Leita í fréttum mbl.is

Þorvaldur í framboð fyrir Dögun

Ég hef það frá þrem heimildarmönnum sem ég tel áreiðanlega að Þorvaldur Gylfason ætli í framboð fyrir Dögun.  Aðrir öfgafyllstu stjórnlagaráðsmennirnir munu einnig ætla að munstra sig í áhöfnina.

Það er því ljóst að það fjarar hratt undan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, sem hefur gengið erinda þessa fólks af ótta við að það mundi annars valda usla fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum. 

 Þá er spurning hvort að bestu menn Samfylkingarinnar taki ekki völdin af Jóhönnu og leiti samninga við stjórnarandstöðuna um þær breytingar  á stjórnarskrá sem samkomulag ætti að nást um t.d. auðlindaákvæði, þjóðaratkvæðagreiðslur og valdsvið forseta lýðveldisins.Tillögum stjórnlagaráðs yrði síðan sturtað niður eins og vera ber við vandað löggjafarstarf.

Þorvaldur er öfgafullur Evrópusinni vill leggja landbúnaðarkerfið niður. Meðframbjóðendur hans í Dögun,  Guðjón Arnar, Þór Saari og Gísli Tryggvason eru eindregið á móti þessu og Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður fjandskapast út í allt og alla sérstaklega Evrópusambandið.  Flottur málefnagrundvöllur?  

Kjósendur geta þá séð hilla undir Dögun nýrrar ósamstöðu fari svo ólíklega að þessi söfnuður nái Þorvaldi á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ýkt hreyfing á tesopanum í boðinu hjá þér Jón... það var nú kennt í sölumannaskólum í gamla daga að hrósa vöru samkeppnisaðilans áður en maður básúnaði gæði eigin vöru, en það þótti trúverðugri sölumennska í den ! ... ;)

Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 16:57

2 identicon

Á nú að reyna að fá fólk til að kjósa annan "Þráinn Bertelsson"...?? Ef nýjir flokkar hafa ekki betra fram að færa heldur en úr-sér gengna framapota, þá er ekki von á góðu. Ef við viljum breytingar, þá skeður það ekki með hugsjónum sem kosta okkar þjóð sjálfræðið. Svo eitt er víst. Sorglegt að sjá hversu margir eru tilbúnir til slíks.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 18:28

3 Smámynd: Jón Magnússon

Hver er að selja hvað Ómar? Ég er að segja frá frétt sem mér barst í gær en sem ég fékk staðfesta af nokkrum aðilum í dag.  En verður þú Ómar Ragnarsson með í þessari teboðshreyfingu æsingamannanna úr stjórnlagaráðinu?  Átt þú ekki frekar heima þar en í Samfylkingunni?

Jón Magnússon, 17.12.2012 kl. 21:23

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vil nú ekki líkja Þorvaldi saman við Þráinn Bertelsson, Sigurður. Það er full lang gengið.

Jón Magnússon, 17.12.2012 kl. 21:24

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið þið. Ég næ því ekki af hverju mér er blandað inn í þetta mál, sem ég hef ekkert sagt eða skrifað um, - hvorki um að selja eitthvað eða kaupa.

Ég er að sjá þetta fyrst nú klukkan hálf eitt.

Ómar Ragnarsson, 18.12.2012 kl. 00:40

6 identicon

Heyrðu Jón er ekki kominn tími á við ég og þú, förum að koma kvöldroðanum yfir þessa Dögun við ESB andstæðingarnir?

Baldvin Nielsen 

B.N. (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 00:53

7 Smámynd: Jón Magnússon

Fyrirgefðu Ómar, en ég spurði bara hvort þú færir með æsingafólkinu úr stjórnlagaráðinu yfir í Dögun eða værir kyrr í Samfylkingunni. Best væri að sjálfsögðu að þú gengir í þinn gamla flokk Sjálfstæðisflokkinn og tækir baráttuna þar.

Jón Magnússon, 18.12.2012 kl. 09:16

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það er sjálfsagt rétt Baldvin þetta með kvöldroðann, en ég er ekki ESB andstæðingur þó ég telji ekki forsendur fyrir aðild Íslands að bandalaginu eins og sakir standa.

Jón Magnússon, 18.12.2012 kl. 09:17

9 identicon

Þegar skreyta á listanna með einhverjum nafntoguðum einstaklingum, eins og var gert í Hreyfingunn, með Þráinn, áður Borgarahreyfinginn, þá finnst mér alveg slíkt jöfnu að mæta að bera þá tvo saman . Hefur ekkert með mannkosti þeirra að gera. Það er verið að teysta á það að viðkomandi sé svo opinber og vinsæll hjá fólki að það skili atkvæði. Það var nú samanburðurinn með þeim tveimur. Hvorugur þeirra hefur reyndar ekkert á okkar þing að mæta, enda báðir með allskonar ölmusi og styrki hér og þar og báðir tilbúnir að fyrirgera okkar sjálfstæði. Líkur sækir líkan heim Jón, og þeir báðir eru tilbúnir til þess að afsala okkar sjálfstæði.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 2039
  • Frá upphafi: 2504826

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1924
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband