Leita í fréttum mbl.is

Hræðslubandalagið

Fyrirbrigðið Dögun stjórnmálaafl var stofnað með töluverðum gauragangi fyrir nokkru. Að Dögun stóðu Hreyfingin, Borgarahreyfingin, Frjálslyndi flokkurinn, Þorvaldur Gylfason og nótar hans úr stjórnlagaráðinu. Fljótlega eftir stofnunina sagðist Birgitta Jónsdóttir ekki eiga samleið og stofnaði Pírata. Nokkru síðar sögðu nótar Þorvaldar sig úr hreyfingunni og stofnuðu Lýðræðisvaktina. Málefnaágreiningur lá þá ekki fyrir. 

Eftir ítrekað slakt gengi í skoðanakönnunum og brotthvarf litríkra einstaklinga úr Dögun og Lýðræðisvaktinni ákváðu forustumenn Dögunnar og Lýðræðisvaktarinnar að freista þess að mynda sameiginlegt Hræðslubandalag. Eini tilgangurinn er að fá mann kjörinn á þing.

Birgitta Jónsdóttir pírati  er sú eina í þessum þríhöfða söfnuði sem skynjar að ágreiningurinn um eitthvað sem engin skilur er of mikill til að skilvirkt Hræðslubandalag verði myndað fyrir kosningarnar.  Forustumenn Dögunnar og Lýðræðisvaktarinnar ætla samt að reyna til þrautar enda þingsætin æðri málefnunum.

Fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst í þessum söfnuði sem ætti e.t.v. frekar að segja sig til sveitar á höfuðbólinu Samfylkingunni, hjáleigunni Bjartri framtíð eða heiðarkoti Vinstri grænna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki er að spyrja af lýðræðisástinni sem skín út úr þessum pistli. "Hræðslubandalaginu" 1956  var ætlað að ná meirihluta á þingi út úr rúmlega 35% atkvæða sem að sjálfsögðu var afar ólýðræðislegt.

Hugsanlegu bandalagi þriggja framboða núna er ætlað að láta ekki tæplega 10% fylgi kjósenda falla niður dautt, svo að þessi hluta kjósenda verði rændur 5-6 þingsætum, sem slíkt framboð eitt og sér myndi skila.

En það virðist vera mjög óaðlaðandi í þínum huga.

Kemur á óvart því að okkur báðum er kunnugt um hugmynd, sem kom upp fyrir kosningarnar 2007 þegar Íslandshreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn voru á tímabili samanlagt með um 9,5% fylgi í skoðanakönnunum en duttu til skiptis niður fyrir 5% þröskuldinn.

Hugmyndin var sú að sameina listana undir einum listabókstaf, og myndu listarnir bera nöfnin F og FF. Þótti ólýðræðislegur sá möguleiki að allt að 10% samanlagt fylgi "litlu framboðanna" þá fengju engan þingmann.

Hugmyndin var stuttlega rædd en lengra fór málið ekki. Og nú er spurningin: Ef hún hefði verið framkvæmd, hefði þá mátt búast við því að þú kallaðir hana "Hræðslubandalag"?

Ómar Ragnarsson, 1.4.2013 kl. 13:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara rugl í þér Jón Magnússon og kemur úr hörðustu átt.  Dögun hefur haft það á sinni stefnuskrá um langan tíma að reyna að sameina þau nýju öfl sem vilja bjóða sig fram.  Dögun hefur verið heiðarleg í því allan tíman, hin framboðin vildu sjá hvernig þeim vegnaði áður en þau tækju slíka afstöðu.  Líttu þér nær þú ágæti maður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2013 kl. 20:27

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta hefur ekkert með lýðræði eða lýðræðisást að gera Ómar. Dögun var stofnuð til að sameina stjórnmálaaðila sem ekki fundu farveg í hefðbundnum stjórnmálaflokkum. Svo gekk það ekki og þá gat fólk nýtt sér heimildarákvæði kosningalaga, en gerði ekki. Þessi öfl með stjórnlagaráðsmenn í öllum flokkunum hefðu þó átt að vita vel um þetta ákvæði kosningalaganna.  Þú segir mér fréttir varðandi Íslandshreyfinguna og Frjálslynda flokkinn 2007. Það hefur sjálfsagt verið hluti af óheiðarleika og asnaspörkum þáverandi formanns Frjálslynda flokksins. En af hverju gengur þessum öflum sem öll sameinast í andstöðu gegn svokölluðum fjórflokki svona illa að vinna saman Ómar.

Jón Magnússon, 1.4.2013 kl. 22:46

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef ekkert sagt um heiðarleika Dögunar en ætlunaverkið gekk greinilega ekki upp af hverju skyldi það hafa verið. Nú skiptast þeir sem stóðu að Dögun í upphafi á a.m.k. 4 flokka sem ætla að bjóða fram við næstu kosningar. Af hverju skyldi það nú vera?

Jón Magnússon, 1.4.2013 kl. 22:47

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Finnst það talsverð kokhreysti að tala um Dögun og heiðarleika í sömu málsgrein. Öðruvísi mér áður brá. Ásthildur komin á lista hjá harðasta brautryðjanda ESB innlimunnar. Fólk er gersamlega búíð að tapa öllu jarðsambandi í lýðskruminu.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.4.2013 kl. 01:43

6 identicon

Dögun mældist með 0,7% fylgi í síðust Gallup könnun svo það blæs nú ekki byrlega fyrir þessum bastarði Hreyfingarinnar og forystu Frjálslyndaflokksins. http://capacent.is/frettir-og-frodleikur/frettir/frett/?NewsID=49f15f04-96c7-11e2-91b5-005056867cb9

Eiríkur Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 338
  • Sl. sólarhring: 397
  • Sl. viku: 3394
  • Frá upphafi: 2295072

Annað

  • Innlit í dag: 306
  • Innlit sl. viku: 3093
  • Gestir í dag: 304
  • IP-tölur í dag: 301

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband