Leita í fréttum mbl.is

Ítrekađ lögbrot umbođsmanns Alţingis

Umbođsmađur Alţingis hefur ţađ hlutverk ađ gćta ţess ađ stjórnsýslan fari ađ lögum, starfi samkvćmt vönduđum stjórnsýsluháttum og siđareglum.  Umbođsmanni ber ađ gefa Alţingi og almenningi árlega skýrslu um starfsemi sína, og segir í lögum um umbođsmann nr. 85/1997 ađ skýrsluna skuli „prenta og birta opinberlega fyrir 1. september ár hvert“.

Í byrjun ţessa mánađar var fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alţingis ţar sem nýútkomin skýrsla Tryggva Gunnarssonar, umbođsmanns Alţingis, fyrir áriđ 2011 var kynnt.  Ţetta var um tveimur mánuđum eftir lögbundin tíma.  Skýrsla umbođsmanns fyrir áriđ 2010 kom einnig töluvert eftir lögbundinn tíma.  Ţannig hefur umbođsmađur ítrekađ brotiđ lög sem um störf hans gilda.  

Tryggvi Gunnarsson, umbođsmađur, hefur í fjölmiđlum boriđ ţví viđ ađ stofnunin sé fáliđuđ og verkefnin hafi aukist.  Sjálfsagt geta flestar stofnanir ríkisins sagt sömu sögu.  Umbođsmađur sjálfur hefur dćmt slík viđhorf léttvćg og ekki sparađ stóru orđin ţegar stjórnsýslustofnanir brjóta gegn lögbundnum frestum.  Ţannig sagđi hann t.d í einu máli :

„Ţegar löggjafinn hefur bundiđ afgreiđslufresti í lög ber stjórnvöldum ađ haga skipulagi í störfum sínum og međferđ mála međ ţeim hćtti ađ tryggt sé ađ ţessir frestir séu haldnir“.

Ţađ er illt í efni ţegar eftirlitsađili stjórnsýslunnar brýtur ítrekađ lög.   Umbođsmađur Alţingis getur ekki gert minni kröfur til sjálfs sín en hann gerir til ţeirra sem eftirlit hans beinist ađ – ţá glatar embćttiđ trúverđugleika og athugasemdir ţess missa marks.

Nú er spurningin hvernig Alţingi  tekur á ítrekuđu lögbroti undirstofnunar sinnar, einkum í ljósi atlögunnar ađ Ríkisendurskođun.  Alţingismenn hafa viđhaft stór ummćli um reglufestu, ábyrgđ og ađhald í stjórnsýslunni.  Starfsemi umbođsmanns er á ábyrgđ Alţingis. Nú reynir á hvort ađ ţingmönnum er alvara eđa hvort undirstofnun ţingsins kemst upp međ lögbrot og slćma stjórnsýslu áminningarlaust?

(Grein sem birtist í Morgunblađinu í dag 13.11.2012.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viđ ţurfum ekkert ađ kippa okkur upp viđ seinagang hjá embćttum alţingis. Umbođsmađur alţingis. Hefur hann nokkuđ úrslitavald í einu eđe neinu? Var ekki Ríkisendurskođun lika eitthvađ aftarlega á merinni tímalega séđ? Átta eđa níu ár var skýrslan í bígerđ. Fyrir rest var litiđ á ţessa pappíra sem nokkurs konar sagnarit sem hentugt vćri ađ grípa í til seinni tíma litiđ. Já, ţađ gerast hlutir í kring um Alţingi ennţá.Og ekki er öll nótt úti enn, sagđi draugurinn. Svo viđ eigum von á ýmsum skondnum gjörningum frá ţeim sem sem vilja selja undan okkur Hólmann.

jóhanna (IP-tala skráđ) 13.11.2012 kl. 23:37

2 Smámynd: Óli Már Guđmundsson

Ég held ađ alţingismennirnir séu ekki í stakk búnir ađ dćma einn eđa neinn, ekki fyrr en ţeir hafa gert hreint hjá sér međ peningamál sín í prófkjörum og kosningum.

Óli Már Guđmundsson, 14.11.2012 kl. 10:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 341
  • Sl. sólarhring: 564
  • Sl. viku: 4162
  • Frá upphafi: 2427962

Annađ

  • Innlit í dag: 313
  • Innlit sl. viku: 3849
  • Gestir í dag: 299
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband