Leita í fréttum mbl.is

Hækkaði höfuðstóll lánsins þíns um 340 þúsund?

Verðbólga mælist 4.6%. Frá því var sagt að meðal verðtryggt lán fjölskyldna í landinu væri um 22 milljónir og höfuðstóll þess mundi hækka um 340 þúsund um þessi mánaðarmót. 

Eignir fólksins í landinu eru étnar upp af verðtryggingunni. 22 milljóna lánið verður 1.mars 22.340.000 og þann 1.apríl haldi fram sem horfir 22.700.000.- Þetta er glórulaus vitleysa og rán frá fólkinu.

Á 4 árum hefur verðtryggingin hækkað lánin um 400 milljarða. Verðmæti alls fiskafla landsins í á þeim tíma eru um 500 milljarðar.  Fiskurinn er helsta auðlind okka.  Þetta sýnir að það er engin virðisauki í þjóðfélaginu sem stendur undir þessu eða réttlætir þetta lánaokur.

Fólkið tapar eignum sínum. Greiðsluvandi verður meiri. Eignastaða banka og lífeyrissjóða uppfærist en það eru falskar eignir sem eru ekki til.  Gjaldþrota Íbúðalánasjóður ætti að segja verðtryggingarblindingjunum að þetta gengur ekki  þetta er ekki hægt. Verðtryggingin er þjóðhættulegt fyrirbæri og fjandsamleg eðlilegri efnahagsstarfsemi og gerir fólk að öreigum.

Meðan  verðtryggingarruglinu er haldið áfram þá er ekki hægt að koma hér á eðlilegri þjóðfélagsstarfsemi. Útilokað að það verði kaupmáttur eða fjármagn sem geti komið okkur út úr sívaxandi og harðnandi kreppu með auknum fólksflótta.

Verðtryggingarfurstarnir verða að skila ránsfengnum til fólksins. Annars er hætt við því að þeir tapi á endanum öllu sínu sínu eins og fólkið í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Líklega ertu einn mesti afneitunarauli Íslands. Hvar varstu á bóluárunum, Jón Magnússon og hvað varstu að gera? Hvenær hefur þú lagt til afnám verðtryggingar? Nákvæmlega aldrei. Skrif þín nú gera þig að ómerkilegasta aula Íslandssögunnar. Segi og skrifa.

Nú hendir þú mér væntanlega út. Breytir engu. Mun birta þennan texta fyrir á þriðja þúsund vinum mínum á Facebook, kannski ítarlegri!

Björn Birgisson, 28.2.2013 kl. 00:48

2 identicon

Jón. Mikið ofsalega er þetta rétt hjá þér; það fer sérstakur hrollur um mann að lesa þennan magnaða texta þinn og þekkja hann á eigin skinni s.l. áratugina.

Tortímingarvélin; verðtrygging lána, verður að hverfa...

"Verðtryggingin er þjóðhættulegt fyrirbæri og fjandsamleg eðlilegri efnahagsstarfsemi og gerir fólk að öreigum."

Kristinn J (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 07:30

3 identicon

Jón. Er þú búin að lesa þessa grein Ólafs A ? Það væri fróðlegt að vita hvað þér finnst um grein hans.

http://www.timarim.is/2013/02/er-haegt-ad-kjosa-sjalfstaedisflokkinn/

Klippa af timarim.is

"Ég sat landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina. Þar starfaði ég í málefnanefndinni um efnahags- og viðskiptamál, sem m.a. hafði verðtryggingu og skuldavanda heimilanna á sinni könnu. Inni í nefndinni lagði ég fram tvær breytingartillögur við ályktunardrög. Önnur þeirra var um að skýrt skyldi tekið fram að það væri forgangsverkefni flokksins að afnema verðtryggingu af neytendalánum. Hin var um að niðurfærsla höfuðstóla á verðtryggðum lánum skuli sett í forgang. Báðar þessar tillögur voru samþykktar í nefndinni en mjótt var á mununum með verðtryggingarafnámið.

Í gær var svo ályktunin með samþykktum breytingum tekin fyrir á landsfundinum sjálfum. Þá bar svo við að þingmenn flokksins, sem ekki höfðu látið sjá sig í nefndinni, sem þó fundaði samtals í átta klukkustundir, komu í ræðustól til að andmæla þeim breytingum sem ég hafði fengið samþykktar í nefndinni. Voru þær breytingar þó í fullu samræmi við gildandi stefnu flokksins, sem samþykkt var á landsfundinum í nóvember 2011. Sem kunnugt er hefur þingflokkur sjálfstæðismanna unnið gegn stefnu flokksins eins og hún var samþykkt þá."

Kristinn J (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 07:40

4 identicon

Og er nú enn ástæða til að skoða línuritið sem sýnir öfgakenda þróun skulda Íslendinga miðað við landsframleiðslu á tima verðtryggingarinnar þ.e. upp úr 1980. 

Sýnir í raun hina jarðsambandslausu ávöxtunarkröfu fjármálakerfisins sem virðist hafa byggst upp í kjölfar verðtryggingar.

Nú hafa væntanlega byggst upp einhverjar eignir á þessum sama tíma, en hurfu þær ekki að mestu til peningahimna í hruninu?   Að helsta eignin á móti þessum skuldum séu skuldirnar sjálfar?  Pappírsverðmæti sem eru stöðugt reiknuð upp með klikkaðri vísitölu og allt of háum vöxtum?

Eignirnar á móti þessum skuldum eru a.m.k. ekki að skila aukinni landsframleiðslu á móti skuldaaukningunni, sem bendir til að þær séu litar sem engar, aðeins skuldaaukning.

Það hefur greinilega ekki skilað miklu í aukinni landsframleiðslu þegar peningafurstarnir hafa og eru að kaupa og selja hver öðrum sömu eignirnar aftur og aftur með æ meiri gróða. Fasteignabólur gamlar og nýjar skila sér greinilega ekki í aukinni landsframleiðsu!

Peningaprentun bankanna skilar heldu engu né of háir vextir, ekki nema verkföllum þegar launafólk er að reyna að ná til baka verðmætunum sem hurfu úr launaumslaginu vegna verðbólgunnar sem varð til við útgáfu rafkrónanna sem eru svo notaðar í innihaldslaus gæluverkefni.


http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/avoxtunarkrafa-og-vidmid-lifeyrissjoda-?Pressandate=20090416+and+user%3D0+and+1%3D1

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 293
  • Sl. sólarhring: 708
  • Sl. viku: 4114
  • Frá upphafi: 2427914

Annað

  • Innlit í dag: 269
  • Innlit sl. viku: 3805
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 250

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband