Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskráin lagar ekki lífskjörin. Atlagan ađ stjórnarskránni VI)

Margir halda ađ tillögur stjórnlagaráđsins hafi ţýđingu varđandi breytingu á kvótakerfinu. Ţannig er ţađ ekki. Tillögur stjórnlagaráđs ţó samţykktar yrđu breyta engu um stjórn fiskveiđa.

Tillögur stjórnlagaráđs breyta engu um starfsemi fjármálafyrirtćkja eđa almenna starfsemi á markađi.

Tillögur stjórnlagaráđs  létta ekki af verđtryggingunni eđa lánaokrinu í landinu. Ţćr draga ekki úr hćttu á nýju bankahruni eđa spillingu í fjármálakerfinu.

Međ ţví ađ fara í ađför ađ stjórnarskránni eins og ríkisstjórnin beitti sér fyrir var athygli fólks beint frá mikilvćgustu úrlausnarefnum í ţjóđfélagsmálum en efnt til deilna um stjórnarskrána.

Mikilvćgasta viđfangsefniđ í ţjóđfélaginu í dag og allt frá bankahruni eru og hafa veriđ  ađ skapa viđunandi lífskjör fyrir unga fólkiđ í landinu sem og ađra. Ţađ verđur ađ búa ţannig ađ atvinnumálum ađ dugandi fólk hafi svipuđ kjör og á hinum Norđurlöndunum.  Ţá verđur ađ afnema verđtrygginguna og tryggja ađ fólk búi viđ svipuđ lánakjör og á hinum Norđurlöndunum.  Verđlag í landinu er  ţriđja atriđiđ sem mestu máli skiptir varđandi velmegun og lífskjör í landinu.

Ţessi atriđi  eru ţau sem mestu máli skipta til ađ koma hlutum í viđunandi horf eftir bankahrun. 

Ţessi mál urđu aukaatriđi eins konar afgangsmál. Ţess í stađ einhenti ríkisstjórnin sér í  umrćđur um formalisma og stjórnarskrá. Međ ţví ađ beina sjónum almennings í áttir sem skipta lífskjör og velmegun í núinu engu máli eins og stjórnarskrármáliđ tókst ţví miđur ađ rugla margt gott fólk í ríminu. Međ milljarđs kostnađi og einhliđa áróđri er síđan haldiđ fram ađ stjórnlagaráđstillögurnar séu eitthvađ annađ en ţćr eru.

Tillögur stjórnlagaráđs bjarga ekki húsinu ţínu frá uppbođi. Ţćr búa ekki til arđbćr störf eđa draga úr forréttindum eđa spillingu í ţjóđfélaginu. Tillögurnar fjalla um allt annađ.

Međ glöggum hćtti benda ţeir Skúli Magnússon hérađsdómari og dósent viđ H.Í og Ágúst Ţór Árnason formađur lagadeildar Háskólans á Akureyri á meginstađreynd í stjórnarskrármálinu og hvetja fólk til ađ segja NEI viđ fyrstu spurningunni á kjörseđlinum en ţeir segja:

" hryggjarstykki stjórnarskrárinnar á sér djúpar rćtur í íslensku samfélagi. Međ frumvarpi stjórnlagaráđs er gerđ tillaga um ađ ţessar rćtur séu rifnar upp og haldiđ verđi út í óvissuna."

Viđ skulum standa vörđ um rćtur og grundvöll íslensks samfélags og segja NEI viđ fyrstu spurningunni á kjörseđlinum.

Berjumst fyrir ţeim breytingum sem skipta máli varđandi lífskjör og velmegun í landinu tillögur stjórnlagaráđs fjalla ekki um ţau atriđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tessi faersla tyrfti lika ad birtast a prenti.

Ragnhildur Kolka, 18.10.2012 kl. 10:13

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ţakka ţér fyrir Ragnhildur. Ţađ má hver sem vill taka hana og birta hvar sem er.  Ef ţér finnst ţetta gott mál ţá birtu hana ţar sem ţú getur.  Einhliđa áróđurinn og rugliđ í málinu er búiđ ađ afvegaleiđa mikiđ af góđu og velmeinandi fólki ţví miđur.

Jón Magnússon, 18.10.2012 kl. 11:45

3 identicon

Já ţađ er skrítiđ hvađ algjörlega er búiđ ađ snúa öllu á hvolf í íslenskum veruleika.

Mín tilfinning er ađ ţetta sé íslenska útgáfan á wag the dog (http://www.imdb.com/title/tt0120885/)

Ísland á ekki her ţannig ađ viđ getum ekki fariđ í stríđ viđ einhvern til ađ forđa umrćđunni frá hlutunum sem viđ viljum ekki ađ sé rćtt um.

Ţađ er bara engin brú í NEINU í ţessu stjórnarskrármáli. Hvađ er ađ stjórnarskránni sem viđ höfum? má ekki rćđa ţađ í rólegheitunum međ samţykki meirihluta alţingis ?

Emil Emilsson (IP-tala skráđ) 18.10.2012 kl. 12:33

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eg laet ta hendur standa fram ur ermum og sendi hana inn a Facebook.

Ragnhildur Kolka, 18.10.2012 kl. 14:14

5 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Ţakka góđar greinar um ţetta mál, Jón.

Ţađ sem ég óttast mest er hvađ viđ tekur eftir ţessa skođanakönnun stjórnvalda. Ţađ skiptir í raun ekki máli á hvorn vegin hún fer, stjórnvöld munu geta nýtt sér báđar niđurstöđur til áframhaldandi illinda um ţetta mál.

Nú er kosningavetur hafinn og Alţingi mun verđa slitiđ fyrr en vanalega. Ţví er ljóst ađ vart verđur hćgt ađ komast ađ niđurstöđu um breytingu stjórnarskrár fyrir ţinglok og alls ekki gerđ nýrrar. Til ţess eru of miklar deilur í ţjóđfélaginu um ţetta mál, en grunnur stjórnarskrár hlýtur ađ byggja á sátt.

Ţađ er ţví skelfileg tilhugsun ađ stjórnarflokkarnir, sérstaklega Samfylking, muni geta viđhaldiđ illdeilum vegna ţessa máls í gegnum alla nćstu kosningabaráttu, ţegar svo mörg önnur ađkallandi mál ţyrftu ađ vera í fyrirúmi.

Ţar ber auđvitađ hćđst hvernig hćgt sé ađ koma á meiri verđmćtasköpun í landinu. Ţađ er í raun lausn flestra annara vandamála okkar. Aukin verđmćtasköpun er okkar eina raunhćfa leiđ úr ţeirri skuldasúpu sem ţjóđin er í, er okkar eina raunhćfa leiđ til betri lífskjara. En ţetta er ţó langtímaverkefni og ţví brýnt ađ finna bráđabyrgđalausnir til hjálpar fjölskyldum landsins, finna lausn til ađ koma grunnţjónustunni í viđunandi horf og fleira í ţeim dúr.

Ţessar bráđabyrgđalausnir áttu auđvitađ ađ vinna á núverandi kjörtímabili, samhliđa aukinni verđmćtasköpun. Ef stjórnvöldum hefđi auđnast ađ fara ţá leiđ vćri ástandiđ betra hjá okkur nú og viđ farin ađ sjá fram á veginn.

Ţess í stađ hafa stjórnvöld notađ ţetta kjörtímabil til gćluverkefna, međ tilheyrandi kostnađi, sem svo aftur hefur aukiđ enn á eymd landsmanna. Ţađ ţarf sérstakt fólk til ađ afreka slíkt, sérstakt fólk sem telur best ađ leggjast upp í rúm og lesa bók, međan húsiđ brennur!

Gunnar Heiđarsson, 18.10.2012 kl. 16:31

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ţađ er alveg rétt Emil ţađ er ekki neitt ađ núverandi stjórnarskrá. Ţjóđin á ađ breyta ţeim atriđum sem ţarf ađ breyta en ţađ var aldrei ţörf á eđa vit í ađ fara í ţennan leiđangur.

Jón Magnússon, 18.10.2012 kl. 17:45

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ţakka ţér fyrir Ragnhildur.  Ég reynin líka ađ dreifa ţessu sem mest. En mín reynsla er ađ blađagreinar skili sér ekki betur í lestri en bloggfćrslur.

Jón Magnússon, 18.10.2012 kl. 17:46

8 Smámynd: Jón Magnússon

Sem betur fer er margt Samfylkingarfólk sem hafnar ţessari fráleitu ađför ađ stjórnarskránni. Ţađ hefur sig bara lítiđ í frammi vegna Jóhönnu og gammanna hennar. Margt Samfylkingarfólk hefur komiđ ađ máli viđ mig og lýst áhyggjum sínum vegna stjórnarskrármálsins. En ég deili áhyggjum ţínum Gunnar ađ verđi ţađ niđurstađan ađ meiri hlutinn segi já í ţessari atkvćđagreiđslu ţá muni Jóhanna og hennar nótar nýta sér ţađ út í ćsar til ađ efna til enn meiri ófriđar og illdeilna. Ţau telja vćntanlega ađ ţađ sé vćnlegast sem innlegg í kosningabaráttuna ţannig ađ ekki verđi talađ um svikin t.d. varđandi lánamál heimilanna.

Jón Magnússon, 18.10.2012 kl. 17:49

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"hćttum ađ láta góđ mál láta gjalda málflytjenda"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2012 kl. 18:40

10 Smámynd: Jón Magnússon

Anna ţú fyrirgefur ég birti ekki í athugasemdum mínum tilvitnun í fés- og bloggfćrslu ţriđja ađila. Athugasemdirnar eru til ađ fólk geri athugasemdir viđ ţađ sem er sagt og fjalli um fćrsluna en komi ekki međ ađrar bloggfćrslur. Ţess vegna setti ég ekki fyrri athugasemdina ţína inn sem var bloggfćrsla ţriđja ađila frá ţví í gćr minnir mig.

Jón Magnússon, 18.10.2012 kl. 21:57

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok,ég skil.

Bara ađ fólk mćti á kjörstađ. Atkvćđarétturinn er svo dýrmćtur og viđ kunnum ekki ađ meta ţađ. Skítt međ já og nei, eđa skila auđu, bara ađ mćta sem góđur borgari í lýđrćđisríki!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2012 kl. 22:19

12 Smámynd: Björn Emilsson

Eina ástćđan fyrir baráttu Jóhönnu stjórnarinnar um breytingu á stjórnarskránni er vegna umsóknar Islands í Evrópubandalagiđ.

Björn Emilsson, 19.10.2012 kl. 01:19

13 identicon

Tek ţig á orđinu Jón og nota Briem ađferđina og pasta ţessari skyldulesningu sem víđast.

Hermóđur (IP-tala skráđ) 19.10.2012 kl. 07:17

14 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála ţér Anna. Mikilvćgt ađ fólk nýti atkvćđisréttinn.

Jón Magnússon, 19.10.2012 kl. 10:10

15 Smámynd: Jón Magnússon

Heldur ţú ţađ Björn.  Ég held ađ ţađ sé líka hluti af loforđum hennar viđ óeirđardeild vinstri sinnuđu háskólaprófessorana og skólaspekingana.

Jón Magnússon, 19.10.2012 kl. 10:12

16 Smámynd: Jón Magnússon

Ţakka ţér fyrir Hermóđur.

Jón Magnússon, 19.10.2012 kl. 10:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 695
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annađ

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband