Leita í fréttum mbl.is

Voru úrslitin óvænt?

Niðurstöðu úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Spurning var hvað mikinn stuðning Hanna Birna Kristjánsdóttir fengi í fyrsta sætið. Flestum var ljóst að hún hefði mestan stuðning í það sæti. Sigur hennar varð mun meiri en flestir höfðu búist við.

Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa mátt sitja undir neikvæðri umræðu þetta kjörtímabil og þurfa að sæta því að þessu sinni að fylgi þeirra er minna en í síðasta prófkjöri. Spurning var hvor þeirra næði öðru sætinu. Flest atkvæði í annað sætið fékk Guðlaugur en uppsafnað fylgi í fyrsta og annað sæti var meira hjá Illuga. Því er haldið fram að þessi niðurstaða sé meiri háttar áfall fyrir þá. Sú staðhæfing er vafasöm í meira lagi. 

Illugi Gunnarsson þurfti að sitja undir neikvæðri umræðu í upphafi kjörtímabilsins. Sama átti sér stað þegar hann var kjörinn þingflokksformaður. Illugi hefur þrátt fyrir það sterka stöðu og þeir sem til hans þekkja vita að hann er í fremstu röð varðandi þekkingu og úrræði í mörgum mikilvægustu málaflokkum.

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur verið einn öflugasti þingmaður flokksins þetta kjörtímabil og þekking hans og reynsla mun áfram skipa honum á fremsta bekk þingmanna flokksins hvað sem líður þessum úrslitum.  Guðlaugur þurfti að sitja undir skipulagðri rógsherferð DV en stóð hana af sér þó þeirrar atlögu hafi séð merki í niðurstöðu prófkjörsins.

Sigurvegarar prófkjörsins auk Hönnu Birnu eru Brynjar Níelsson og Pétur Blöndal. Stuðningur við Pétur kom ekki á óvart.

Brynjar Níelsson nær betri árangri en nýliðar í prófkjöri flokksins hafa almennt gert. Hann kemur sterkur inn í stjórnmálin og við hann eru bundnar miklar væntingar.

Ég hefði viljað sjá að Sjálfstæðisfólk veita Jakob Ásgeirssyni meiri stuðning. Hann hefði markað sér  stöðu sem hugmyndafræðileg samviska flokksins auk þess að hafa trausta sýn á baráttu gegn spillingu.

Prófkjör eru prófkjör en nú verða menn að snúa bökum saman til að tryggja að vitræn ríkisstjórn veði í landinu á næsta kjörtímabili.  Listi flokksins í Reykjavík er það sterkur að flokkurinn ætti að geta náð fyrri stöðu sinni í Reykjavík í kosningunum í vor.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir með þér að þetta er sigurstranglegur listi. Allt gott fólk og öflugt hver á sinn hátt. Þegar svona stór hópur af frambærilegur fólki gefur kost á sér til þingsetu segir sig sjálft að ekki ná allir þeim árangri sem þeir leituðu eftir. Jakob átti svo sannarlega erindi þarna inn, en hann geldur fyrir að hafa ekki verið nógu sýnilegur. Það sama á við ýmsa aðra.

Ragnhildur Kolka, 25.11.2012 kl. 17:11

2 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir innleggið Ragnhildur. Sammála þér.

Jón Magnússon, 26.11.2012 kl. 00:16

3 Smámynd: Snorri Bergz

Brynjar Níelsson í innanríkisráðuneytið? Hann þekkir a.m.k. dómskerfið ágætlega!

Snorri Bergz, 26.11.2012 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 494
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband