Leita í fréttum mbl.is

Lánaokrið á Íslandi og lánamarkaðurinn í Englandi

Í laugardagsblaði Daily Telgraph er sagt frá því að íbúðaverð hafi lækkað í Englandi og vextir séu nálægt sögulegu lágmarki og búist við enn meiri lækkun.

Í greininni segir m.a. að Yorkshire Building Society hafi lækkað vexti nýlega á fasteignaveðlánum niður í 1.99% ársvexti og því spáð að þessir vextir geti farið niður í 1.15% ársvexti. Að sjálfsögðu óverðtryggt þó að verðbólga í Bretlandi sé um og yfir 2%

Loks er sagt frá því að meðalvaxtagjöld séu nú 3.38% ársvextir á fasteignaveðlánum.

Í Brelandi dettur engum í hug að taka upp verðtryggingu. Þar áttar fólk sig á að þegar verð á fasteignum lækkar þá verður líka að lækka vexti á fasteignaveðlánum.

Skrýtið að við hér í sérleiðunum okkar skulum ekki átta okkur á því að það er ekki hægt að misbjóða neytendum endalaust og láta þá borga langhæstu vexti í Evrópu og búa við verstu lánakjör. Við byggjum ekki upp velferðarþjóðfélag með þeim hætti.

Með verðtryggðum lánum á okurvöxtum eyðileggjum við möguleika fólks til að rísa úr fátækt til bjargálna og fleiri og fleiri fara úr landi til að sækja sér viðunandi afkomu og lífskjör.

Er ekki tími til kominn fyrir unga Ísland og framtíðna að afnema verðtryggingu á neytendalánum og taka upp sambærilega lánastarfsemi og í nágrannalöndunum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandinn í hnotskurn "Ef 28 milljóna króna lán hefði verið á almennum óverðtryggðum vöxtum skuldabréfa Seðlabanka íslands árið 2007, þá hefði lántakandi þurft að greiða um 4,5 milljónir í vexti það árið eða um 375þúsund krónur á mánuði og hverjir hefðu þolað það?"

verðtryggð lán með lægri vöxtum flytja einfaldlega vandann frá nútíð til framtíðar og þannig verður hann þolanlegri en hann hverfur ekki.

Ég held að vandamálið sé mikið frekar há verðbólga og óstöðugt verðlag.

Ég er ekki viss um að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð leysi mikinn vanda.

Hvaða lausnir höfum við ?

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 23:52

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Verðtrygging á neytendarlánum verður ekki afnumin af núverandi Ríkisstjórn.

Það sem verra er að það er sama hverjir verða í næstu Ríkisstjórn, verðtryggingin verður ekki afnumin af þeim heldur.

Auðvaldið og lífeyrissjóðirnir í landinu leyfa ekki að verðtryggingin verði afnumin, vangaveltur um slíkt er bara tímaeyðsla.

Kveðja frá Saudi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 21.1.2013 kl. 05:35

3 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Góðan dag Jón.

Þetta er búið að viðgangast í yfir þrjátíu ár og sennilega líður heil öld áður en verðtryggingin verði afnumin. Þá er líka matarverð mun hagstæðara víða í Evrópu, allt að 20-30% munur, þrátt fyrir óhagstæðan gengismun hjá okkur.

Ég hef ekki verið evrópusinni fram að þessu, en eftir dvöl okkar hjóna á Spáni í nokkra mánuði, þá fann ég hvað eftirlaunin dugðu vel þrátt fyrir leigu á húsnæði og annan tilkostnað. Eftir það erum við mjög hugsandi um evrópuaðild.

Bestu kveðjur.

Jón

Jón Thorberg Friðþjófsson, 21.1.2013 kl. 08:05

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þessi ríkisstjórn lofaði að afnema verðtrygginguna, alla vega Lofaði Jóhanna því fyrir kosningar. Kosningarloforð stjórnarhjónanna, hafa nánast öll verið svikinn, þetta er dapurleg staðreynd. Nú er búið að prófa hreina vinstri stjórn, þvílík hörmung, ég vona að svona stjórn komi aldrei aftur!

Eyjólfur G Svavarsson, 21.1.2013 kl. 16:22

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held ekki að verið sé einu sinni að reyna að búa til eitthvert velferðar-neitt hérna.

Þetta eru nokkrir ríkisstyrktir auðhringar. Fasískt system, ef þú vilt kalla það sínu rétta nafni.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.1.2013 kl. 21:07

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki miðað við vaxtakjör í Bretlandi eins og ég er að vísa til Emil. Þú ert að miða við ruglvextina sem eru í gangi hér og engin getur staðið undir.

Jón Magnússon, 21.1.2013 kl. 22:17

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit það Jóhann að núverandi ríkisstjórn gerir ekkert í málinu og svíkur gamla loforðið sitt í þessu máli eins og öðrum. Ég hef þá trú að dropinn holi steininn Jóhann og það tók langan tíma að fella Berlínarmúrinn. En hann féll þó að fáir hefðu trú á því jafnvel ári áður en hann féll.

Jón Magnússon, 21.1.2013 kl. 22:19

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er hárrétt sem þú bendir á Jón Thorberg. Það er gjörsamlega óþolandi að íslenskir neytendur þurfi að þola það að lánin þeirra hækki vegna óeðlilgrar verðlagningar á neysluvörum.  En það sem skiptir mestu er að við höfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í öllum viðskiptum en ekki bara sumum.  Það verða engar raunverulegar framfarir í landinu fyrr.

Jón Magnússon, 21.1.2013 kl. 22:21

9 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Eyjólfur.

Jón Magnússon, 21.1.2013 kl. 22:21

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit það ekki svo gjörla Ásgrímur. Við höfum lýðræði og möguleika til að gera breytingar, en það hafa menn ekki undir ofurvaldi einræðisstefna hvort heldur það er fasismi eða kommúnismi.

Jón Magnússon, 21.1.2013 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 684
  • Sl. sólarhring: 929
  • Sl. viku: 6420
  • Frá upphafi: 2473090

Annað

  • Innlit í dag: 621
  • Innlit sl. viku: 5849
  • Gestir í dag: 596
  • IP-tölur í dag: 583

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband