Leita í fréttum mbl.is

Aðförin að stjórnarskránni misheppnast.

Aðförin sem gerð hefur verið að stjórnarskránni á þessu kjörtímabili er nú endanlega runnin út í sandinn. Þór Saari sækist eftir því að flytja líkræðuna til að ná forskoti fyrir Dögun á Lýðræðisvaktina eða hvað þeir nú heita nýjustu skemmtikraftarnir með formanninn sem klæðir sig til höfuðsins sem kúreki norðursins.

Aðförin hófst með því að hópur fólks með viðskiptafræðiprófessor í broddi fylkingar hrópaði að Hrunið væri stjórnarskránni að kenna. Á þeim tíma var þessi prófessor í nokkrum metum. Nú sjá fleiri og fleiri að þessir menn eru naktir vitrænt eins og keisarinn í Nýju fötin keisarans eftir H.C. Andersen. Rök þeirra halda ekki.

Við erum með góða stjórnarskrá. Sambærilega þeim sem eru í nágrannalöndum okkar. Nauðsyn ber til að skoða nokkur ákvæði hennar t.d. varðandi þjóðaratkvæði, eignarráð og ráðstöfun auðlinda, en engin þörf var á að umbylta stjórnarskránni. Slík aðför hefði haft slæmar afleiðingar hefðu bestu menn ekki komið í veg fyrir það. 

Eftir að álit Feneyjarnefndarinnar lá fyrir og allir málsmetandi lögfræðingar landsins höfðu varað við samþykkt stjórnlagafrumvarpsins sem Valgerður og Jóhanna rembast enn við að styðja varð ljóst að Alþingi mundi ekki samþykkja þetta ólánsfrumvarp.

Athyglisvert er, að helsta stuðningsfólk aðfararinnar að stjórnarskránni var líka stuðningsfólk Icesave landráðasamninganna. Ef til vill segir það einhverja sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað koma Feneyjar Íslandi við? Af hverju getum við ekki verið við sjáf og stjórnað af viti?

Sigurður Haraldsson, 20.2.2013 kl. 22:52

2 Smámynd: Jón Magnússon

Góð spurning Sigurður. En þingið ákvað að leyta til nefndarinnar.

Jón Magnússon, 21.2.2013 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 291
  • Sl. sólarhring: 736
  • Sl. viku: 4112
  • Frá upphafi: 2427912

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 3803
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband