Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið og kosningar um aðildarviðræður

Áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu er innan flestra stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur gert málið flokkspólitískt. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti að hefja viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu í andstöðu við annan stjórnarflokkinn. Samfylkingin rak málið á flokkspólitískum grunni og skipaði samninganefnd eftir eigin höfði án samráðs við önnur pólitísk öfl í landinu. Þessi framganga Samfylkingarinnar skaðaði vitrænar umræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu og olli málstað þeirra sem vilja aðild miklu tjóni.

Þau tæpu 4 ár sem aðildarviðræður hafa staðið að undirlagi Samfylkingarinnar hefur ekkert verið gert eða rætt sem máli skiptir. Umræðuferlið hefur verið alvörulaus kampavíns og matarboðsvettvangur.

Stefna ríkisstjórnarflokkana nú er ljós. Flokkarnir vilja ekki aðild. Þjóna aðildarviðræður tilgangi þegar ríkisstjórn er á móti aðild? Slíkt væri niðurlægjandi fyrir ríkisstjórn og samningsaðila. Sama var raunar um að ræða þegar fyrir lá í síðustu ríkisstjórn að annar stjórnarflokkurinn var alfarið á móti aðild.

Nú hamast stjórnarandstæðingar að því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um aðildarviðræður og vísa til stefnu Sjálfstæðisflokksins um að þjóðin fengi að greiða atkvæði áður en aðildarviðræður hæfust. Nú þegar afstaða ríkisstjórnarinnar liggur fyrir þá þjónar litlum tilgangi að greiða atkvæði um áframhald viðræðna. Væru þær samþykktar þá færu þær fram í andstöðu við vilja ríkisstjórnar og skiluðu engu en væru þær felldar þá er staðan óbreytt. Til hvers þá að kjósa?

Hvort sem Evrópusambandssinnum eða andstæðingum líkar betur eða verr þá verður alltaf að taka tillit til pólitísks veruleika. Í dag er hann sá að það þjónar ekki tilgangi að halda sýndarviðræðum um aðild að Evrópusambandinu áfram hvort sem mér eða öðrum landsmönnum líkar betur eða verr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þér mikið sammála Jón, í grundvallaratriðum gengur þetta ekki upp.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband