Leita í fréttum mbl.is

Þegar ríkið stal gjaldeyrinum.

Ástmundur hefur lengi verið skrifstofustjóri á ríkisstofnun. Hann segir farir sínar ekki sléttar. Hann sagði að vegna tíðra utanlandsferða fyrir ríkið, hafi hann jafnan fengið farareyri, en þar sem hann er maður sparsamur hafi hann alltaf átt fyrningar og lagt afganginn inn á gjaldeyrisreikninga í Evrum og Bandaríkjadölum. Sama sagðist Ástmundur hafa gert með annan erlendan gjaldeyri sem hann fékk. 

Ástmundur  á rúmlega 100 þúsund Evrur á gjaldeyrisreikningnum  og álíka mikið í Bandaríkjadölum. Fyrir nokkru afréð Ástmundur að festa kaup á íbúð á Costa del Sol. Vegna íbúðarkaupanna ætlaði Ástmundur að millifæra af gjaldeyrisreikningunum sínum en þá kom babb í bátinn.

Ástmundur segir að bankafólkið hans hafi sagt að hann ætti engan gjaldeyri. Þessir reikningar hans væru reikningseiningar í erlendum gjaldmiðli en hann ætti hvorki Evrur né Bandaríkjadali. Ástmundur segist hafa hváð og fengið þetta ítrekað þrátt fyrir að hann hafi alltaf lagt inn gjaldeyri á reikningana.

Ríkið plataði Ástmund til að leggja inn gjaldeyri og stal honum síðan og býður honum að fá greitt í íslenskum krónum.  Ástmundi finnst að þessi þjófnaður á gjaldeyrinum hans jaðri við hegningarlög.

Nú krefst Ástmundur þess að hann sitji við sama borð og erlendir kröfurhafar í bankana. Fái kröfuhafarnir greitt í gjaldeyri þá ætlar Ástmundur að krefjast þess á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að hann fái líka greitt af gjaldeyrisreikningunum sínum í gjaldeyri. Ástmundur skilur hreint ekki að annað eigi að gilda fyrir hann en erlendu kröfuhafana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Farareyrir á miða við sparsama skyldu-starfsmenn, og láta þá skila umfram til baka að eignum almennings. Galli í kerfinu hér.

Júlíus Björnsson, 6.6.2013 kl. 17:35

2 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Svo eru allir þeir sem búa á Íslandi en starfa að hluta eða öllu leyti í útlöndum og fá greitt í gjaldeyri. Þeir eru skyldugir til að leggja gjaldeyrinn í íslenskan banka þar sem þeir læsast inni eins og þú lýsir. VIðurlög við brotum á þessu eru mjög ströng. Ef þeir vilja nota peningana þá þurfa þeir að þiggja það gengi sem í boði er hverju sinni og borga þóknun til bankans fyrir krónukaupin að auki. Þetta gengi er töluvert lægra en raungengi krónunnar eða "aflandsgengi" eins og það er kallað. Íslendingar búsettir erlendis geta hins vegar keypt íslenskar krónur með miklum afslætti til þess að fjárfesta fyrir gegnum krónuútsölur seðlabankans.

Ég skil þetta ekki öðruvísi en mismunun á grundvelli búsetu sem hlýtur að stangast á við EFTA samninginn um frjáls viðskipti og fjármagnsflutninga, eða hvað?

Björn Geir Leifsson, 7.6.2013 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 165
  • Sl. sólarhring: 1480
  • Sl. viku: 3818
  • Frá upphafi: 2299913

Annað

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 3577
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 150

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband