Leita í fréttum mbl.is

Old enough to kill but not for voting

Á tímum stríðsins í Víetnam var herskyldualdur í USA 18 ár en kosningaaldur 20 ár. Það var gagnrýnt m.a. með ofangreindum orðum úr alþekktu ádeilukvæði frá þeim tíma. Svo fór að talið var eðlilegt að samræma aldursmörk í því landi og herskylda, atvkæðisréttur og fleira miðað við 18 ára aldur.

Lögræðislög kveða á um það hér á landi að fólk verði lögráða þ.e. sjálfráða og fjárráða 18 ára. Kosningaréttur er líka miðaður við sama aldur.

Nú hefur Árni Þór Sigurðsson alþingismaður lagt fram frumvarp til laga sem felur það í sér að ósjálfráða og ófjárráða unglingar fái kosningarétt 16 ára og rökstyður það m.a. með því að stjórnmálavitund unglinga muni aukast við það auk þess sem um siðferðilegan rétt unglinganna sé að ræða.

Þá má spyrja við hvaða aldursmark byrjar hinn siðferðilegi réttur unglinganna og má ekki með sama hætti rökstyðja það með sama hætti að stjórnmálavitun unglinga mun yngri en 16 ára muni að sama skapi aukast fái þau kosningarétt.

Sé það svo að það sé siðferðilegur réttur 16 ára unglinga að fá kosningarétt. Hafa þau þá ekki líka siðferðilegan rétt til að fá lögræði við sama aldursmark?

Er annars nokkur glóra í að færa kosningaréttinn niður í 16 ár og sé svo af hverju þá ekki 15.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þótt það séu vissulega til undantekningar, þá er heilinn í 16 ára krökkum ekki nægilega þroskaður til þess að taka góðar og vel ígrundaðar ákvarðanir.

Heilinn tekur þroskastökk einhverntímann eftir 18 ára aldurinn, og er hann fullþroskaður um 25 ára aldur.

Svo það er ekkert siðferðilega rétt við að gefa 16 ára börnum kosningarétt.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.11.2012 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 4115
  • Frá upphafi: 2427915

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 3806
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband