5.4.2013 | 10:33
Framsókn í háflugi
Bandarískir sérfræðingar sem gáfu skýrslu til Bandaríkjaforseta í síðara heimsstríði töldu Framsóknarflokkinn líklegastan til að verða leiðandi flokk á Íslandi. Í 60 ár hefur þessi tilgáta verið röng. Nú virðist tilgáta þessara sérfræðinga geti verið að rætast illu heilli.
Skoðanakannanir eru ekki kosningar. Allt of mikið er gert með skoðanakannanir og þær eru fyrirferðamesta umræðuefni háskólakennara í stjórnmálafræðum og annarra þesskonar spekinga. Minna fer fyrir að þeir velti fyrir sér málefnum og stefnu flokkana.
Stjórnmálaflokkur sem lætur svipta sér til og frá eftir niðurstöðum skoðanakannana er ekki mikils virði. Meira máli skiptir að flokkurinn sé trúr stefnumálum sínum. Því miður hafa stjórnmálaflokkar um of sveigst inn á það að reyna að geðjast öllum til að fá góða útkomu í skoðanakönnunum en sá eltingaleikur hefur dregið úr trúverðugleika og gert stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka einsleita og gjaldfellt þá.
Framsókn hefur af ýmsu að státa frá fyrri tímum en síður þeim síðari. Framsókn ber ábyrgð á að koma á kvótakerfinu. Það er engin flokkur sem ber meiri ábyrgð á klúðrinu við einkavæðingu bankakerfisins en Framóknarflokkurinn. Enginn flokkur ber meiri ábyrgð á húsnæðisbólunni eftir 2003 og ofurskuldsetningu heimilanna. Allir þeir sem bera ábyrgð á þessu sitja enn í fleti fyrir hjá Framsókn og andlitsgríma Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar gægist því miður ískyggilega oft yfir herðar formanns Framsóknarflokksins.
Er líklegt að flokkurinn sem kom á gjafakvótakerfinu, húsnæðisbólunni og klúðraði einkavæðingu bankanna muni leiða þjóðina til farsællar framtíðar?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 6
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 2142
- Frá upphafi: 2504999
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2017
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson
Athugasemdir
Hinni nýgju sveit Framsóknarflokks er vel treystandi til að hafa forustu í Íslendskum stjórnmálum, fyrst Sjálfstæðisflokkur VILL ÞAÐ EKKI. Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokks til Icesave-málsins hlaut að valda trúnaðarbresti, en að öðru jöfnu hefði flokkurinn samt átt tækifæri til að komast sæmilega frá kosningunum.
Hins vegar hefur komið í ljós að Icesave-svikin voru ekki einangrað fyrirbæri, heldur stafa af kerfislægri meinsemd. Forusta flokksins hefur ekki vit á að fylgja samþykktum Landsfunda, heldur hefur mótað þveröfuga stefnu í flestum málum. Engin furða er að kjósendur flokksins leita annað og vel er hugsanlegt að flokkurinn fái færri atkvæði en sem nemur félagafjölda hans. Þessi ógæfulega stefna forustunnar birtist sérstaklega með eftirfarandi móti:
Höfnun á upptöku fastgengis fyrir landið og hafnar þar með efnahagslegum stöðugleika.
Höfnun á leiðréttingu stökkbreyttu lánanna.
Höfnun á að slíta viðræðum við ESB og loka tafarlaust Evrópustofu.
Sjálfstæðisflokkur er ekki lengur flokkur Sjálfstæðismanna. Ætlar forusta flokksins að halda lengra út í fenið, eða ganga til liðs við breiðfylkingu almennra flokksfélaga?
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 5.4.2013 kl. 10:46
Sæll Jón. Ég kem hingað á síðu þína reglulega og les þína pistla. Víst er að oft eru þeir fræðandi og alltaf vel skrifaðir. Stundum er ég ekki sammála þínum skoðunum en stundum hefur þér tekist að lýsa mér á nýja braut.
Þessi pistill fer hins vegar nokkuð langt yfir strikið hjá þér og víst er að þau munu ekki draga þá frá Framsóknarflokknum sem þangað hafa farið frá Sjálfstæðisflokk.
Það er vissulega hægt að taka undir með þér að þeir stjórnmálamenn sem láta stjórnast af útkomu skoðanankannana og feykjast eftir þeim, eru ekki trúverðugir. Meira traust veita þeir sem láta slíkt ekki á sig fá og standa fastir fyrir, jafnvel þó skoðanakannanir séu þeim ekki hliðhollar.
Með þetta í huga ættum við síðan að skoða hvernig formenn og frambjóðendur stjórnmálaflokkanna hafa stjórnað sínum gerðum, þetta kjörtímabil. Þá stendur einn formaður með höfuð og herðar yfir aðra, en það er Sigmundur Davíð. Hann hefur ekki kvikvað frá sínum áherslum allt kjörtímabilið, jafnvel þó skoðanakannanir hafi oft á tíðum verið flokk hans vægast sagt óhagstæðar, lengst framanaf.
Um hugleiðingar þínar um fortíðina er fátt að segja, end hún löngu liðin. Þó er kannski rétt að benda á að kosningaloforð Framsóknar um 90% lán frá Íbúðalánasjóð (Húsnæðisstofnun), kom til vegna samkeppni frá einkabönkunum. Þá er rétt að minna á að þessi 90% leið var aldrei 90% leið, þar sem þak var sett á lánin. Það þak var svo neðarlega að jafnvel þó fólk væri einungis að kaupa ódýra gamla blokkaríbúð gat það ekki fengið 90% af kaupverðinu að láni frá Húsnæðisstofnun.
Einkabankarnir lánuðu hins vegar allt að 100% af kaupverði. Þar var ekki neitt þak. Að vísu voru þeir með þann leiða galla að gera mikinn greinarmun á hvar fólk ætlaði að versla sér eign og búa. T.d. gátu sumir ekki einu sinni fengið 10% lán til húsnæðiskaupa hjá þessum bönkum, ef það ætlaði að versla sér íbúð einhverstaðar úti á landi. þó gat fólk sem bjó í Reykjavík auðveldlega fengið allt að 100% lán til kaupa á sumarhúsi á næstu jörð við hliðina! Þetta var stór ljóður á starfsemi þessara einabanka.
Því er vart hægt að kenna húsnæðisbóluna á Framsóknarflokk. Þar eiga gömlu föllnu bankarnir allan heiður.
Einkavæðing bankanna, hin fyrri, var um margt gagnrýniverð. En þar á ekki einn flokkur sök, heldur tveir.
Gunnar Heiðarsson, 5.4.2013 kl. 11:38
geisp......
Og svo skiljið þið ekkert í því afhverju flokkurinn er að hverfa...
Sigurður (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 19:13
Ég skrifa bloggpistil í dag í svipuðum dúr og þinn pistill er. Hugsanlega er ástæða þess hvað bandarískir sérfræðingar mændu á Framsóknarflokkinn í seinni heimsstyrjöldinni sú, að Jónas frá Hriflu var enn formaður hans (settur af 1944) og allra Íslendinga áhugasamastur um að tryggja "Engilsöxum" aðstöðu hér eftir stríðið. Það taldi hann nauðsynlegt vegna öryggis landsins á næstu áratugum og var að þessu leyti framsýnni en margir aðrir. Jónas einangraðist hins vegar og þótti ganga allt of langt þegar hann vildi semja við Bandaríkjamenn um þrjár herstöðvar til 99 ára.
Ómar Ragnarsson, 5.4.2013 kl. 21:41
Gaman væri að sjá hvernig þú rökstyður það að framsóknarflokkurinn hafi valdið húsnæðisbólinni. Ég vona þín vegna að þú sért ekki að tala um 90% lánin því þau höfðu fráleitt nokkur áhrif sem skiptu máli enda á þeim þak sem var um 15,8 milljónir sem gerði það að verkum að það reyndi afar sjaldan á 90% regluna. Tilfellin sem reyndi á regluna var þegar keyptar voru litlar og ódýrar eignir enda var markmiðið að auðvelda ungu fólki að koma þaki yfir höfuðið á ný stofnuðum fjölskyldum.
Aðrar fullyrðingar eru auðvitað ekkert annað en innantómar fullyrðingar.
Þó að sjálfstæðismenn séu óskaplega móðgaðir yfir slælegu gengi þá verðið þið að passa ykkur á að detta ekki niður forarpytt ódýrs málflutnings og ráðast á framsóknarflokkinn með svona drullumalli. Það mun ekki gagnast ykkur.
Ég held að flest skynsamt fólk vilji sjá sterkan sjálfstæðisflokk og framsóknarflokk mynda sterka stjórn í kjölfar kosninga.
Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 22:11
Nú finst mér moldin farin að rjúka í logninu.
Hvað var (S) allan þennan tíma sem (F) var að gera öll þessi asnaprik?
En að ásaka þá sem eru í framboði (F) í kosninguni eftir 21 dag er afskaplega léleg rökræð.
Það er verið að kjósa um framtíðina en ekki fortíðina.
Af fjórflokkunum hefur (F) hreynsað sig bezt og við ættum að gefa þeim the benefit of the doubt áður en við ákðrum þau um landráð.
Landsfundurin (S) er uppruni af fylgis hruni (S) flokksins og þetta sáu allir, það var ekkert sérstakt í þeirra stefnuskrá um að:
1. Afnema verðtrygginguna fyrir næstu áramót.
2. Loka Evrópustofu daginn eftir Ríkisstjórnarmyndun
3. Þjóðaratkvæði um ESB ekki seinna en október 2013.
(S) Landsfundurin skinjaði ekki púls þjóðarinnar, og þess vegna fer sem fer fyrir fylgi (S) í kosninguni eftir 21 dag.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.4.2013 kl. 01:53
Þakka ykkur fyrir innlegginn, uppfræðsluna skoðanirnar og þess vegna það sem sumi rkalla nöldrið. Ómar ég held að þetta sé alveg rétt metið hjá þér. CIA mennirnir á þessum tíma höfðu þetta í huga eða e.t.v. voru þeir frá FBI eða bara sérlegir sendimenn Bandaríkjaforseta.
Jón Magnússon, 7.4.2013 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.