14.10.2012 | 12:03
Atlagan að stjórnarskránni II
Þróaðar lýðræðisþjóðir virða grunngildi og leikreglur lýðræðisins.
Lýðræði er ekki bara spurning um kosningar þar sem meirihlutinn vinnur og fer sínu fram. Lýðræði felst í fleiru m.a. að taka tillit til skoðanna minni hlutans. Einnig að vinna að því að ná sameiginlegum lausunum í ágreiningsmálum svo langt sem því verður við komið.
Stjórnlagaráð valdi að fara aðra leið. Það valdi leið einræðis meiri hlutans.
Svíþjóð skipaði sérstaka nefnd til endurskoðunar á sinni stjórnarskrá 2004. Sú nefnd skilaði af sér þ. 17.12.2008 eftir að hafa sent tillögur til umsagnar á vinnslustigi. Stjórnarskrárnefnd Svía varð sammála og formenn allra þingflokka á sænska þinginu sameinuðust um að flytja frumvarpið. Þannig var málið afgreitt hjá Svíum í fullkominni sátt með eðlilegum lýðræðislegum hætti.
Á þetta fordæmi frá Svíþjóð var bent ítrekað á Alþingi þegar Jóhanna Sigurðardóttir og félagar stóðu að aðför að lýðveldisstjórnarskránni árið 2009. Hvatt var til þess að við færum sömu leið og Svíar. Leið sem væri líkleg til að ná þjóðarsátt, auknu trausti á Alþingi og helstu stofnunum íslensks samfélags.
VG og Samfylking höfnuðu þessari leið hyllt af öskurkór félaga sinna í hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu, þar sem háskólakennaranrir sem eru þó í meira fríi en kennslu þeir Þorvaldur Gylfason og Kúbu Gylfi Magnússon léku hvað hæst á upplausnarlúðrana.
Byltingarforingjarnir vildu ekki leið sáttar og samlyndis. Þess vegna var valin sú leið sem líklegust var til sundrungar og stjórnskipulegrar ringulreiðar.
Upplausnaröflin mega ekki komast upp með ætlunarverk sitt. Þess vegna er nauðsynlegt að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa NEI.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1264
- Sl. sólarhring: 1271
- Sl. viku: 6406
- Frá upphafi: 2470790
Annað
- Innlit í dag: 1180
- Innlit sl. viku: 5888
- Gestir í dag: 1130
- IP-tölur í dag: 1096
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ég skil ekki "Stjórnlagaráð valdi að fara aðra leið. Það valdi leið einræðis meiri hlutans."
Allt ferlið bendir til hins gangstæða og ferlið allt var gagnsætt á vefnum í ferlinu, þar sem allir gátu gagnrýnt og komið með lausnir. Viltu útskýra betur?
(Og ég þakka að vera leyft að kommenta hér Jón, en ég mun svo sannarlega mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa JÁ)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.10.2012 kl. 12:56
Ég man ekki betur en 4 flokkar hafi sameinast um breytingar á stjórnarskránni (eða eins og þú kallar það, aðför að lýðveldisstjórnarskránni) árið 2009, Samfylking, VG, Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn, flokkurinn sem þú varst upphaflega kosinn á þing fyrir). "Stjórnlagaráð valdi að fara aðra leið. Það valdi leið einræðis meiri hlutans." Ha? Stjórnlagaráð gerði það einmitt ekki heldur unnu meðlimir að því að ná sáttum sín á milli um breytingarnar enda var hún samþykkt með 25 greiddum atkvæðum, einróma. Hvernig sérð þú Jón fyrir þér að hægt sé að breyta stjórnarskránni í fullkominni sátt hér á landi?
Skúli (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 18:08
Einræði meiri hlutans fellst í því Anna, ef þú hefur ekki skilið það, að það eru engar málamiðlanir heldur kosið og meirihlutnin ræður alfarið. Það er ekki það fyrirkomulag sem þróaðar lýðræðisþjóðir nota. Ekki skiptir máli þó að hægt hafi verið að fylgjast með því sem gerðist. Þannig er það líka með þing Hvíta Rússlands.
Fólkið sem var valið af minni hluta Alþingismanna í stjórnlagaráðið var vissulega í vanda vegna þess að allt ferlið og umbúnaðurinn um þessa atlögu að stjórnarskránni var svo rangur. Tíminn sem ætlaður var til að fjalla um málin var allt of skammur.
Svo er það annað mál að þessu fólki skuli hafa dottið í hug að fara að endurskoða já og umorða hverja einustu grein í stjórnarskránni. Sú vinna er ekki af hinu góða og orðun nýju ákvæðanna oft mjög slæm.
Jón Magnússon, 14.10.2012 kl. 22:07
Í kjölfar þess óróa sem varð þá gerðist það þannig Skúli. Guðni Ágústsson var hrakinn frá formennsku í Framsóknarflokknum og nýr formaður áttaði sig ekki á því hvað var á ferðinni og steig á þennan vagn þó ég sjái ekki betur en hann hafi fyrir löngu stigið af honum. Ég var allann tímann algjörlega á móti þessari vegferð og það var einn þátturinn sem réði því að ég sagði mig úr Frjálslynda flokknum, en þá var Guðjón Arnar kominn algjörlega ofan í vasann á Steingrími J. Minn gamli flokkur Sjálfstæðisflokkurinn var sá eini sem stóð á grundvallaratriðum lýðræðis og þingræðis og hafnaði þessari aðför að stjórnarskránni og stjórnskipulegri ringulreið.
Einræði meirihlutans er ekki að ná sáttum Skúli. Það er að hafna þeirri leið að leita samkomulags og málamiðlana en láta meiri hlutann ráða.
Ég sá það vorið 2009 að það var möguleiki að ná sátt um grundvallaratriði eins og t.d. auðlindunum sbr. það sem kemur fram í bloggi mínu um þetta atriði í gær. Í öðru lagi þá sá ég að hægt var að ná samkomulagi um breytta tilhögun við að breyta stjórnarskránni. Síðan var að mínu mati hægt að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslur. En VG og Samfylkingu lá á og vildu notfæra sér málið með ómerkilegum hætti í kosningaslag af því að foringjarnir héldu að þetta væri svo vinsælt meðal almennings. Það kom í ljós í stjórnlagaþingskosningunni, að almenningur hefur engan áhuga á þessu brölti. Það er einmitt hættan, að gott fólk sitji heima og kjósi ekki. Ég efast ekki um úrslitin ef kjörsókn verður góð. Þá verður þessari atlögu að stjórnarskránni hafnað.
Jón Magnússon, 14.10.2012 kl. 22:16
Það er athyglivert að það kemur engin athugasemd við þeirri staðreynd sem ég bendi á varðandi það hvernig Svíar breyttu sinni stjórnarskrá og engin andmæli við því í raun að rétt hefðu verið að ná samkomulagi í stað þess að fara þessa vondu leið. Athyglisvert.
Jón Magnússon, 14.10.2012 kl. 22:17
Sá, eða sú, sem vill skipta um stjórnarskrá þarf að byrja á að spyrja þjóðina sem samþykkti núverandi stjórnarskrá leyfis. Það hefði að minnstakosti verið sæmilegri mannasiðir en þeir sem við hafðir hafa verið.
Það er nóg að vera nauðgað til að taka þátt í þessum fíflaskap og þurfa að borga hann líka, svo að ég segi nei við fyrstu spurningu og laska ekki það nei með afskiptum af örum.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.10.2012 kl. 22:54
Sæll.
Það er ekki nokkur þörf á að breyta stjórnarskránni, nær væri að fara eftir henni.
Svo hefur enginn sýnt fram á að stjórnarskráin hafi með einhverjum hætti orsakað hrunið. Hvers vegna þá að láta eitthvað fólk með útblásin egó skemma hana?
Liðið sem tók sæti í þessu smánarlega ráði hefur einnig gefið frat í dómstóla landsins. Ekki ber það mannskapnum í ráðinu smánarlega vel söguna.
Mér skilst að ein mannvitsbrekkan í ráðinu smánarlega telji mjög mikilvægt að setja ákvæði um lausagöngu búfjár inni í stjórnarskrá. Einstaklingar með mikilmennskubrjálæði sem skilja ekki tilgang stjórnarskrár eiga ekki að fikta í henni.
Helgi (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 23:07
Eg segi NEI við hinu ólögmæta Jóhönnuráði sem var andstætt niðurstöðu Hæstaréttar. Það á ekki að líðast að stjórnarflokkar Jóhönnu og Steingríms komist upp með að valta yfir dómstóla landsins og þrískiptingu valdsins. Það er löngu komið nóg af þeirra ofbeldislegu stjórn.
Reimar Pétursson, hrl., ræðir þarna með glæsibrag við Þorvald Gylfason. Þarna er frétt um Reimar: Leikur að fjöreggi þjóðarinnar:
„Hópur fólks hefur nú um nokkurt skeið handleikið fjöregg þjóðarinnar, stjórnarskrá lýðveldisins, með glannalegri hætti en áður hefur sést. Nú er mál að linni“, segir Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.
Þá segir Reimar m.a. í grein sinni: „Fyrir liggur tillaga frá hópi sem kallar sig stjórnlagaráð. Tillagan er ónothæf og óboðlegt er að breyta öllum atriðum stjórnskipunarinnar í einu. Vissulega er eitt og annað í stjórnarskránni sem má færa til betri vegar, en ómögulegt er að gjörbylta kosningafyrirkomulaginu, störfum þings og framkvæmdavalds og ákvæðum um mannréttindi í einni svipstundu. Með því er núverandi stjórnskipun kastað fyrir róða og ófyrirsjáanleg áhætta tekin með framhaldið“.
Sigurður Líndal, lagaprófessor, sagði:
Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing skal Hæstiréttur skera úr um gildi kosninga fulltrúa á þingið. Þetta gerði Hæstiréttur með ákvörðun 25. janúar 2011 og lýsti kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 ógilda.
Ákvörðun Hæstaréttar verður ekki hnekkt og með lagasetningu sinni fól Alþingi æðsta handhafa dómsvaldsins endanlegt úrskurðarvald. Ákvörðun Hæstaréttar er því í reynd hæstaréttardómur eða að minnsta kosti ígildi slíks dóms.
Nú liggur fyrir þingsályktun um að skipa 25 manna stjórnlagaráð og binda skipun þeirra og varamanna við þá sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings eða með öðrum orðum binda kjörið við hóp manna sem hlutu ógilda kosningu og eru því umboðslausir.
Með þessu er Alþingi í reynd að fella ákvörðun Hæstaréttar úr gildi og ganga inn á svið dómsvaldsins.
Jafnframt virðir Alþingi ekki þrískiptingu ríkisvaldsins og brýtur þannig gegn stjórnarskránni, eða að minnsta kosti sniðgengur hana. Um leið ómerkir þingið eigin ákvörðun um að fela Hæstarétti endanlegt ákvörðunarvald.
Ekki bætir úr þótt einhverjar málamyndabreytingar séu gerðar á hlutverki stjórnlagaráðs frá því sem ákveðið var um stjórnlagaþing.
Það má svo sem segja að þetta sé í samræmi við það sem nú tíðkast í umgengni við lög og reglur, jafnt í stjórnmálum sem atvinnulífi.
En gott væri að þeir sem hyggjast taka sæti í stjórnlagaráði hugleiddu stöðu sína og þá jafnframt hvort þetta sé gæfuleg byrjun á því að setja nýja stjórnarskrá.
Elle_, 15.10.2012 kl. 00:02
En ég hef aldrei fengið svar við tveim spurningum, og vonandi getur einhver svarað hér; af hverju er svona hættulegt að almennur íslendingur komi nálægt endurskoðun stjórnarskrárinnar og af hverju getum við ekki fengið að kjósa einstaklinga í stað flokka (getur verið í því formi að hafa óraðaða lista)??????
larus (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 09:59
Takk fyrir athugasemdina Hrólfur. NEI við fyrstu spurningunni er aðalatriðið.
Jón Magnússon, 15.10.2012 kl. 12:27
Ég er í öllum aðalatriðum sammála þér Helgi þakka þér fyrir.
Jón Magnússon, 15.10.2012 kl. 12:28
Þakka þér fyrir gott innlegg Elle og góðar tilvitnanir. Ekki vanþörf á að benda fólki á þessi grundvallaratriði.
Jón Magnússon, 15.10.2012 kl. 12:29
Það er ekkert hættulegt við það að almenningur komi nálægt endurskoðun á stjórnarskrá. Í raun gerðu Svíar það. Þeir sendu hugmyndir og tillögur til allra hópa sem máli gátu skipt þegar þeir gengu frá vandaðri vinnu við breytingar á sinni stjórnarskrá. Svo er það annað Lárus og þar er ég alveg sammála þér með að það væri æskilegt að við gætum kosið einstaklinga. Ég hef verið baráttumaður fyrir einstaklingskjördæmum með tvöfaldri umferð þ.e. ef ekki fæst hreinn meiri hluti í fyrstu umferð þ.e. franska kerfið.
Jón Magnússon, 15.10.2012 kl. 12:31
Takk fyrir þetta Jón. En ég sé bæði hér og í fyrri greininni (nr. 1) að þú minnist ekki á að Framsóknarflokkurinn barðist líka fyrir því að það yrði kosið til stjórnlagaþings fyrir síðustu aþingiskosningar og þingmenn þess flokks tóku þátt í að samþykkja að farið yrði út í þær kosningar ásamt þingmönnum stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar (sjá hér: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=43029). Einn þingmaður kaus gegn því. Það var líka eitt af þeim skilyrðum sem Framsókn setti fram til að verja minnihlutastjórnina falli eins og þú manst líklega. En já, það virðist sem þingmenn flokksins séu margir hverjir snúnir af þessari braut...
Skúli (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 17:26
Ég benti á það í svari við athugasemd að það hafi gerst eftir að Guðni Ágústsson var hrakinn frá völdum í Framsóknarflokknum og nýr formaður tók við, en ég sé ekki betur en hann hafi gjörsamlega skipt um skoðun. Á þeim tíma taldi ný forusta Framsóknar að þetta væri til atkvæða.
Jón Magnússon, 15.10.2012 kl. 18:15
Ég var ein af 522 stjórnlagaþingmönnum til kosningar Jón og komst ekki.
Skil ekki þegar þú segir að þeir 25 sem voru kosnir hafi verið það af "minnihluta" Alþingis?
KV
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2012 kl. 23:27
Á Alþingi sitja 63 þingmenn. 30 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu Álfheiðar Ingadóttur um stjórnlagaráð. Það er minni hluti Alþingis.
Jón Magnússon, 16.10.2012 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.