Leita í fréttum mbl.is

Hrun Samfylkingarinnar

Athyglisverðastu úrslit alþingiskosninganna er hrun Samfylkingarinnar.  Jafnvel þó öll atkvæði útibúsins í Bjartri framtíð séu lögð við fylgi Samfylkingarinnar þá er samt stórtap.

Jóhanna Sigurðardóttir ber alla ábyrgð á fylgishruni Samfylkingarinnar.  Eftirtektarvert er að allir stuðningsmenn hennar úr gamla klofningsframboðinu Þjóðvaka sem voru í framboði fyrir Samfylkinguna skuli hafa fallið í kosningunum. ´

Árna Páli verður ekki kennt um slakt gengi Samfylkingarinnar. Jóhanna var búin að sá því illgresi sem Árni Páll gat ekki reytt úr arfagarði Samfylkingarinnar á þeim stutta tíma sem hann hafði frá því að Jóhanna sagði af sér.  Jóhanna virðist því hafa afrekað það að eyðileggja endanlega hugmyndina um sameiningu vinstri manna í einum flokki. Eftir þessar kosningar eru 3 álíka stórir vinstri flokkar á þingi. Síðan voru önnur vinstri framboð sem náðu ekki nægjanlegu fylgi. Jóhanna sklur því við vinstri væng stjórnmálanna í algjöru uppnámi. 

Vilji Samfylkingin ná áhrifastöðu í íslenskum stjórnmálum að nýju er mikið verk að vinna. Fylgið er hrunið og einu baráttumálin sem flokkurinn stendur fyrir meta kjósendur sem lítt aðkallandi.  Ljóst er að Samfylkingin þarf að fara í pólitíska endurhæfingu ef flokkurinn ætlar að reyna að verða trúverðugt sameiningarafl á vinstri væng stjórnmálanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband