagsmuna að gæta vegna komu hælisleitenda til landsins til hatrammrar og persónulegrar atlögu gegn hverjum þeim sem leyfir sér að fjalla um þessi mál málefnalega.
Þessi háværi og öfgafulli hópur sem hefur jafnan merkimiða um rasisma og mannfyrirlitningu á lofti er að ákveðnum hluta að gæta eigin atvinnulegra og peningalegra hagsmuna. Væri ekki svo af hverju bjóða þeir ekki svokölluðum hælisleitendum að búa hjá sér eins og Tamimi gerði.
Eftir að ég skrifaði færslu um þessi mál fyrir nokkrum dögum hefur fjöldi fólks komið að máli við mig og þakkað mér fyrir að fjalla um þessi mál, en margir taka fram að þeir þori ekki að tjá sig um málið af ótta við aðsókn af fjölmenningarsinnum og fylgifiskum þeirra.
Fyrir nokkrum árum kvaddi ungur maður sér hljóðs og ræddi á málefnalegan hátt um málefni innflytjenda og hælisleitanda. Hann varð fyrir hótunum og dreifibréfum var dreift í hverfið hans þar sem hann var borinn þeim sökum að vera rasisti auk ýmissa annara miður skemmtilegra hluta sem áttu engin við rök að styðjast.
Þessi ógn girðir fyrir málefnalega umræðu um málefni innflytjenda og hælisleitenda sem er þeim mun verra þar sem stefna stjórnvalda í málinu fyrirfinnst engin. En ógn fjölmenningarsinnanna er einmitt ætlað að koma í veg fyrir málefnalega umræðu um þessi mál og þeim hefur tekist það býsna vel.
Það var einkar athyglivert að meir en 2000 skráðu að þeim líkaði færslan sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum um þessi mál, en um 16 manna harðsnúinn hópur hefur hins vegar allt á hornum sér og þar fara fremst í flokki lögmaðurinn sem hefur aðalatvinnu af þjónustu við hælisleitendur og maður hennar. Líklega af sömu hvötum og þeir sem í Bandaríkjunum þola enga umræðu um fangelsismál þar í landi.
Sem betur fer eigum við vandaða opinbera starfsmenn sem gefa sig í að sinna þessu mikilvæga vanþakkláta verkefni eins og forstjórar Útlendingastofnunar hafa jafnan fundið fyrir. Þeim hefur ítrekað verið gert lífið leitt af fjölmenningarsinnunum sem hafa m.a. tekið sér ógnandi mótmælastöðu fyrir utan heimili þeirra.
Er ekki betra að ræða þessi mál með málefnalegum hætti. Þetta er jú spurning um velferð eins og forstjóri Útlendingastofnunar bendir á. Mér er ekki síður annt um fólk en þeim sem sveipa um sig manngæskustimplinum á annarra kostnað stundum hempuklæddir.
Mér finnst gaman að umgangast útlendinga sem hingað eru komnir og búa í landinu og reyna að fóta sig og byggja upp framtíð sína hér í landi af heiðarleika og dugnaði. Ég á marga kunningja í þeim hópi. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að meðferð þessara mála er spurning um velferð. Velferð þeirra sem búa í þessu landi hvort heldur þeir eru aðfluttir eða innfæddir.
Þess vegna varaði ég við því haustið 2006 að hingað væri að koma allt of mikill straumur útlendinga á of skömmum tíma. Ekki vegna þess að ég hefði á móti þessu fólki heldur vegna þess að ég spáði því að þetta mundi leiða til áður óþekkts atvinnuleysis hér á landi. Sú varð og raunin.
En talsmenn bankanna á þeim tíma, sem féllu haustið 2008, hagfræðingar og aðrir pótintátar sögðu þetta tóma vitleysu og aukinn innflutningur útlendinga til landsins mundi bara bæta lífskjörin. Hver skyldi hafa haft rétt fyrir sér? Dæmi hver sem vill.
Það er slæmt þegar fólk veigrar sér við að nýta sér málfrelsið eins og algengt er í þessum málaflokki vegna aðsóknar og öfga fámenns hóps sem hikar ekki við að ráðast persónulega á þá sem nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til að taka til máls um mikilvæg þjóðmál. Ég hef hingað til ekki látið það hindra mig í að ræða mikilvæg mál jafnvel þó það hafi leitt til presónulegra óþæginda á köflum og í þessu máli finnst mér mikilvægt að reyna að halda umræðunni öfgalausri á eðlilegum forsendum.
Forsendur fjölmenningarsinnana hafa allstaðar reynst rangar eins og t.d. David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Angela Merkel kanslari Þýskalands hafa réttilega bent á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 406
- Sl. sólarhring: 1362
- Sl. viku: 5548
- Frá upphafi: 2469932
Annað
- Innlit í dag: 381
- Innlit sl. viku: 5089
- Gestir í dag: 379
- IP-tölur í dag: 371
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll Jón. Svo þú getir unað þér hvíldar, þá vil ég segja þér frá því að ég hef frá því ég hóf lögmannsferil minn líklega helgað hælisleitendum 1/50 af störfum mínum. Hef ég ekki enn fengið greitt fyrir verkið, enda hefur ekki enn komið til viðtals hjá útlendingastofnun. Á reyndar ekki von á að þú látir þessa staðreynd þvælast fyrir þér í skrifum þínum, en þætti vænt um að þú hættir að birta þessa vitleysu á opinberum vettvangi um mig og mína afkomu varðandi hælisleitendur. Hins vegar hef ég eytt miklu af mínum frítíma í þetta, rétt eins og þú eyðir þínum frítíma... en það kemur nú varla málinu við.
Helga Vala Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 22:45
Hafa skal það sem sannara reynist Helga Vala og álit mitt á þér eykst mikið við að sjá að fjárhagslegu hagsmunirnir eru litlir og bið ég þig velvirðingar á því að hafa talið svo vera og tjáð mig um það með þeim hætti. Það er meira mark takandi á því sem þú hefur fram að færa í þessari umræðu þegar þú ert ekki í fjárhagslegum tengslum við málið. En þú hefur verið það áberandi í málsvari fyrir ýmsa að ég taldi það af sjálfu leiða. En eins og áður- Hafa skal það sem sannara reynist.
Jón Magnússon, 21.5.2012 kl. 23:14
Stefnan heitir Múltí Kúltí og nýtur andstöðu ca 80% þjóðarinnar.
GB (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 09:48
Ekki veit ég það svo gjörla GB hvort hún kallast það einhversstaðar en miðað við síðustu könnun sem ég sá fyrir að vísu nokkru síðan þá voru það 84% á móti en 16% með.
Jón Magnússon, 22.5.2012 kl. 14:58
Fangelsiskerfið í Bandaríkjunum er gott kerfi að því leyti að það helur glæpamönnum frá fólkinu. Fjöldinn sem hlutfall af fólkinu endurspeglar bara bandarískan veruleika, heimilsupplausn,ómenningu, . Fangelsiskerfið er bara afleiðingin af þessu. Hversvegna er ástandið svona allt annað í Canada, hinum megin við ána, þar sem eru fleiri byssur en í USA,og fólk læsir ekki einu sinni húsunum sinum. ég held að þú ættir að spá í það áður en þú fellir sleggjudóma yfir bandarískum fangelsum
Glæpamenn eiga að vera í fangelsum ekki þeirra vegna heldur hinna.
Halldór Jónsson, 23.5.2012 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.