31.10.2012 | 11:45
Hvað segja tölurnar okkur?
Niðurstaða Landskjörstjórnar um úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20.10. s.l. liggja fyrir. Á kjörskrá voru 236.903 kjósendur. Atkvæði greiddu 115.980 um 49% eða minni hluti kjósenda.
Þeir sem greiddu því atkvæði að leggja skyldi tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá voru 73.408 eða 31% kjósenda á kjörskrá. Það þýðir að 69% kjósenda greiddi þeirri tillögu ekki atkvæði sitt.
Hafa verður í huga að verið er að tala um mikilvægustu lagasetningu í þjóðfélaginu. Grundvöll stjórnskipunar og mannréttinda. Þegar áhugi fyrir breytingum á grundvallarlögum sem þessum nýtur ekki víðtækari stuðnings en raun ber vitni þá er spurning hvernig á að túlka það.
Þýðir þetta að alþingismenn séu bundnir við þessa niðurstöðu? Stjórnarskrárvarinn réttur þingmanna til að greiða atvkæði í samræmi við sannfæringu sína segir að svo sé ekki.
Ávallt hefur legið fyrir að Alþingi er stjórnarskrárgjafinn og þess vegna er búið að fara í vinstri hringleið með atlöguna að eðlilegri stjórnskipan í landinu sem hefur kostað mikið en skilað litlu.
Athyglivert er að skoða það að þeir stjórnmálaflokkar sem harðast börðust fyrir tillögum stjórnlagaráðs, Samfylking, Borgarahreyfingin og Vinstri grænir fengu samtals 109.805 atkvæði í síðustu Alþingiskosningum eða rúmum 36.000 atkvæðum meira en tillögurnar um stjórnlagaráðstillögurnar hlutu í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Segir þetta einhverja sögu?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 536
- Sl. sólarhring: 1367
- Sl. viku: 5678
- Frá upphafi: 2470062
Annað
- Innlit í dag: 499
- Innlit sl. viku: 5207
- Gestir í dag: 495
- IP-tölur í dag: 482
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Þótt "stóru línurnar" séu fróðlegar, er ég alls ekki ánægður með birtingu kosningaúrslita, eins og Landskjörstjórn birtir þau. Þeir birta nefnilega tölurnar eins og landið allt hafi verið eitt kjörsvæði. Ég tel að það verði að birta tölurnar, eins og um sex kosningar í hverju og einu kjördæmi hafi verið um að ræða. Þannig vil ég t.d. fá að sjá "kjörsókn" og "úrslit" í spurningunni um þjóðkirkjuna í Norð-Austurkjördæmi go bera það saman við "kjörsókn og úrslit" um sömu spurningu, t.d. í Suð-Vesturkjördæmi og svo koll af kolli!
Ég hef spurt Landskjörstjórn um þetta mál og þeir segja mér að Innanríkisráðuneyti hafi verið bent á þetta og óskað hafi verið eftir því að fá fjármagn til að afla þessara upplýsinga. Hvað svo verður, veit nú enginn, miðað við efndir loforða á þeim bæ (þ.e. ríkisstjórn)?!
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 14:31
Við sem ekki tókum þátt í þessari atkvæðagreiðslu litum á hana sem atkvæðagreiððlu um samsettning frá ólöglegu ráði og því ómarktæka. Lutum því ekki svo lágt fyrir hroka valdhafanna gagnvart dómstólunum, að taka þátt í ruglinu
Kári (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 15:43
Þakka þér fyrir góða ábendingu Halldór. Hagstofan sundurgreinir venjulega kosningar nokkuð vel en það tekur tíma þangað til þær upplýsingar koma.
Jón Magnússon, 31.10.2012 kl. 16:40
Ég veit það Kári það voru margir sem hugsuðu þannig. En þeir mættu líka láta heyra meira í sér.
Jón Magnússon, 31.10.2012 kl. 16:40
ótrúlegt hvernig þið sjallar reynið að fiska í gruggugu vatni. Kjósendur sem ekki taka þátt í kosningum eru einfaldlega ekki með í menginu og því þýðir ekkert að skella þeim á aðra hvora línuna. Þeir voru einfaldlega ekki með, það er ekkert hægt að flækja þetta. Ég t.d. komst ekki á kjörstað þennan dag en Bjarni Ben og þú leyfið ykkur að túlka það að ég hefði kosið samkvæmt ykkar höfði hefði ég mætt! Hreinn og klár dónaskapur að gera hálfri þjóðinni upp skoðanir.
Óskar, 31.10.2012 kl. 20:48
Mengið er allir kjósendur á kjörskrá Óskar það þarf ekkert að flækja það. Ég hef aldrei sagt eitt eða neitt um það hvernig þú mundir hafa greitt atkvæðí. Ég bendi einfaldlega á tölulegar staðreyndir. Það er hvergi í þessari færslu sem þú ert að gera athugasemd við sagt eitt eða annað um það hvað þú eða þínir líkar hefðu kosið.
Jón Magnússon, 31.10.2012 kl. 23:07
Aðeins um 15% kjosenda mættu á kjörstað og sögðu NEI við tillögunum.
Það þýðir að um 85% allra kjósenda höfnuðu ekki tillögunum.
Ansi stór meirihluti það.
Skeggi Skaftason, 31.10.2012 kl. 23:29
Í vændum er kosning í valdamesta og mikilvægasta embætti í heimi, embætti forseta Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það hve gífurlega mikilvæg sú kosning er, liggur fyrir að svipuð niðurstaða verði og í forsetakosningum vestra hingað til: Yfir 70% fólks á kosningaaldri í Bandaríkjunum mun ekki hafa áhuga á þessum mikilvægu kosningum svo að notað sé orðalag þitt og skilningur, og að aðeins rúm 25% munu ljá komandi forseta stuðning sinn.
Og í sumar töldu aðeins um 34% kosningabærra Íslendinga sig geta ljáð Ólafi Ragnari Grímssyni atkvæði sitt. Samt var réttilega talað um að hann hefði unnið stórsigur í kosningunum og fengið 52% atkvæða, og þetta sögðu margir þeirra sem taka alveg öfugan pól í hæðina varðandi stjórnarskrárkosningarnar.
Ómar Ragnarsson, 31.10.2012 kl. 23:56
Með nákvæmlega sömu hundakúnstum í útreikningi má benda á að um 37.000 atkvæðabærra manna greiddu atkvæði gegn því að að leggja skyldi tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá sem eru um 15% það merkir að um 85% eru því ekki andvígir að leggja skuli tilögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Ragnar Sverrisson (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 00:57
Þó einn og einn Samfestingur eins og Óskar, hafi ekki náð á kjörstað, þá breitir það ekki því, að mengi þeirra sem ekki mættu, ákváðu að taka ekki þátt í þessum dónaskap við lög og rétt í landinu.
K.H.S., 1.11.2012 kl. 08:59
Það er ekkert sem liggur fyrir um það að stór hluti kjósenda hafi ekki kostið vegna þess að þeir hafi talið kosninguna ólöglega. Það er allt eins líklegt að það hafi verið vegna þess að þeir hafi ekki talið að neitt yrði gert með niðurstöðuna. Það er til dæmis staðreynd að almennt er kjörsókn mun lakari í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslum heldur en bindandi þjóðaratkvæðagreiðslum.
Bara það eitt að kjörsókn var mun meiri í Garðabæ og Álftanesi þar sem líka var kosið um sameiningu þessara bæjarfélaga sem var bindandi kostning segir ansi margt.
Niðurstaða kosninganna var í mjög góðu samræmi við niðurtöðu skoðanakönnunar sem gerð var í apríl. Það er því allt sem bendir til þess að skoðanir þeirra sem ekki mættu hafi verið mjög svipaðar og þeirra sem mættu á kjörstað. Það er einna helst hvað varðar þjóðkirkjuákvæðið sem niðurstaðan var önnur en í skoðanakönnuninni og niðurstaðan varðandi þá spurningu er í raun eina tilfellið þar sem líkur eru á að dræm þátttaka hafi leitt til annarrar niðurstöðu en í raun er meðal þjóðarinnar.
Það var aðeins 44 prósent kosningaþátttaka þegar við kusum um fullveldið árið 1918. Samt er engin í vafa um að það hafi verið vilji meirihluta þjóðarinar að stíga það skref. Með sömu rökum og sumir hafa beitt eftir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu þá var ekkert að marka þá kosningu og þar með erum við þá væntanlega ekki fullvalda ríki heldur hluti af Danmörku og þar með aðilar að ESB. Ég persónulega hefði ekkert á móti því síðarnefnda en að sjálfsöðgu er þetta ekki svona.
Lykilatriðið er þó það að það er klárlega mikill meirihlutavilji fyrir því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grunvallar breytingu á stjáórnarskránni, að auðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði skilgreindar í þjóðareigu, að persónukjör verði heimilað í meira mæli en nú er, að vægi atkvæða verði jafnað og að ákveðin hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Þegar saman fer niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar og skoðanakönnun þá er þetta klárlega staðreynd málsins.
Sigurður M Grétarsson, 1.11.2012 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.