Leita í fréttum mbl.is

Málþóf

Mörgu áhugafólki um stjórnmál finnst málþóf á þjóðinginu vera óskiljanlegt, skammarlegt og leiðinlegt.

Vel má fallast á að það sé leiðinlegt, en þetta er eitt af fáum vopnum stjórnarandstöðu í lýðræðisríkjum þegar ríkisstjórn ætlar að keyra mál áfram af offorsi.

Málþóf er viðurkennd aðferð stjórnarandstöðu í lýðræðisríkjum en vekur óvíða jafn mikla athygli og í Bandaríkjunum þar sem þingmenn og flokkar viðurkenna  strax að þeir ætli að beita þessari aðferð, en hér á landi er verið í einhverjum skollaleik með jafn augljóst mál.

Þannig getur verið að stjórnarandstaða eins og ríkisstjórn sé óbilgjörn og þá þokast fá mál áfram í þjóðþinginu. Þá skortir á samningalipurð, forystu og foringjahæfileika og viðurkenningu á því að í lýðræðisríki þá er framganga mála list hins mögulega en ekki að berja höfðinu stöðugt við steininn eins og forsætisráðherra er færari um að gera en nokkur annar stjórnmálamaður í gjörvallri Íslandssögunni.

Það er fyrst og fremst forsætisráðherra að kenna að mál hlaupa stöðugt í rembihnút. Síðst þegar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingforseti hafði náð samkomulagi með sinni lipurð og stjórnarráðsmálið hlaut afgreiðslu þá kom forsætisráðherra í ræðustól Alþingis daginn eftir og hafði í heitingum við stjórnarandstöðuna og hæddist að henni fyrir að hafa gefist upp.

Ég veit ekki til þess að nokkur forsætisráðherra fyrr eða síðar í lýðræðisríkjum hafi farið fram með þeirri óbilgirni og ruddaskap og forsætirsráðherra Íslands gerði í þessu tilviki.

Forsætisráðherra getur því sjálfri sér um kennt að stjórnarandstaðan beitir skæðasta vopni stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Forsætisráðherra setur öll ágreiningsmál í hnút og virðast ekki kunna að leysa þá hnúta sem hún bindur.

Ásýnd Alþingis væri vissulega önnur og málþóf undantekning frekar en regla ef liprir foringjar eins og t.d. Össur Skarphéðinsson eða Ögmundur Jónasson héldu um forustuna í stað óbilgjarnasta stjórnmálamanns Íslands. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Eg var fullkomlega sammála öllum pistlinum, Jón, þangað til þú komst að Össuri.  Hann er of falskur og ótraustvekjandi.  Svona fyrir utan að ég held löngu sé komið yfirdrifið nóg af óbilgjörnum ruddaforingjum eins og Jóhönnu og Steingrími og foringjaræði yfirleitt.

Elle_, 25.5.2012 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 388
  • Sl. sólarhring: 1352
  • Sl. viku: 5530
  • Frá upphafi: 2469914

Annað

  • Innlit í dag: 370
  • Innlit sl. viku: 5078
  • Gestir í dag: 369
  • IP-tölur í dag: 362

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband