Leita í fréttum mbl.is

Íslensk stjórnmál á réttri leið.

Yfirbragð stjórnmálanna hefur breyst til batnaðar. Þess sáust merki í sjónvarpsumræðum fyrir kosningar. Í flestum tilvikum kom fram fólk sem fór fram af yfirvegun og prúðmennsku. Þá gátu fulltrúar þeirra flokka sem náðu kjöri á þing náð saman í eðlilegum málefnalegum umræðum.

Hvílík breyting frá því að hlusta á svigurmæli,illyrði og róg eins og fráfarandi forsætisráðherra beitti jafnan í umræðunni og helstu fylgismenn hennar og sporgöngufólk sem reitir nú hár sitt af reiði yfir að hafa fallið út af þingi og kennir Árna Páli um. Tími hatursins, reiðinnar og sleggjudómanna er vonandi liðinn. Alla vega í bili og vonandi sem lengst. Púkinn á fjósbita Vinstri grænna verður að vera úti í horni þó lengsta þingsögu hafi.

Það var gaman að sjá nýkjörna þingmenn tjá sig í dag með þeim hætti að þeir vilji bæta yfirbragð þingstarfa og stuðla að sátt og einingu í þjóðfélaginu. Það gefur von um betri framtíð í stjórnmálunum.

Formaður Sjálfstæðísflokksins komst vel frá þessum fyrsta degi í sviðsljósinu sem hugsanlegur verðandi forsætisráðherra. Það er góðs viti að þingmenn bíða ekki eftir því að leifar fortíðarinnar á Bessastöðum taki sér vald umfram það sem eðlilegt er og íslensk stjórnskipunarhefð býður upp á.

Vonandi halda þingmenn áfram á þessari braut og ná að auka veg og virðingu Alþingis þó þeir haldi fast á málum í samræmi við hugsjónir sínar og víki aldrei, þegar hagsmunir lands og þjóðar eru í húfi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband