Leita í fréttum mbl.is

Milton Friedman, Hannes Hólmsteinn og fleiri

Milton Friedman sá merki hagfræðingur fæddist 31. júlí 1912. Aldarafmæli hans er því minnst víða um heim. Milton Friedman þótti geta sett fram flóknar hagfræðikenningar á mannamáli sem er óvenjulegt fyrir hagfræðinga.

Margir hafa lesið bækur Friedman: "Markaðshyggja og frelsi" og "Frelsi til að velja" Í báðum bókunum (frelsi til að velja voru raunar sjónvarpsþættir líka) tekur hann fyrir brýn þjóðfélagmál og bendir á mikilvægi þess að einstaklingarnir, hinn frjálsi borgari hafi sem mest með sín mál að gera, en ríkið taki sér ekki valdið og stjórni á kostnað einstaklinganna.

Í upphafi bókar sinnar "Frelsi til að velja" er Friedman með tilvitnun í Lous Brandeis Hæstaréttardómara í dómi í málinu "Olmstead gegn Bandaríkjunum, þar sem m.a. kemur fram að mesta ógnin sem steðji að frelsinu sé vegna skilningslausra, velmeinandi  baráttumanna.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur fremur öðrum kynnt kenningar Milton Friedman hér á landi. Hannesi ber að þakka fyrir það. 

Við Hannes ætlum að fjalla um Milton Friedman og raunar fleiri hagfræðinga á Útvarpi Sögu þriðjudag 31.ágúst kl. 16-18.  Hannes kynntist Miltin Friedman persónulega. Það verður fróðlegt að ræða við hann um manninn og kenningar hans sem og hvernig Milton Friedman kynni að hafa litið á íslenskt þjóðfélag í dag. Einnig hvaða úrræði hann hefði talið brýnust til að auka frelsi í okkar samfélagi.

Ég tel að sjónarmið og skoðanir Milton Friedman eigi einmitt erindi í dag og er ekki í vafa um að hann hefði orðið æfur yfir að sjá að ríkisstjórnir um allan heim eru að bjarga bönkum og óráðssíumönnum í pólitík á kostnað skaggrreiðenda jafnvel í löndum sem kemur málið ekkert við. Fróðlegt að heyra hvað Hannes segir um það mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel að Hannes fæli atkvæði frá Sjalfstæðisflokknum með öfga frjálshygguruglinu í sér stundum kíktu á slóðina eina af mörgum:

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Örn Ægir (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 13:18

2 Smámynd: Jón Magnússon

Mér hefur alltaf fundist Hannes vera samkvæmur sjálfum sér. Hann á heiður skilið fyrir baráttu sína gegn kommúnistunum þegar á þurfti að halda.

Jón Magnússon, 31.7.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband