18.12.2012 | 09:11
Burt með sérfræðinga
Lýður Árnason læknir, sem sat í stjórnlagaráði birtir grein í Fréttablaðinu. Meginniðurstaðan er sú að Alþingi verði að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs og megi ekki láta sérfræðinga koma að málinu.
Orðrétt segir: "Ruglumbull er að láta sérfræðinga tefja för þess frekar." Síðar segir læknirinn "Þinginu ber því skylda til að standa við sinn hlut og samþykkja nýja stjórnarskrá óbreytta fyrir þinglok."´
Lýður telur ranglega að stjórnlagaráð hafi fengið umboð til að taka stjórnarskrármálið í eigin hendur og þeir sem þvælist fyrir séu óvinir þjóðarinnar. Sérstaklega á það við sérfræðinga að mati læknisins, sem geti sullumbullast við að ruglumbullast gegn heilögum tillögum stjórnlagaráðs.
Stjórnlagaráðsliðar voru hvorki alvitrir né óskeikulir. Einn sérfræðingur bendir t.d. á, að yrðu tillögur stjórnlagaráðs samþykktar þá mundu útlendingar fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar til jafns við Íslendinga. Heldur læknirinn að það sé þjóðarvilji að framselja auðlindirnar til útlendinga eins og stjórnlagaráð leggur til?
Af grein læknisins má ætla, að hann telji að komist grasalæknir sem hluti fólks treystir, að þeirri niðurstöðu að maður sé með hjartasjúkdóm, þá beri að fara að öllum ráðum grasalæknisins. Ekki megi kalla til hjartasérfræðinga eða sérhæft hjúkrunarfólk til sjúkdómsgreiningar eða aðgerða.
Læknirinn og frambjóðandi Dögunar vill vísa sérfræði á bug og láta kukl, vangetu og vanþekkingu ráða ferð.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Vísindi og fræði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 268
- Sl. sólarhring: 776
- Sl. viku: 4089
- Frá upphafi: 2427889
Annað
- Innlit í dag: 249
- Innlit sl. viku: 3785
- Gestir í dag: 245
- IP-tölur í dag: 236
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Gott blogg hjá þér Jón, það er spurning með hann Lýð hann hefur látið að sér kveða með góðum árangri sem leikari í sinni heimabyggð, það vekur mann til umhugsunar hvort læknistörfin hans séu meira leikaraskapur en sérfræðivinna?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 10:48
Sæll Jón
Þú hittir naglann á höfuðið. Lýður Árnason, læknir, virðist vera lýðskrumari. Gerð grundvallarlaganna í landinu með því að hunsa alla lögfræðiráðgjöf er óhugsandi nema Mugabe og slíkir séu við stjórnartaumana; en kannski er það bara þannig.
EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 14:34
Jón! Þetta er með ólíkindum. Þetta vinstrisinnaða lið, hunsar alla sérfræðinga og prófessora, ef þeir eru ekki á sama máli og þeir. Og þeir hlusta ekki einu sinni á vilja þjóðarinnar gagnvart ESB.
Eyjólfur G Svavarsson, 18.12.2012 kl. 15:13
Sæll Jón,
Það kemur fram í tillögunum að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu séu í eigu þjóðarinnar. Þannig hvernig færðu það út að útlendingar geti komið hér í stórum stíl og fengið það allt á slikk?
Það er ekki hægt að bera saman raunvísindi og hugvísindi (lögfræði eða stjórnmálafræði) saman. Í raunvísindum eru tilgátur sannaðar eða afsannaðar með tilraunum. Þegar lögfræðingar sem túlka eiga sömu lög, koma saman, fæst ekki endilega alltaf sama niðurstaða. Þetta átt þú nú að vita.
Góðar stundir.
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 18:08
sérkennilegur pistill í ljósi þess að tillögurnar voru(og þá sérstaklega auðlindaspurningin)voru samþykktar af auknum meirihluta.Lýðræði gengur nefnilega ekki útá óskeikulleika eða gáfumennsku heldur að vilji meirihluta nái fram að ganga.Einfaldlega eru þá þeir sérfræðingar eða ekki sérfræðingar sem vinna gegn ferlinu að vinna gegn lýðræðinu
Páll Heiðar (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 18:11
Þú ert greinilega að reyna að tala niður lækninn....ég hef ekki heyrt Lýð eitthvað vera bulla um þau málefni sem hann hefur verið að fara með...það sem vantar í þessa umræðu, er fagleg umræða....og fólk með skynsamar tillögur...Lýður eins og margir Íslendingar..hafa margt til stjórnaskráinnar að segja....maðurinn má hafa sína skoðun.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 18.12.2012 kl. 22:06
Eignarréttarákvæði nýju stjórnarskrárinnar heimilar hömlur á eignarétt, þar með á eignarrétt útlendinga.
Í núverandi EES samningi hafa íbúar á EES svæðinu eignarrétt hér á við útlendinga. Það hefur að vísu ekki enn komið að sök, en gæti breyst og þess vegna hefðum við átt að fá undanþágu frá þessu til öryggis þegar við samþykktum EES.
Danir hafa slík lög og Ungverjar eru að vinna í slíkri lagasetningu.
Slíkt eigum við líka að gera, hvort sem gamla eða nýja stjórnarskráin verða í gildi.
Ómar Ragnarsson, 18.12.2012 kl. 23:00
Þakka þér fyrir Kristján en er hann ekki líka góður læknir. Margír búa yfir víðtækum hæfileikum.
Jón Magnússon, 18.12.2012 kl. 23:18
Það getru verið Einar. En mér hefur fundist ákveðinn hópur sem sat í stjórnlagaráðinu líta á sig eins og hafið yfir aðra. Eins og þeir telji sig vera einhverskonar "Founding Fathers" sem hafi verið að gera eitthvað stórmerkilegt. En sú sjálfsupphafning sýnir e.t.v. best vanþekkinguna. Síðan er það dæmalaust að amast við því að annað fólk komi að málinu og segi sína skoðun. Þar eru þessir sjálfsupphöfnu farnir að setja sig í spor einvaldskonunga sem sögðu "vér einir vitum." Grein Lýðs er því miður með þeim formerkjum.
Jón Magnússon, 18.12.2012 kl. 23:21
Það er alveg rétt Eyjólfur. Merkilegt að vandaður maður eins og Lýður skuli taka þátt í þessu með Þorvaldi Gylfasyni, sem hefur farið hamförum í rugli og sjálfsupphafningu vegna tillagna stjórnlagaráðs. En þessi hópur vill enga sérfræði að málinu vegna þess að allir sérfræðingar sem koma að málinu með óbundnar hendur gefa tillögum stjórnlagaráðsins falleinkun. Enda hvernig átti annað að vera með fólk sem hefur takmarkaða og flestir enga reynslu í löggjafarstarfi, að það geti sett saman merkilegar og gallalausar tillögur á stuttum tíma. Aðferðarfræðin var öll röng eins og Gunnar Helgi prófessor hefur svo réttilega bent á.
Jón Magnússon, 18.12.2012 kl. 23:25
Þess vegna Jóhann skiptir svo miklu að vanda til verka svo ekki fari á milli mála hvað um er að ræða. Ég veit ekki hvort þú hefur lesið hugleiðinar lögfræðingsins í sjávarútvegsráðuneytinu í Morgunblaðinu í dag varðandi þetta atriði. En ég gat ekki séð annað en þetta væru allt saman réttmætar athugasemdir hjá honum. Lestu það sem um þetta mál er fjallað í Mogganum í dag.
Jón Magnússon, 18.12.2012 kl. 23:27
Það er rétt Páll Heiðar lýðræðið gengur ekki endilega út á gáfur, en ég gef lítið fyrir niðurstöðu úr gallaðri þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem einhliða áróður var búinn að dynja á þjóðinni óslítið árum saman. Samt sem áður var það óverulegur hluti kjósenda sem mætti á kjörstað. Segir það enga sögu Páll Heiðar. Svo er það einnig í lýðræðinu sem má ekki gleyma að þeir sem eru í minni hluta hafa rétt til að halda sínum skoðunum og berjast áfram fyrir þeim. Þess vegna má ég segja og ber lýðræðisleg skylda til að láta vita af því að mér finnast þessar tillögur stjórnlagaráðs hræðileg afglöp og ekkert í þeim sem máli skiptir sem ekki var komið samkomulag um vorið 2009 þegar Samfylkingunni og Vinstri grænum lá á að búa til kosningamál til að reyna að klekkja á Sjálfstæðisflokknum.
Jón Magnússon, 18.12.2012 kl. 23:31
Ég er alls ekki að tala Lýð niður Ægir. Ég hef kunnað einna best við hans málflutning af þeim stjórnlagaráðsliðum sem hafa kvatt sér hljóðs. En þessar skoðanir sem hann setur fram í tilvísaðri grein eru út um holt og móa. Því miður.
Jón Magnússon, 18.12.2012 kl. 23:32
Ég lít þá svo á miðað við þetta Ómar að þú sért sammála niðurstöðu lögfræðingsins í sjávarútvegsráðuneytinu sem fjallar um þetta mál í Mogganum í dag. Er það ekki rétt?
Jón Magnússon, 18.12.2012 kl. 23:33
það er nú ein reglan í lýðræði að þeir sem ekki taka þátt í kosningum hafa ekkert að segja um niðurstöðuna.Hvernig ætti það öðruvísi að vera?Jú þinn rétt til að halda þínum skoðunum fram ætla ég ekki að vefengja en samt sem áður gengur það þvert á meirihluta og þar af leiðandi vinnur það á móti lýðræðinu.Gallana sem þú nefnir skil ég engan veginn,þar sem boðið var uppá að svara spurningum já/nei eða autt og sé ég ekki fjórða möguleika.Þú mátt líka halda því fram að áróðurinn hafi verið einhliða en veist jafnvel og ég að það á ekki við nein rök að styðjast.Alla vega fór ekki framhjá mér hvers formaður sjálfstæðisflokksins óskaði af kjósendum og ég man eftir mörgum greinum og umfjöllunum hjá lögmanni sem vildi svo til að bauð sig fram fyrir flokkinn skömmu seinna.
Páll Heiðar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 00:15
Páll Heiðar valkostirnir í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru settir upp með ákveðnum hætti sem ég tel ranga ef þú ætlar að reyna að fá raunverulegt álit fólksins. Skefjalaus áróður var rekinn fyrir stjórnlagaþingstillögunum m.a. ein útvarpsstöð sem útilokaði frjálsa og hlutlæga umræðu um málið en kaus að vera einhliða áróðursstöð fyrir stjórnlagaþingstillögunum. Kynningar útvarps og sjónvarps voru einhliða og það má leggja það háskólasamfélaginu, lögmannafélaginu og fjölmörgum öðrum til lasts að hafa ekki hvatt sér hljóðs fyrr til að benda á augljósa vankanta og rugl í þessum tillögum auk þess sem veldur verulegri réttaróvissu. Það er fyrst núna sem vitræna hlutlæg umræða er að verða um þessar tillögur og þá snúast fleiri og fleiri á móti þeim. Það er t.d. athyglisvert að betra og góðgjarnara fólk í Samfylkingunni eins og t.d. Kristrún Heimisdóttir og Lúðvík Bergvinsson fyrrum þingflokksformaður Samfylkingarinnar hafa opinberlega lýst þeirri skoðun að það verði að fara að með gát í sambandi við stjórnarskrárbreytingar og gera þær í sem víðtækastri sátt.
Jón Magnússon, 19.12.2012 kl. 08:39
og hverjar af þessum spurningum áttu ekki rétt á sér.Var það spurningin um að ætti að halda áfram á sömu braut.Mér þykir hún mjög eðlileg.Var það spurningin um auðlindir í þjóðareign.Ég man ekki betur en þú hafir verið í flokki sem lagði höfuðáherslu á það.Var það jafnt vægi atkvæða. Var það aukið persónukjör og þar með virkara lýðræði.Varla er hægt að stjórna hvernig einkarekinn fjölmiðill kýs að reka sig og ég fékk öll tækifæri til að kynna mér málið til hlítar og allir aðrir höfðu sama tækifæri.Bæklingur sem skýrði þetta ýtarlega var borinn inn á hvert heimili,Og ert þú ekki að gera frekar lítið úr kjósendum þessa lands þegar þú berð uppá þá að láta fjölmiðlafólk mynda skoðanir fyrir þá og þeirra atkvæði sé rugl.Sem kjósandi í þessu landi afþakka ég þitt forræði í skoðanamyndun
Páll Heiðar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 18:45
Það var hægt að afgreiða auðlindaákvæðið vorið 2009 Páll Heiðar ef Samfylkingunni og aftaníossum hennar hefði ekki legið á að slá pólitískar keilur með sérstöku stjórnlagaþingi. Einnig varðandi þjóðaratkvæði. Það er ekkert vandamál fyrir Alþingi að afgreiða þau mál. En það er allt annað en sá óskapnaður sem stjórnlagaþingið setti frá sér og einu ákvæðinu eru réttilega gerð skil á spaugilegan hátt af grínteinara Morgunblaðsins í dag. Ekki að búa þér til óvini Páll Heiðar að nauðsynjalausu. Ég vil stjórnarskrárbreytingar en ekki það heildarsamsull sem frá stjórnlagaþinginu kemur.
Jón Magnússon, 20.12.2012 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.