Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnir og veðurfar

Ríkisstjórn Bretlands lét undan ániði sérfræðinga í apríl s.l. og bannaði garðeigendum að nota slöngur við að vökva garða sína. Það var gert vegna þess að lítið hafði rignt og grunnvatnsstaðan var sögði slæm.

Frá því að ákvörðunin um að banna slöngunoktun var tekin í Bretlandi, hefur ekki verið nokkur þörf á að nota slöngur til að vökva. Æðri máttarvöld hafa heldur betur látið rigna svo um munar á Bretlandi. Flóð og skemmdir á mannvirkjum vegna mikilla rígninga er því viðfangsefnið en ekki þurkur. Í ljósi þessa þykir það kaldhæðni örlaganna að nú skuli tilkynnt að aflétt sé banni við notkun á slöngum við að vökva garða.

Á sama tíma er tjón af völdum flóða vegna mikilla rigninga talið nema um 20 milljörðum króna.

Þessu banni stjórnvalda í Bretlandi við notkun á slöngum við að vökva garða er líkt við hallærislegar stjórnvaldsaðgerðir eins og þegar vandamálafræðingar loftslagsins héldu ráðstefnu í Kaupmannahöfn í desember fyrir nokkrum árum til að sporna við hlýnun jarðar af mannavöldum. Á þeim tíma sem ráðstefnan var haldin var fimbulfrost og erfiðleikar vegna kulda. En íslenski umhverfisráðherrann var hins vegar ánægður með árangurinn í baráttunni gegn hlýnun andrúmsloftsins af mannavöldum vegna þess að hún hafði fengið samþykkta tillögu um að konur kæmust að borðum þessara vandamálafræða í auknum mæli. Þá ætti nú vandamálið að vera leyst ekki satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 Sæll Jón.

"En íslenski umhverfisráðherrann var hins vegar ánægður með árangurinn í baráttunni gegn hlýnun andrúmsloftsins af mannavöldum ..."

Er það kannski baráttunni að þakka að það hefur ekkert hlýnað í heil 15 ár? Merkilegt að það skuli ekki vera meira í umræðunni.

Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla heldur úti fróðlegri og viðamikilli vefsíðu climate4you.com

Í kaflanum Global Temperatures, sem hægt er að velja á vinstra jaðri síðunnar má sjá þetta ótvírætt. Þar er meðal annars hægt að finna graf fyrir meðalhita lofthjúpsins síðustu 15 ár sem unnið er upp úr gögnum frá hinni virtu bresku loftlagsrannsóknarstofnun Hadley Centre for Climate Research.    Grafið má líka nálgast beint með því að smella hér, þó betra sé að skoða það í samhengi hér.

Ég sel þetta ekki dýrar en ég keypti það, og verður nú hver að dæma fyrir sig hvort hitaferillinn frá Hadley Centre segi ósatt.

Ef menn eru í einhverjum vafa um þessi 15 ár, þá má einnig sjá þarna feril fyrir síðastliðin 10 ár og þar er þetta án alls vafa.

Ágúst H Bjarnason, 9.7.2012 kl. 22:23

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta góða innlegg Ágúst.  Þetta eru því miður trúarbrögð hjá mörgum varðandi hnattrænu hlýnunina m.a. mörgum vísindamönnum. Það hefur heldur ekki verið vakin athygli á því að frá Kyoto þá hefur meningunin aukist þó hún hafi aðeins færst til á jarðkringlunni. Miðað við tölvulíkönin þá hefði átt að hlýna verulega á síðustu árum vegna þessa. En eins og þú bendir réttilega á þá hefur það ekki gerst. 

Jón Magnússon, 9.7.2012 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 82
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 3919
  • Frá upphafi: 2428140

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 3616
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband