Leita í fréttum mbl.is

Arftakinn

Flokkseigendafélag Samfylkingarinnar hefur fundið arftaka Jóhönnu Sigurðardóttur.  Ekki hefur þvælst fyrir þokkalega glöggskyggnu fólki, að Jóhanna hefur lagt spilin þannig að Guðbjarti  Hannessyni kennara og velferðarráðherra, mætti vera það sem mest að gagni. Á sama tíma hefur hugsanlegum mótframbjóðendum verið ýtt markvisst til hliðar eins og gerist iðulega í sósíalískum flokkum.

Arftakinn hefur skilað svo góðu starfi að leitun er á öðru eins  í pólitískri sögu þjóðarinnar. Þannig segja flokkseigendur Samfylkingarinnar alla vega söguna. Þeir sem horfa á feril Guðbjarts með öðrum augum sjá hins vegar stjórnmálamann sem hlýðir foringja sínum og leiðtoga skilyrðislaust og klappar jafnan hæst og lengst þegar hún gengur í salinn, úr salnum eða lýkur ræðum sínum.

Þrátt fyrir að Guðbjartur hefði takmarkaða þingreynslu var hann  gerður að Forseta Alþingis árið 2009. Um leið og Jóhanna gat skákað málum svo til varð Guðbjartur ráðherra árið 2010. Á sama tíma var Árna Páli og Degi B. Eggertssyni skákað til óæðri verka svo þeir mundu ekki þvælast fyrir arftakanum.

Um leið og arftakinn lýsti yfir framboði sínu lýstu foringjar í pólitískri lífvarðasveit Jóhönnu yfir eindregnum stuðningi  við arftakann, þannig að minnti á yfirlýsingar kínverska kommúnistaflokksins þegar Hua Kuo Feng varð arftaki Mao Tse Tung.

Venjulegir Íslendingar velta  fyrir sér hvort verið sér að verðlauna Guðbjart fyrir að hafa stýrt svikum Samfylkingarinnar í kvótamálinu, þáttöku í svikum varðandi skuldavanda heimilanna eða sértækri launastefnu hans á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi sem leynt átti að fara í samræmi við stefnu flokksins um opið þjóðfélag andstætt leyndarhyggju.

Sjálfur segist arftakinn muni fylgja hefðbundinni jafnaðarstefnu, sem gengur meðan hægt er að eyða peningum annarra. Sem fyrsta innlegg í kosningabaráttuna kynnti arftakinn að hækka barnabætur úr galtómum ríkissjóði. Kosningaloforð arftakans skal taka gildi í áföngum á 5 árum og byrja árið 2014.

Mikil gleði ríkir því hjá flokkseigendafélagi Samfylkingarinnar þar sem arftakinn ætlar að taka upp hefðbundnar  hugmyndir jafnaðarmannaforingjans Jóseps Djúgasvili Stalíns um 5 ára áætlanir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 355
  • Sl. sólarhring: 529
  • Sl. viku: 4176
  • Frá upphafi: 2427976

Annað

  • Innlit í dag: 327
  • Innlit sl. viku: 3863
  • Gestir í dag: 310
  • IP-tölur í dag: 288

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband