Leita í fréttum mbl.is

Prófkjör og pólitík

Því miður er svo komið að fáir nýir frambjóðendur í prófkjörum flokkana hafa kveðið sér hljóðs í þjóðmálum svo eftir hafi verið tekið áður en þeir tilkynntu framboð sitt.  Þetta á þó ekki við um þá alla og sumir hafa iðulega vakið athygli fyrir skarpskyggni og stefnufestu.´

Óli Björn Kárason er einn þeirra manna sem þarf á stuðningi að halda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á morgun laugardag. Óli Björn hefur ítrekað tekið til máls og verið góður málsvari markaðskerfisins og traustur í málefnalegri baráttu á hægri vængnum.  Óli Björn hefur gefið út bækur um pólitík m.a. eina í miðjum prófkjörsslagnum.

Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn gæti þess að velja frambjóðendur þannig að þeir endurspegli þann breiða hóp fólks sem styðja Sjálfstæðisflokksins. Þar mega einstrengisleg sjónarmið og viðhorf ekki ráða för. 

Kjósendur í prófkjörum verða að gæta þess að þeirra er ábyrgðin. Vilji þeir auka virðingu Alþingis þá verða þeir að velja þann hóp sem líklegastur er til að skila bestu vinnunni og auka virðingu og vitsmuni á Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 873
  • Sl. viku: 2666
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2496
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband