11.11.2012 | 10:56
Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi
Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi styrkja flokkinn að því leyti að þau endurspegla málefnalega breidd í flokknum. Formaður flokksins fékk þó ekki viðunandi kosningu. Hann er þó ekki fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins sem þarf að sæta slíkum örlögum.
Afgerandi stuðningur við Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem hefur verið stefnufastur og skeleggur þingmaður og stuðningsmaður aðildarviðræðna við Evrópusambandið sýnir að kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins telja rétt að slíkar skoðanir eigi heima í Sjálfstæðisflokknum.
Jón Gunnarsson er duglegur þingmaður og málefnalegur. Ég var aldrei í vafa um að hann mundi njóta þeirra verka. Spurningin var hvort hann mundi ná öðru sæti eins og hann sóttist eftir eða því þriðja.
Sigurvegarinn í prófkjörinu er nýliðinn Vilhjálmur Bjarnason. Stuðningur við hann kemur ekki á óvart. Við sem þekkjum Vilhjálm vitum að hann er skemmtilegur maður og skoðanafastur. Hann hefur látið þjóðmál til sín taka þó það hafi ekki verið í flokksstarfi í Sjálfstæðisflokknum. Jákvæði kynning í spurningaþáttum í sjónvarpi kynnti hann og nafn hans var þekkt af góðum, skemmtilegum og vitsmunalegum tilþrifum. Vilhjálmur eyddi nánast engum peningum í prófkjörsbaráttuna og fór gegn formanni flokksins þó það væri allt kurteislega gert.
Elín Hirst nýtur langra starfa sem fréttamaður á RÚV. Elín Hirst er hins vegar ekki ókunn störfum Sjálfstæðisflokksins þó hún hafi ekki beitt sér með virkum hætti undanfarin ár. Slíkt samræmdist ekki stöðu hennar sem fréttamaður á sínum tíma. Elín tók þátt í störfum flokksins í ungliðahreyfingunni og skilaði á sínum tíma róttækum hugmyndum um nauðsyn endurskipulagningar flokksins.
Persónulega vonaði ég að Óli Björn Kárason fengi meiri stuðning. Óli Björn hafur verið virkur í pólitískri stefnumótun hægri manna. Óli Björn má þó vel við una þar sem hann kom seint inn í baráttuna og rak hana ekki af miklum þunga eða eyddi í hana fjármunum sem máli skipta.
Miðað við skoðanakannanir má ætla að þau sem lentu í 6 efstu sætunum í prófkjörinu nái kjöri á Alþingi næsta vor. Allt eru þetta góðir fulltrúar og traust fólk, en stóra vandamálið er hins vegar að engin í þessum hópi hefur áhuga á mikilvægasta velferðarmálinu sem er afnám verðtryggingarinnar. Ég vona að þau athugi að það mál kann að skipta sköpum um fylgi eða fylgisleysi Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Evrópumál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 2
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 1476
- Frá upphafi: 2488162
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1352
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson
Athugasemdir
Hvaða skilaboð eru það til Bjarna Ben ef að Hanna Birna fær afgerandi kosningu í 1. sætið í prókjörinu í Reykjavík?
Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 11:11
Ég sé ekki betur en að með þetta fólk innanborðs, sé nánast ljóst að þeir muni fara í eina sæng með Samfylkingunni, flokkinn sem vill ekki afnema verðtrygginuna en vilja ólmir komast undir verndarvæng EU. Ég er sjálfstæðismaður en ég get ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn með svona fólk uppi á dekki.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 11:22
Er það bara mér sem finnst það skrítið að það er talað um 54% kosningu Bjarna sem formanns í þessu prófkjöri en mér sýnist Árni Páll hafa fengið 49% í sínu prófkjöri ?
Varðandi verðtrygginguna þá er hún mæling á efnahagsstjórnina, ég er sjálfur með verðtryggt lán og sé hversu rosalega það hækkar alltaf, en mun fólk eiga auðveldara með að takast á við mjög sveiflukenndar afborganir vegna hækkunar vaxta á óverðtryggðum lánum ?
Ég hef hinsvegar trú á því að með lækkandi sköttum og auknum hagvexti (þegar vinstri stjórnin er farin frá) þá munu þessir hlutir vonandi batna.
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 12:34
Sæll Jón
Að mínu mati tel ég það vera vel viðunandi fyrir Bjarna þessi kosning,Flokkurin það mikið af hæfu fólki framm að bjóða og stuðningur við það er góður það sínir að mínu mati að það muni þjappa sér saman meira með svona kosningu því stirkur manna er mikill innan Sjáfstæðisflokksins og þannig munum við lifta þjóð vorri úr viðjum eimdarinnar sem aldrei firr áfram XD.
Jón Sveinsson, 11.11.2012 kl. 14:07
Það er nokkuð víst að margir sauðtryggir sjálfstæðismenn hafa kosið Bjarna, með mikið óbragð í munninum. Eingöngu vegna flokkshagsmuna. Mér þykir Emil Emilsson vera bjartsýnn maður. Telur ekki enn fullreynt með efnahagsstjórn okkar íslendinga og þar með að verðtryggingin verði ekki vandamál. Verðtryggingin er einn stærsti orsakavaldur verðbólgunnar. Sjálfvirk svikamylla sem viðheldur endalausri hækkun vísitalna og þenslu.
Þórir Kjartansson, 12.11.2012 kl. 10:25
Í USA gildir um jafngreiðsluveðskuld til 30 ár : Að föst heildar skuld 18,5 milljónir vegna 10 milljóna útborgunnar. Föst greiðsla 51.000 kr á mánuði , skilar raunvirði til baka, [fasteignsköttum] og verðbótum vegna 150% verðbólgu. Gera ráð fyrir meiri launhækkunum er ekki leyst erlendis.
Þar sem heildar vextir eru fastir er engar sveiplur , en mörgum útlendingnum finnst finnst fyrstu 5 árin erfið , varla mörgum Íslendingum.
Þess raunvaxtalausu verðtygginga veðskuldir : munu skila meiri kaupmætti, betri viðhaldi fasteigna, meira raunvirði frasteignaskattaprósentu og söluverði á fermetra.
USA stjórnsýslan [þýska, Enska, hollenska,...]er með mikið meira fjármála og viðskiptavit, skammtíma og langtíma, en sú Íslenska að mínu mati.
Júlíus Björnsson, 12.11.2012 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.