Leita í fréttum mbl.is

Ber Alţingi ađ ákćra Steingríms J. Sigfússon ráđherra?

Steingrímur J. Sigfússon ber umfram ađra ábyrgđ á tugamilljarđatjóni skattgreiđenda vegna Sp/Kef. Hann hefur engar málsbćtur og ćtti ađ vera búinn ađ segja af sér.

Rifjum upp nokkrar stađreyndir:

Samkvćmt ársreikningi Sparisjóđs Keflavíkur fyrir áriđ 2008, sem undirritađur er 31. mars 2009, var eigiđ fé hans jákvćtt um 5,4 milljarđa króna.  Eiginfjárhlutfall var 7.06% og ţví rétt undir 8% lögbundnu lágmarkshlutfalli.  Ţá hafđi ađ sögn endurskođanda veriđ tekiđ tillit til Hrunsins.

Í maí 2009 veitti Fjármálaeftirlitiđ sparisjóđnum heimild til ađ koma eiginfjárhlutfallinu yfir lögbundiđ lágmark, skv. 86. gr. laga um fjármálafyrirtćki.  Slíka heimild má veita til 6 mánađa og hana má framlengja  um ađra sex mánuđi „séu til ţess "ríkar ástćđur“. 

Sparisjóđur Keflavíkur fékk ţannig ađ starfa í 12 mánuđi međ eiginfjárhlutfall undir lögbundnu lágmarki, sem gat eingöngu byggt á ţví mati ađ fjármálastofnuin vćri lífvćnleg og međ velţóknun og fyrirgreiđslu ţáverandi fjármálaráđherra og viđskiptaráđherra. 

Ţann 22. apríl 2010 greip Fjármálaeftirlitiđ inn í starfsemi Sparisjóđsins í Keflavík og skipti honum upp í gamlan og nýjan.  Ekki liggur fyrir á hvađa forsendum ákveđiđ var ađ stofna nýjan sparisjóđ eđa hvađa hagkvćmnismat lá ađ baki. 

Stofnun nýja SpKef var gerđ af svo mikilli vanhćfni ađ nýi sjóđurinn komst í ţrot tćpu ári síđar eđa í mars 2011.  Ţeirri spurningu er ađ hluta til ósvarađ hvađ miklir fjármunir töpuđust viđ stofnun nýja sjóđsins – hver var rekstrarkostnađur og rekstrartekjur hans frá apríl 2010 og mars 2011, já og  hvert var tapiđ? 

Ákveđiđ var ađ SpKef myndi sameinast Landsbankanum.  Gerđ var áćtlun sem fjármálaráđherra blessađi (Steingrímur J) ţar sem talađ var um ađ framlag ríkisins vegna Sp/Kef ţyrfti ađ vera 11 milljarđar.

Í fréttum í gćr sagđi núverandi fjármálaráđherra ađ kostnađur ríkisins vegna Sp/Kef vćri 20 milljarđar og ţađ vćri nálćgt ţví sem viđ hefđi veriđ búist allan tímann. Spurning er ţá hvort Steingrímur J. sagđi ţingi og ţjóđ ósatt. Alla vega ganga fullyrđingar Steingríms um tjón ríkisins viđ yfirtöku Landsbankans og sá raunveruleiki sem fjármálaráđherra kynnti í gćr ekki heim og saman.

Eftir stendur ađ sjóđur sem átti  rúmlega 5 milljarđa eigiđ fé í árslok 2008 ţegar tekiđ hafđi veriđ tillit til hrunsins er orđinn ađ engu.  Ríkiđ hefur margsinnis vanmetiđ stöđu sjóđsins og ţađ eftir ađ sjóđurinn starfađi á undanţágu međ leyfi Fjármálaeftirlits og velţóknun Steingríms J. Eignir sjóđsins hafa rýrnađ verulega á međan á ţessum farsa hefur stađiđ.  Verđmćti ţeirra hefđi veriđ betur tryggt ef sjóđurinn hefđi strax veriđ settur í slitameđferđ. Kröfuhafar hafa tapiđ verulegum fjármunum á ţessum handabakavinnubrögđum ríkisins auk ríkisins sjálfs.

Eftir stendur ađ sá sem ber pólitíska ábyrgđ á ţessu tjóni ríkisins upp á tugi milljarđa er Steingrímur J. Sigfússon sem gerđi ţessi mál ađ sínum. Ef til vill gćti Gylfi Magnússon fyrrum viđskiptaráđherra  og mótmćlandi einnig boriđ ábyrgđ á ţessu tugmilljarđa tjóni skattgreiđenda.

Ástćđa er til ađ Alţingi gangi ţegar í stađ úr skugga um hvort ekki er full ástćđa til ađ vísa máli Steingríms J. Sigfússonar ráđherra og Gylfa Magnússonar ráđherra til međferđar fyrir Landsdómi ţar sem margt bendir til  ađ ţeir hafi brotiđ af sér í starfi sínu sem ráđherrar og  valdiđ ţjóđinni miklu raunverulegu tjóni í Sp/Kef málinu.

Ef til vill vćri ráđ ađ endurvekja nefnd Atla Gíslasonar alţingismanns í ţessu skyni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir eru möguleikar okkar, borgara ţessa lands ef viđ viljum koma lögum yfir ţessar gerđir?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráđ) 10.6.2012 kl. 00:12

2 identicon

Vćri ekki rétt ađ láta Landsdóm líta á ţađ í leiđinni, hvort Steingrímur og Jóhanna ásamt fl. hafi brotiđ gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar,"Eignarétturinn er friđhelgur,annars komi fullt verđ fyrir" ţegar ţau áriđ 1990 samţykktu frjálst framsal á sameign ţjóđarinnar kvótanum.Og eitt er víst ađ margir hafa selt frá sér kvóta og hagnast um miljarđa á ţessari gjöf Steingríms og Jóhönnu.

Halldór Guđmundsson (IP-tala skráđ) 10.6.2012 kl. 13:02

3 Smámynd: Elle_

Nákvćmlega.  Og svariđ viđ fyrirsögninni er já, eins og ég skil ţađ, Jón.  Og svo skulum viđ endilega taka ICESAVE nauđungina sem viđ vissulega skulduđum ekki - og hefđi getađ orđiđ milli 500 og 1000 MILLJARĐA tjón fyrir ríkissjóđ - fyrir fyrst.

Elle_, 10.6.2012 kl. 14:50

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir ábendingar ţínar í ţessu máli, kćri nafni.

Ţetta er allt hiđ hrođalegasta mál fyrir ríkiđ og ráđherrann.

Ađ viđbćttum 6 milljarđa vöxtum, skv. frétt í Rúv fyrir helgina, er tjón ríkisins um 25.000.000.000 kr., ţ.e. rúmar 78.000 kr. á hvert mannsbarn í landinu eđa hátt i 400.000 krónur á hverja 5 manna fjölskyldu.

Ég hef fjallađ um ţetta mál í tveimur stuttum pistlum, hér: Steingrímur ákvađ ađ spandera fé ríkisins og hér: Steingrímur J. Sigfússon í skammarkrókinn?

Jón Valur Jensson, 10.6.2012 kl. 16:36

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Sćll.

Af hverju getur ţjóđţingiđ komist upp međ ţađ ađ beygja stjórnarskránna í hinum ýmsu málum, s.s. vafasama skatt- og gjaldheimtu, samninga viđ önnur ríki, ESB ađlögun og svo framvegis?

Ţađ virđist einnig vera sjálfsagt ađ vera međ opinn tékka á hin og ţessi mál, t.d. ţetta sparisjóđamál.

Hefur hinn almenni borgari engan rétt á ţví ađ skjóta til dómsstóla málum sem greinilega eru á gráu svćđi, stjórnarskrárlega séđ, eđa er ţađ einungis Alţingi sem getur flengt sjálft sig?

Sindri Karl Sigurđsson, 10.6.2012 kl. 19:36

6 Smámynd: Jón Magnússon

Kjósa alţingismenn sem gćta hagsmuna okkar.

Jón Magnússon, 10.6.2012 kl. 20:58

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ţarna hjálpar fyrningin ţeim Halldór.

Jón Magnússon, 10.6.2012 kl. 20:58

8 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Elle nema ţađ voru ađrir sem björguđu ţví. Ţađ er alltaf veriđ ađ ţakka Ólafi Ragnari ţađ, en ţá gleyma menn viljandi ađ Davíđ Oddsson og margir fleiri börđust eins og ljón gegn nauđunginni og Ólafur lét undan ţeim ţrýstingi sem kominn var.

Jón Magnússon, 10.6.2012 kl. 21:00

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ţakka ţér fyrir ţetta innlegg Jón Valur.  Ţađ var athyglivert ađ hlusta á Steingrím í fréttum Stöđvar 2 í dag. Ţar kennir hann Sjálfstćđismönnum og hruninu um. En gleymir ţví vísvitandi ađ Sparisjóđurinn starfađi í ár á undanţágu og síđan kom nýr í stađ gamals og á öllu ţví ber Steingrímur alla ábyrgđ á og ţađ kom hruninu ekkert viđ. Eigiđ fé sparisjóđsins var 5 milljarđar í ársreikningi eftir hrun. Steingrímur reynri ađ hvítţvo sig međ blekkingum. Ekki í fyrsta skipti og vafalaust ekki í ţađ síđasta.

Jón Magnússon, 10.6.2012 kl. 21:02

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ţađ er alveg rétt Sindri ţađ er alvarlegt ađ ýmsar stofnanir skuli geta veriđ međ opna fjárveitingu á skattgreiđendur eftir ţví sem ţeim hentar.  Ţađ ţarf ađ kjósa ţingmenn sem eru á móti ofursósíalismanum sem er ađ sliga allt ţjóđlífiđ .

Jón Magnússon, 10.6.2012 kl. 21:04

11 identicon

Allar svona vangaveltur eru algjörlega út í hött. Fyrst Landsdómur gat ekki dćmt Geir Haarde, er ennţá ólíklegra ađ hann muni dćma Steingrím J. Jafnvel ţó ađ allir álíti hann sekan í ţessu dćmalausa SpKef klúđri. Ţetta yrđi bara enn einn óţarfakostnađur fyrir Ríkissjóđ og nokkrir vatn-dropar á myllu andstćđinga Steingríms. Ţar ađ auki fengist aldrei nokkur króna út úr svona málaferlum, hvorki fyrir Ríkissjóđ, eđa stofnfjáreigendur.

Dómari (IP-tala skráđ) 10.6.2012 kl. 22:03

12 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Jón ţađ breytir ekki grundvallarspurningunni, ţarf Alţingi sjálft ađ fara međ ákćruvaldiđ og er ţađ eđlilegt ađ svo sé?

Sindri Karl Sigurđsson, 10.6.2012 kl. 23:17

13 Smámynd: Ţór Gunnlaugsson

Sćll Jón

Ég er lengi búiđđ ađ kljást viđ embćttismenn og ţingmenn ađ tala hreina íslensku ţegar veriđ er ađ tala sem dćmi um 1300 milljarđa snjóhengju á sama tíma og sagt er ađ nćgt fé sé til fullrar endurgreiđslu á Icesafe.  Ţá hef ég ekki fengiđ neinar undirtektir hver eigi ađ fara í skađabótamál fyrir hönd ţjóđarinnar viđ Breta vegna hryđjuverkalaganna almenningur eđa ríkissjóđur?? Engin svör fást.  

Ţá hef ég marglesiđ Neyđarlögin til ađ reyna ađ átta mig á hvađ sé fullnađartrygging á innlánum fjármálastofnanna samkvćmt ţeim lögum. Eru ţađ bara innistćđur á bókum eđa er eitthver ps.á bak viđ ađ allir pappirar svo sem skuldabréf húsbréf og annađ dót fylgi líka??  Ţetta get ég bara alls ekki lesiđ úr ţeim lögum og oft er ţađ svo ađ íslenskufrćđing ţarf til ađ fá skilninginn hiđ minnsta án ţess ađ ég sé ađ kasta rírđ á lagasmíđ.

Ţór Gunnlaugsson, 11.6.2012 kl. 10:41

14 Smámynd: Jón Magnússon

Dómari ég ítreka ţađ einu sinni enn ađ ég vil ađ ţeir sem tjá sig og sendi athugasemdir geri ţađ undir nafni. Almennt hleypi ég ekki öđrum athugasemdum ađ.  Sjálfsagt yrđi ţađ rétt hjá ţér ađ ţađ yrđi einn óţarfakostnađurinn enn ađ rétta yfir Steingrími. Samt sem áđur byggist okkar réttarkerfi á ţví ađ sćkja fólk til saka ef ţađ hefur til saka unniđ ţó ekkert hljótist af ţví nema kostnađurinn. Ef ţađ vćri ekki gert ţá vćri almennt ekki refsađ fyrir afbrot á Íslandi.

Jón Magnússon, 11.6.2012 kl. 12:13

15 Smámynd: Jón Magnússon

Ađ sjálfsögđu vćri ćskilegt ađ breyta Landsdómslögunum Sindri og taka ákćruvaldiđ úr höndum Alţingis.

Jón Magnússon, 11.6.2012 kl. 12:14

16 Smámynd: Jón Magnússon

Ţakka ţér fyrir ţetta innlegg Ţór. Ég vil benda ţér á ađ Guđni Ágústsson og ég vildum á Alţingi strax eftir ađ Bretar beittu hryđjuverkalögunum ađ víđ tćkjum máliđ upp hjá NATO og Sameinuđu Ţjóđunum og krefđumst skađabóta vegna ţess tjóns sem viđ urđum fyrir vegna löglausra og siđlausra athafna Breta.

Jón Magnússon, 11.6.2012 kl. 12:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 951
  • Sl. sólarhring: 951
  • Sl. viku: 4604
  • Frá upphafi: 2300699

Annađ

  • Innlit í dag: 885
  • Innlit sl. viku: 4307
  • Gestir í dag: 846
  • IP-tölur í dag: 812

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband