Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar bókin.

Í bókabúðum og stórmörkuðum landsins svigna borð undan þeim tæplega 1000 bókum sem gefnar eru út fyrir þessi jól. Bóksala er mjög takmörkuð nema bara í desember. Þess vegna er rangt að við séum bókaþjóð. Við erum bókagjafaþjóð. 

Mér virtist sem verð á ýmsum þýddum skáldverkum væri um 5.000 krónur. Sumar dýrari aðrar ódýrari. Aðrar bækur almennt dýrari. Hægt er að deila um hvort það er dýrt eða ódýrt. Hitt er ljóst að fæstir höfundar fá lágmarkslaun fyrir vinnu sína við samningu og frágang bóka sinna. Hönnun, umbrot, pappír, prentun og markaðssetning kostar sitt. Bókagjafaþjóðin gefur nefnilega innbundnar bækur. Þegar allt kemur til alls þá eru bækur sennilega ekki dýrar miðað við tilkostnað.

Í gær keypti ég tvær bækur inn á lestölvuna mína frá Amason. Að sjálfsögðu fara þær ekki í bókahillur eða verða gefnar. Komnar hingað í bókabúðir innbundnar hefði hvor um sig sennilega kostað nálægt 10 þúsund krónur og því prýðis jólagjöf. Kostnaður minn var þó rétt um 2.000 íslenskar krónur fyrir báðar bækurnar eða innan við helming af þýddri, innbundinni spennusögu í bókabúð í Reykjavík.

Spurning er þá hvað er dýrt og hvað er ódýrt og hvernig ráðstafar neytandinn peningunum sínum sem best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tek undir það að íslendingar eru sennilega ekki mikil bókaþjóð. Bókagjafaþjóð er sennilegra. Ég ferðaðist í neðanjarðarlestinni í London í fyrrasumar og sá að næstum allir voru lesandi bækur. Tiltölulega lítið hlutfall var með pappírböndul í hönd. Flestir héldu á Kindle eða iPad.

Enda ekki furða. eBækur eru yfirleitt töluvert ódýrari. Stundum kosta þær ekki neitt. Margir höfundar sem eru að reyna fyrir sér selja bækurnar á 1-3 pund. Og þú getur haft allt bókasafnið með þér.

Það er auðvitað tímaspursmál hvenær pappírsbækurnar verða eins og vínil plötur. Dýr lúxusvara fyrir safnara. En íslendingar eru á eftir í þessu og lesa sennilega minna en margar aðrar þjóðir.

Villi Asgeirsson, 30.11.2012 kl. 09:28

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Maður hefur safnað að sér á þriðja þúsund bóka í gegnum árin. Mikið óskaplega vildi ég að þær væru allar í rafrænu formi. Vitaskuld er gaman að eiga bækur en þær taka pláss, safna ryki og sumar hverjar beinlínis lykta. Eins og þú hef ég keypt rafbækur. Þær eru frábærar og ódýrar. Vandinn við íslenskar rafbækur er að þær eru dýrar, alltof dýrar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.11.2012 kl. 13:28

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

tími til kominn að leiðrétta það að við séum bókaþjóð - bókagjafaþjóð er rétt - það er líka auðvelt að gefa bók. og jú bókin er dýr

Rafn Guðmundsson, 30.11.2012 kl. 20:04

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér Villi að við lesum minna en fólk í mörgum nágrannalöndum okkar.  Ég held að e bækur séu framtíðin varðandi almennt lesefni og fræðibækur, en listaverkabækur og sérútgáfur haldi velli í bókarforminu.  Þetta sem þú lýsir úr neðanjarðarlestinni er líka mín reynsla

Jón Magnússon, 1.12.2012 kl. 14:58

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það er svo auðvelt að safna bókum Siggi fyrir okkur sem höfum gaman að þeim og lesum bækur. Ég tók þá ákvörðun fyrir aldamót að losa mig við bækur sem ég les ekki aftur og hafa ekki minningarlegt eða fjárhagslegt gildi. Mér tókst að minnka bókasafnið mitt um rúmlega 2/3. Rafbækur eru dýrar og það verða þær meðan þær eru nýung í landinu.

Jón Magnússon, 1.12.2012 kl. 15:01

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Rafn. Bókin er hentug jólagjöf sérstaklega fyrir fólk sem á allt.

Jón Magnússon, 1.12.2012 kl. 15:02

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér þykir þú róttækur, Jón. En kannski að maður ætti að fara að þínu fordæmi. Fullt af bókum sem maður les aldrei og hefur eiginlega ekkert gaman af.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.12.2012 kl. 17:51

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta var ekki róttækni Sigurður heldur nauðsyn. Ég taldi mér trú um að ég yrði að búa í mörghundruð fermetra einbýlishúsi af því að ég var búinn að fylla það að stórum hluta af bókum.

Jón Magnússon, 1.12.2012 kl. 18:29

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég á eina bók sem ég mun þó ekki henda og það er fimmtíu ára afmælisrit Heimdallar. Ekki endilega vegna efnis bókarinnar, sem þó er ansi þétt og gott, heldur vegna áritunarinnar á þriðju blaðsíðu. Þar rituðu sautján manns úr stjórn og varastjórn félagsins nöfn sín á hátíðarfundi. Þá varst þú formaður, minn kæri. Þetta er dæmi um það sem aldrei verður unnt að gera á sama hátt á rafbók.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.12.2012 kl. 20:15

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég á samskonar rit Sigurður og því hendi ég ekki eða gef.

Jón Magnússon, 3.12.2012 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 503
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband