Leita í fréttum mbl.is

Vesalings prófessorinn.

Sumir róttækir vinstri menn eru svo illa haldnir af mannfyrirlitningu gagnvart  þeim sem eru á öndverðum meiði við þá í pólitík að þeir mega ekki heyra af mannkostum þeirra án þess að hreyta í þá ónotum. Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands er einn þessara manna.

Í gær benti ég á bók sem fyrrum lífvörður Margaret Thatcher skrifaðu um hana og þær fallegu lýsingar sem hann gaf af henni sem umhyggjusamri og góðri konu. Konu sem hugsaði vel um starfsfólkið sitt.

Þetta var of mikið fyrir Stefán Ólafsson sem í blindu ofstæki hefur fundið út að skrif mín um Margaret Thatcher stafi af meiriháttar plotti frjálshyggjumanna. Auk þess sem fátækt barna sé sópað undir teppið. Þau tilþrif prófessorsins eru þess eðlis að ég hlakka til að svara honum hvað það varðar. Ég mun gera það fljótlega með grein í Morgunblaðinu.

Prófessorinn finnur það út í sínum tryllta pólitíska hugarheimi að ég sé að hippavæða frjálshyggjuna með þessum skrifum og kasta sauðagærunni yfir gráðuga fjárglæfrafólkið sem í mér og öðru markaðshyggjufólki búi. Mig skorti hugmyndaflug til að átta mig á þessu alheimsplotti mínu, sem Stefán Ólafsson telur sig hafa afhjúpað.

Af tilliti til andlegrar og pólitískrar heilsu Stefáns Ólafssonar prófessors mun ég láta hjá líða um stund að benda á hvað Ronald Reagan var einstaklega vænn maður og vandaður til munns og handa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já góður pistill hjá þér kæri Jón um hinn frábæra stjórnmálamann Margaret Thatcher. Þetta heyrði maður ávallt um hana þó ekki væri það um farvegi meirihluta heimspressunnar sem virðist vera í samstarfi á alheimsvísu um að skrifa einungis illa og helst hæða merka stjórnmálamenn eins og Thatcher og Ronald Reagan, svo ekki sé talað um Bush.

Annars á Reagan kannski ekki manngæskuna svo langt að sækja, hann átti ömmu sem var Skagfirðingur.

ORG ættfræðiþjónustan á afrit fæðingarvottorðs hennar.

Hann virðist meiri frændi okkar en þessar svokölluðu frændþjóðir okkar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.11.2012 kl. 22:17

2 identicon

Þú ert nú óþarflega æstur Jón minn. Ég var ekki að kasta neinum hnútum að þér í pistli mínum. Bendi bara á að þó Margrét hafi verið umhyggjusöm við þá sem nær henni stóðu þá jókst fátækt og ójöfnuður í stjórnartíð hennar, eins og yfirleitt gerist þegar frjálshyggjustefnu er beitt.

http://blog.pressan.is/stefano/2012/11/04/margret-thatcher-jok-fataekt-og-ojofnud/

Þar fyrir utan er ég ekki vinstri öfgamaður heldur stuðningsmaður blandaða hagkerfisins - sem oftast telst vera miðjustaða í pólitísku litrófi.

Bestu kveðjur.

Stefán Ólafsson (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 22:32

3 identicon

Sæll Jón,

Ég vil bara taka undir með manninum sem sagði einhvernvegin svona á bloggsíðu:

"Að hver sem mæti Jóni Magnúsi lögmanni eigi að gefa honum utanundir".

Kannski ekki málefnalegt en samt gott.

Kv. Guðmundur

Guðmundur H Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 07:07

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Prédikari. Það hlýtur að vera að Reagan eigi ættir að rekja til Skagafjarðar. Hann var svo flottur og skemmtilegur.

Jón Magnússon, 6.11.2012 kl. 09:52

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er alls ekkert æstur.  En í færslu minni um bók lífvarðar Margaret Thatcher var ég að tala um einstakling og þá röngu mynd sem  hafði verið búin til í fjölmiðlum af henni miðað við það sem segir í bók lífvarðarins. Hvað svo sem líður tölfræðinni þinni sem ég mun svara á öðrum vettvangi þegar ég hef tíma til, þá var ástandið orðið mjög slæmt í Bretlandi þegar Margaret Thatcher tók við og ég tel að hún hafi stýrt landinu úr aðsteðjandi kreppu.  En það er annað mál.

Jón Magnússon, 6.11.2012 kl. 09:54

6 identicon

Predikari @1.  Hér duga engar hálfkveðnar vísur.  Hvað hét hin meinta skagfirska amma Regans og hverra manna var hún.  Það er nú skárri andskotinn ef maður er skildur skelminum þeim eftir allt saman ;-)

Annars er írska blóðið svo sterkt í Íslendingum að eftir þessu fer að meiga tala um "Vesturíslendinginn" Regan. Maðurinn sem tæmdi alla sparisjóði, íslenskur í aðra röndina,hm.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 326
  • Sl. sólarhring: 640
  • Sl. viku: 4147
  • Frá upphafi: 2427947

Annað

  • Innlit í dag: 301
  • Innlit sl. viku: 3837
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband