Leita í fréttum mbl.is

Barátta sem drepur miðborgina

Á sama tíma og fyrirbrigðið í stóli borgarstjóra berst fyrir þrengingum á götum og aksturshindrunum með góðri hjálp Gísla Marteins ræða menn í Bretlandi um að þessi stefna hafi beðið skipbrot.

Í Bretlandi er talað um að setja nýjar viðmiðanir til að auðvelda bílaumferð, þá helst miðborgarumferð. Stefna þeirra Gísla Marteins og fyrirbrigðisins í stóli borgarstjóra er sögð hrekja bílstjóra frá því að versla í miðborginni en stunda þess í stað viðskipti á netinu eða stórmörkuðum í úthverfum.

Skortur á bílastæðum, þrengingar á götum og hátt verð í tímabundin bílastæði dregur úr löngun fólks til að fara í miðbæinn. Mikilvægt er að bílastæðum í og við miðbæinn verði fjölgað þau verði örugg og ódýr ef vilji er til að skapa daglega meira líf í miðborgarkjarnanum.

Sumarfríum er að ljúka og skólar að byrja. Umferð þyngist. Víða í borginni eru umferðarteppur og umferð gengur hægt vegna þess að ekki hefur verið hugað að nauðsynlegum umbótum á umferðarmannvirkjum.  Í komandi umferðarteppum í vetur geta bílstjórar í Reykjavík hugsað til Jóns Gnarr og meðreiðarsveina hans í umferðarþrengingunum.  Minnast þess í leiðinni að það er nauðsynlegt að kjósa fólk í borgarstjórn sem veit hvað það er að gera og á að gera og skilur samhengi hlutanna.

Kosningar eru nefnilega alvörumál líka borgarstjórnarkosningar. Ekki grín og ekki fíflska.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þú ert að segja nákvæmlega það sam og ég hef líka sagt. Þegar bílastæðin hverfa, hverfur líka fólkið, sem var í bílunum. Laugavegurinn var drepinn fyrir allmörgum árum, þegar bíastæðum þar var fækkað mikið og það sama er að gerast í miðbæjarkjarnanum, t.d. í þeim hluta Austurstrætis, sem var lokað. Bíastæðin þar skiptu miklu máli, en nú er þarna einkar óaðlaðandi auðn og tóm. Þrenging Snorrabrautar er alvarlegt og beinlínis hættulegt skemmdarverk og best er að hafa sem fæst orð um Hofsvallagötuna. Sú aðgerð ber öll merki þess að vera sprottin úr heilabúi sjálfs höfuðpaursins, Jóns Geranarrs.

Ég er ekki alfarið á móti hraðahindrunum, en þær eru orðnar allt of margar og flestar allt of háar og brattar. Ég reif t.d. pústkerfi undan bílnum fyrir nokkru á einni slíkri og þó er bíllinn minn ekkert sérstaklega lágur.

Vilhjálmur Eyþórsson, 27.8.2013 kl. 01:05

2 identicon

það er nú ekki um auðugan garð að grisja þegar maður lítur til þess sem er í boði í næstu borgarstjórnar kosningum. Get ekki séð að Sjálfstæðisflokkurinn nái mörgum mönnum inn með það mannval sem í boði er hjá þeim.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 08:13

3 identicon

Naglinn beint á höfuðið að vanda Jón Magnússon. Það eiga allir að fara út að hjóla allt árið um kring, eins og það er nú fáránlegt hér á landi. Með tvö börn í kerru aftaní í kolniðamyrkri klukkan 8 á leið í leikskólann. Guð á himnum.. Ég er samt nýbúinn að fá mér hjól og kaosin sem ríkir í þeirri umferðarmenningu er algjör. Það eru lagðir hjólastígar um allar trissur , en engar reglur, leiðbeiningar eða neitt í meðgjöf. Engin stefna. Enginn hámarkshraði. Borgarhjól og keppnishjól í einum graut. Ekkert skipulag. Hjólabrautir enda inní runnum, krossa gangbrautir, klettaveggir settir upp æi hættulegum beigjum, bara til að nefna sumt af fáránleikanum. Bara hjóla spólvitlaust um allt. Hef aldrei verið nær því að slasast í umferðinni eins og þegar ég fór í minn fyrsta túr hjólandi. Gísli Marteinn og flugvöllurinn okkar góði, er svo önnur saga, sem vert er að Sjálfstæðisflokkurinn hugleiði.

Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 08:21

4 Smámynd: K.H.S.

 Held að Gísli Marteinn ætti að elta Ellert og Stephensen, en þó ekki þrisvar plús einn og Steppesen. Það virðist vera árátta hjá Gnarr og Dagsbjörtum að allir eigi bara að hjóla. Svo þegar maður kynnist hjólamennskunni eftir að hafa fjárfest í hjóli. þá kemst maður að því að glundroðinn í bílaumferðinni er algjör hátíð miðað við hjólreiðaumferðina. Kaosin er algjör. Regluverkið ekkert. Slysin á næsta leiti og þau sem orðið hafa  ekki skrásett . Lögregla ekki tilkvödd og engar skírslur færðar.

 http://kuldaboli.blog.is/blog/kuldaboli/entry/1309963/

http://kuldaboli.blog.is/blog/kuldaboli/entry/1309963/

K.H.S., 27.8.2013 kl. 09:08

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Núna tefjast bíleigendur á nokkurra metra millibili í miðborg Reykjavíkur. Vélarnar mala í lausagangi á Geirsgötu og Mýrargötu og reyndar um alla borg sem aldrei fyrr og loftmengun er mörgum óþægileg.

Verjendur 250 hjólreiðamanna í borginni er manna duglegastir að eitra andrúmsloft borgarbúa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.8.2013 kl. 12:36

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Miðborgin er náttúrlega bara "barn síns tíma," svo maður noti þá klysju.

Þegar hún var byggð þá áttu sumir hesta, sem var öllu auðveldara að leggja.

Þá var líka í tísku að deyja úr innantökum, lungnabólgu og berklum.

Við fórum svo frekar illa úti úr stríðinu - það gleymdist alveg að sprengja miðborgina í loft upp. Það hefði hjálpað.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.8.2013 kl. 12:42

7 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Vilhjálmur og þetta með hraðahindranirnar er óneitanlega nokkuð sérstakt. Í fyrsta lagi eru þær ekki samræmdar þannig að sumar eru miklu hærri og hættulegri en aðrar. Svo gat ég nú ekki annað en brosað að sjá að það er komin hraðahindrun rétt við heimili mitt þar sem engin þörf var á og ökuhraði er almennt mjög lítill og almennt engin umferð barna eða unglinga.

Jón Magnússon, 27.8.2013 kl. 15:47

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir innleggið Kári. Ég vissi ekki að óreglan væri svona mikil á hjólabrautunum. Umferðarreglurnar gilda þar líka. Ef til vill hefur gleymst að brýna það fyrir fólki.

Jón Magnússon, 27.8.2013 kl. 15:49

9 Smámynd: Jón Magnússon

Eru þeir ekki miklu fleiri Heimir. En hvað sem því líður þá er ég ekki að amast við hjólreiðafólki frekar en þú en vil að umferðin fái að ganga eðlilega það er aðalatriðið hvort sem fólk er gangandi, hjólandi eða á bíl. Svo er það kjánalegt að vera í stríði við einkabílinn í landi þar sem iðulega viðrar ekki til göngu- eða hjólaferða.

Jón Magnússon, 27.8.2013 kl. 15:52

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það svo gjörla Ásgrímur en hitt veit ég að mörgum finnst óþægilegt að fara niður í miðbæ og gera það ekki nema brýna nauðsyn beri til af því að þeir veigra sér við að geta hvergi fundið bílastæði.

Jón Magnússon, 27.8.2013 kl. 15:53

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Má vera að hjólreiðamenn séu mun fleir en 250i. En borgaryfirvöld eru ekki að hugsa um hag fjöldans þegar þau setja upp hverja hraðahindrunina á fætur annari og hver gönguljósin á fætur öðrum.

Þau eitra andrúmsloftið ótæpilega. Það finna t.d. leigubílstjórar sem sitja langtímum saman í bílum sínum, bæði innvortis og ekki síður útvortis.. Varðandi hjólreiðamenn, þá virðast þeir lifa í eigin heimi, með sér umferðarlög hvað þá annað. Aldrei nokkurn tíma hef ég séð löggæslumenn stugga við þeim þó þeir horfi á lögbrotin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.8.2013 kl. 16:13

12 Smámynd: Jón Magnússon

Löggan er aldrei á hjólreiðastígunum er það ekki þess vegna?

Jón Magnússon, 27.8.2013 kl. 17:34

13 identicon

Ég hjóla mikið og tek undir með ykkur að ég hef aldrei séð lögguna á hjólreiðastígunum. Hvað hjólreiðamenn varðar að þeir lifi í eigin heimi, þá er nokkuð til í því hjá Heimi en margir þeirra eru alveg úti á þekju oft á tíðum, eru ekkert að fylgjast með hvað er fyrir framan þá, eins og bílstjórar sem eru að tala í síma og halda öllum á eftir sér oft á báðum akreinum eins og ég lenti í hérna áðan. Og svo eru það þessir sem eru á kappaksturshjólunum. Þeir eru frekastir allra og sérstaklega ef þeir ferðast saman í hópum, þá taka þeir ekki tillit til nokkurs manns. Hvorki gangandi né keyrandi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 18:15

14 Smámynd: Kommentarinn

"í landi þar sem iðulega viðrar ekki til göngu- eða hjólaferða."

"Verjendur 250 hjólreiðamanna í borginni er manna duglegastir að eitra andrúmsloft borgarbúa"

Þið eruð nú meiri steingervingarnir. Það er amk augljóst að þið hafið ekki mikla reynslu af hjólreiðum eða gönguferðum. Veturnir í norður evrópu eru víða mun verri en hér en þó eru ganga og hjólreiðar vinsælir valkostir. Að nota veðrið sem afsökun er bara aumingjaskapur.

Helsti steinn í götu gangandi og hjólandi er ekki veðrið heldur borgarskipulagið. Borgin utan við 101 er skipulögð fyrir bíla og fer því megnið af borgarlandinu undir götur og bílastæði. Þetta gerir allar fjarlægðir lengri en þær þyrftu annars að vera.

Síðustu 10 árin ca. hefur orðið bylting í lagningu hjólreiðastíga og fjölgar hjólreiðamönnum um fleiri hundruð árlega og sumir hjóla allt árið. Eins og fram hefur komið einkennist hjólreiðamenningin þó af miklum glundroða og við lagningu stíga er oft bersýnilegt að menn hafa ekki mikla reynslu af slíku. Ég vona að þetta séu byrjendamistök og að skipulag og umferðarmenningin lagist með aukinni reynslu yfirvalda og allra nýju hjólreiðamannanna.

Einkabíllinn er barn tuttugustu aldar og ég spái því að það verði eingöngu einstaka sérvitringar sem eiga bíl eftir 2050. Það verða þó ekki bættar hjólasamgöngur sem munu stuðla að því heldur sjálfkeyrandi bílar. Efnahagslegar afleiðingar þeirrar byltingar sem þegar er hafin mun valda því að mun ódýrara verður fyrir flesta að nota leigubíla (án bílstjóra) fyrir stakar ferðir en að kaupa bíl til einkanota. Bílastæði verða því óþörf víða og fásinna að skipuleggja til framtíðar með því að halda áfram að eyða of miklu plássi undir bílastæði.

Kommentarinn, 28.8.2013 kl. 10:36

15 identicon

Vér eru á villigötum. Borgir eru ekki fyrir bíla, heldur fyrir fólk!

Ríkarður Ö. Pálsson (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 10:46

16 Smámynd: Alfreð K

Ég vil taka undir þetta með hraðahindranirnar, það hefur orðið einhver skyndileg sprenging í þeim núna bara á síðasta ári, það er einhver geggjun í gangi (og ekki bara í Gnarrenburg, heldur víðar á höfuðborgarsvæðinu).

Helst langar mig til að vita hvaðan þessar fáránlegu köntuðu bleiku hraðahindarnir koma (og hver er að græða á þeim), ég sá þær fyrst í fyrra (í Árbæ, minnir mig), þessum forljótu tonnaflykkjum virðist vera einhvern veginn bara hlammað niður á götuna í heilu lagi í skjóli nætur (kannski eftir að búið er að fræsa aðeins) og íbúar (eins og ég) vakna allt í einu við það einn góðan veðurdag að geta ekki lengur keyrt greitt að heiman þá vegi sem það hefur alltaf gert í öll þessi ár - og það auk þess yfirvegað (á löglegum hraða)!

Þessar trapisulaga hraðahindranir eru beinlínis fjandsamlegar ökumönnum, líka þeim sem keyra á löglegum hraða, því að nema menn lækki hraðann niður í a.m.k. 20 km/klst. tekur bíllinn á sig þungt högg öðru megin við að fara yfir þær. (Svona endurtekin högg á bílana dag eftir dag, mánuð eftir mánuð hljóta að enda með ferð á verkstæði fyrr en ella hefði verið og þá með tilheyrandi aukakostnaði fyrir bílaeigendur.)

Ég er búin að kvarta við skrifstofur míns sveitarfélags út af þessu og skilja eftir skilaboð, en fólki þar virðist fátt um finnast (kurteisu erindi mínu hefur ekki einu sinni verið svarað!), gaman væri nú að vita hvort svona splunkuný hraðahindun fyrirfinnist líka við t.d. heimili bæjarstjórans (á hann ekki að leiða með góðu fordæmi?).

Alfreð K, 28.8.2013 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband