Leita í fréttum mbl.is

Öreigar

Við bankahrunið var fyrirsjáanlegt að verðbólga mundi aukast en verð á eignum standa í stað eða lækka. Ég gerði þá kröfu að neyðarlög yrðu sett, sem tæki verðtrygginguna úr sambandi. Jóhanna Sigurðardóttir og formaður ASÍ vildu það ekki. Þess vegna er stór hluti þjóðarinnar öreigar í dag.

Verðtryggingin étur upp eignir fólks. Verðtryggð lán á Íslandi eru dýrustu lán í heimi. Væri verðtrygging ekki til staðar yrði ekki unnt að koma henni á miðað við reglur um neytendavernd.

Allir stjórnmálaflokkar hafa í stefnuskrám sínum að afnema verðtryggingu. Samt gerir engin neitt.

Nú er komið í algjört óefni. Þá dettur skátaforingjanum frá Akranesi í hug að að lappa upp á kerfið með  því að setja verðbólguþak á verðtrygginguna. Hærra en verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. 

Það verður fróðlegt að heyra formann Sjálfstæðisflokksins og þingmenn skýra það út fyrir Landsfundarfulltrúum í febrúar af hverju þeir sviku stefnu Sjálfstæðisflokksins um að afnám verðtryggingar á neytendalánum og færa niður höfuðstóla verðtryggðra lána.

Frá fátækt til bjargálna var vígorð Sjálfstæðismanna, þegar þjóðin átti færri kosti og var verr stödd. Nú hefur staðan breyst vegna verðtryggingarinnar. Tugir þúsunda hafa verið færðir í helsi fátæktar.  

ASÍ og stjórnmálaflokkarnir hafa svikið fólkið í landinu knúðir áfram af kór lífeyrisfurstana sem kyrja samstilltan verðtryggingarsöng sem leiðir til örbirgðar fólksins í landinu.

Öreigar Íslands munu hrista af sér hlekki örbirgðar með því að hætta að borga og flytja úr landi. Var það óskastaðan sem vormenn Íslands vildu að fengnu sjálfstæði þjóðarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tökum á formanni og þingmönnum flokksins á næsta landsfundi. Þeir þurfa að svara því hvers vegna að stefna flokksins skuli ekki framkvæmd á þingi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.12.2012 kl. 10:58

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Var þetta alveg svona?

"... af hverju þeir sviku stefnu Sjálfstæðisflokksins um að afnám verðtryggingar á neytendalánum og færa niður höfuðstóla verðtryggðra lána."

Mér fannst að við hefðum orðað þetta ekki alveg svona, þorðum það ekki held ég þó að við hefðum viljað það.Mér fannst einhver koma með útþynningu í orðalagi þó allir væru hinnar skoðunarinnar.

En þú veist eins og ég að alllt sem okkar flokkur segir er að engu haft hjá stjórnarmeirihlutanum. Þetta verður því aðeins hægt ef við komumst aðþ

Halldór Jónsson, 12.12.2012 kl. 13:03

3 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Góð grein Jón. Jafnvel þótt langflest fjármálafyrirtæki hafi orðið gjaldþrota 2008 og 9, þrátt fyrir að öll útlán væru verðtryggð,virðast þau vilja hanga á henni. Ef hrunið kenndi þeim ( okkur ) ekki lexíuna um að rétt sé að afnema hana,þá veit ég ekki til hvaða bragða á að taka. Jón, ég treysti þér til að taka á lífeyriskerfinu. Þar þarf heldur betur að stokka upp.

Sigurður Ingólfsson, 12.12.2012 kl. 13:07

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

100% sammála þessu, Jón.

Þórir Kjartansson, 12.12.2012 kl. 17:06

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það verður að fara vel yfir það mál Sigurður ég er sammála þér í því. Þetta er fogangsmál.

Jón Magnússon, 12.12.2012 kl. 20:21

6 Smámynd: Jón Magnússon

Jú þetta var alveg svona Halldór. Þú getur skoðað Landsfundarályktunina á netsíðu flokksins.  Hefði þingflokkurinn viljað standa við ályktunina þá hefðu menn getað t.d. lagt fram lagafrumvarp um afnám hennar. Þingsályktunartillögur varðandi afnám hennar. Lagt til að neysluskattar væru teknir út úr vísitölunni. 40 milljarðar hafa farið til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða frá skuldurum á þessu kjörtímabili vegna hækkunar neysluskatta á brennivíni, tóbaki og bensíni o.fl.  Þjóðinni er að blæða út vegna þessarar vitleysu. Eir er gjaldþrota vegna verðtryggingar. Íbúðalánasjóður er gjaldrþota vegna verðtryggingar. Hvað ætla menn að halda lengi áfram að berja höfðinu við steininn.

Jón Magnússon, 12.12.2012 kl. 20:24

7 Smámynd: Jón Magnússon

Vandamál fjármálafyrirtækjanna voru stóru lánin til hinna fáu "ofsalega ríku" sem flestir áttu meginhlutann í bönkunum.  Bankarnir töpuðu ekki á verðtryggðu lánunum. Þess vegna hanga þeir á þessu eins og hundar á roði. En þjóðfélagið er að fara yfir um vegna þessa.

Jón Magnússon, 12.12.2012 kl. 20:26

8 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Þórir.

Jón Magnússon, 12.12.2012 kl. 20:26

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Á borgarafundi í Háskólabíó fyrir réttum fjórum árum var uppi krafa um tímabundna frystingu verðtryggingu meðan mesti verðbólgukúfurinn gengi yfir. Krafan var nú ekki harðari en það! En svör ASÍ jólasveinsins voru einföld, það kom ekki til greina - það hefði svo slæm áhrif fyrir gamla fólkið!

Ég er ekki viss um að gamla fólkið sé svo ánægt með þessa ráðstöfun nú, horfandi upp á börnin sín greiða reikninginn.

Náttúrlega að Sighvati frátöldum  

En í ljósi síðari helmings færslu síðuhöfundar og undirtektir Sigurðar, læðist ekki að ykkur neinn efi um þá aðferðafræði að reyna að koma svona málum í gegn innan flokkaapparats, í stað þess að fara með þau (og þá atkvæðið) eitthvert annað?

Haraldur Rafn Ingvason, 12.12.2012 kl. 21:23

10 Smámynd: Jón Magnússon

Afar og ömmur og pabbar og mömmur út um allt land eru æf yfir því að búið er að gera börnin þeirra og barnabörn gjaldþrota vegna verðtryggingarinnar. Við Sigurður munum vafalaust gera okkar besta til að koma Sjálfstæðisflokknum til vits í þessum málum Haraldur.

Sighvatur Björgvinsson talar um sjálfhverfu kynslóðina á sama tíma og hann og aðrir ´"alþýðuforingjar" úr gamla Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu taka á móti tæpum 2 milljónum á mánuði frá skattgreiðendum vegna sérréttinda þeirra til lífeyrisgreiðslna.  Svona fuglar geta trútt um talað og hent úr mykjudreifaranum sínum yfir þá sem síst skyldi. En þeir sýna bara sitt rétta andlit þetta sk....... p.... eins og Vilmundur meðframbjóðandi hans í Alþýðuflokknum orðaði það einu sinni.

Jón Magnússon, 12.12.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 324
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 4145
  • Frá upphafi: 2427945

Annað

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 3835
  • Gestir í dag: 286
  • IP-tölur í dag: 268

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband