Leita í fréttum mbl.is

Spámaðurinn Kúbu Gylfi minnir á sig.

Dr. Gylfi Magnússon, dósent, fyrrum mótmælandi á Austurvelli og síðar viðskiptaráðherra, var af einhverjum ástæðum tekinn í fréttaviðtal á Stöð 2 þar sem hann færði þjóðinni þá speki, að "fylgjast þyrfti grannt með gangi mála í íslensku efnhagslífi" þar sem gjaldeyrishöftin gætu valdið eignabólu. 

 Margir hafa raunar bent á þetta áður þó þeir hafi hvorki doktorsgráðu né kenni í Háskóla Íslands. Gylfa er raunar vorkunn.  Spádómar völvu Vikunnar um áramót hafa ræst mun betur en spádómar Gylfa.   Doktorinn, mótmælandinn og ráðherrann Gylfi spáði því að Ísland yrði "Kúba norðursins" ef þjóðinn samþykkti ekki undirlægjusamninga við Breta og Hollendinga svokallaða Icesave samninga. Gylfi spáði því lika að ríkið þyrfti ekki að borga neitt með SpKef og Byr. 

Ráðherrann Gylfi spáði hins vegar hvorki í né sagði þingi og þjóð rétt frá varðandi dómsmál um ólögmæti gengistryggðra lánasamninga.  Í framhaldi af því að hafa leynt Alþingi mikilvægum upplýsingum hvarf Gylfi snögglega úr ráðherrastól áður en Alþingi fékk tækifæri til að ræða þau mál. Enda lítið annað að gera fyrir ráðherra sem var beraður af því að hafa misfarið með mál gagnvart Alþingi.

En nú er spámaðurinn Dr. Gylfi semsagt upprisinn að nýju á Stöð 2. Eðlilegt að fréttamiðlarnir komi sér upp "vönduðum marktækum" viðmælendum frá Háskóla Íslands um þjóðfélagsmál eins og Stöð 2 Dr. Gylfa Magnússon og Ríkisútvarpið Sigurbjörgu stjórnsýslufræðing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heyr!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.8.2012 kl. 14:32

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

RÚV: Útvarp "allra" landsmanna.

Guðmundur St Ragnarsson, 23.8.2012 kl. 23:15

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Heimir.

Jón Magnússon, 24.8.2012 kl. 00:12

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ef til vill Guðmundur en sumir landsmenn eru miklu jafnari hjá RÚV en aðrir. Sigurbjörg stjórnsýslufræðingur er m.a. fenginn til að ræða sem sérfræðingur um lögfræðileg málefni auk margs annars sem hún hefur enga þekkingu á.  Það eru ekki flott tilþrif hjá henni og hjástoðarmanni hennar Robert Wade á erlendum vettvangi.

Jón Magnússon, 24.8.2012 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband