Leita í fréttum mbl.is

Til hvers sumarþing?

Stjórnarandstaðan segist hafa fengið fundarboð á sumarþing með matseðli eldhúss Alþingis. Slíkt fundarboð er óvenjulegt en ekki úr takti við soðbrauðið og aðrar krásir sem fjölmiðlar röktu svo rækilega að væru á borðum formannanna við stjórnarmyndunina.

Óháð fundarboðinu þá er spurning af hverju verið er að boða til sumarþings.  Slíkt er eðlilegt ætli ríkisstjórnin að beita sér fyrir breytingum á lögum sem ekki mega bíða til haustsins í stað þess að beita bráðabirgðalögum. 

Vissulega er eðlilegt að boða sumarþing til að afnema verðtryggingu á neytendalánum þ.m.t. húsnæðislánum neytenda þegar í stað. Einnig er mikilvægt að nota tækifærið í sparnaðarskyni til að leggja af stofnanir og rekstur sem ríkisstjórnin telur að ekki sé á vetur setjandi.  Ekki verður séð að önnur mál kalli sérstaklega á sumarþing.

Við andstæðingar verðtryggingar á neytendalánum getum því verið vongóð um að ríkisstjórnin láti það mál til sín taka eigi síðar en í næstu viku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Víst er nokkur þörf utan þeirrar er þú nefnir:

1) Stjórn fiskveiða, veiðigjald.

2)Gamla fólkið og öryrkjar.

Sveinn Snorrason (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 22:48

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég vona að þú hefur svokallað "inside information" ef Ríkisstjórnin afrekar að afnema verðtrygginguna í sumar, þá er sumarþing þess virði.

Ef ekki þá er sumarþing "waste of time and funds."

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 4.6.2013 kl. 02:37

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Góðan daginn Jón Magnússon. Ég vil minna á að það er fleira en verðtryggingin sem þarf að laga á sumarþingi. Það þarf líka að leiðrétta kjör lífeyrisþega eins og lofað var, það þolir enga bið, .það vitum við sem þekkjum málið. KV. PS. Ég vil aðeins minna á það að ef svikin loforð verða endurtekin á Þingi hjá þessari Ríkisstjórn, þá er endanlega búið að jarða Alþingi Íslands. Engin virðing verður borin fyrir Alþingi!!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.6.2013 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 324
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 4145
  • Frá upphafi: 2427945

Annað

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 3835
  • Gestir í dag: 286
  • IP-tölur í dag: 268

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband