Leita í fréttum mbl.is

Hverju má trúa?

Ekki liggur enn fyrir hver beitti efnavopnum í Sýrlandi fyrir nokkrum dögum. Talsmenn innrásarveldanna í Afganistan eru þó sammála um að það hafi verið stjórnarher Assads. Fróðlegt verður að fá úr því skorið hvað sé rétt í þeim staðhæfingum. Hafi stjórnarherinn beitt efnavopnum nú þegar hann er kominn með undirtökin í baráttunni við uppreisnarmenn þá væri það ótrúlega heimskulegt.

Í dag var sagt frá því í grein í Daily Telegraph að Bandar bin Sultan yfirmaður leyniþjónustu Saudi Arabíu hafi átt fund með Putin Rússlandsforseta fyrir þremur vikum og boðið honum upp á samvinnu um að halda uppi olíuverði en löndin framleiða um 45% af heimsframleiðslunni auk þess að stöðva hryðjuverkastarfsemi Chechena ef Rússar hættu að styðja ríkisstjórn Assads Sýrlandsforseta. Putin mun hafa hafnað tilboði Saudi Araba og sagt að Rússar teldu núverandi ríkisstjórn vera bestu talsmenn fólksins í Sýrlandi en ekki mannæturnar í liði uppreisnarmanna. Bandar mun þá hafa sagt að þá kæmi ekkert annað til greina en hernaðaríhlutun í Sýrlandi.

Skyldi þessi frásögn vera rétt? Sé svo þá er spurningin gerðu Saudi Arabar, Bretum, Bandaríkjamönnum og Frökkum tilboð um eitthvað til að  þeir beittu hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Barnaleg umfjöllun hjá Jóni Magnússyni. Bandar bin Sultan, Putin, Assad, Obama, Cameron. Allir þessi menn eru á lífi og líklega nokkuð hressir. Hinsvegar hafa mörg hundruð börn verið drepinn með efna vopnum (chemical weapons, Sarin, Tabun, Soman, Cyclosarin etc).

Mér finnst það skipta litlu máli hverjir beittu þessum eitruðu efnum, stöðva verður þetta viðbjóðslega stríð strax. Og það verður ekki gert með því að lepja lopapeysu latte.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 18:21

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Já, hverju má trúa Jón ? Eftir uppreisnir í Túnis, Egyptalandi og Lybíu var þaulsetnum stjórnarherrum komið frá völdum. Í því síðast talda með dyggri aðstoð Vesturvalda, sem forðuðu því að Gaddafi gæti með hervaldi knésett uppreisnarmenn. Manni virðist sem "uppreisnaröfl" í Sýrlandi séu af öðrum toga, ekki heimamenn sem vilja harðstjóra burt, enda var við algjört ofurefli að etja. Þetta er orðin það flókin vígstaða að varla er hægt að sjá hvort það er til góðs eða ills að BNA og bandamenn blandi sér í þetta borgarastríð. Enn meiri mannfórnir og því litla sem eftir stendur í landinu gjöreytt. Hvers vegna eru enga talsmenn uppreisnaraflanna hægt að fá að samningaborði í þessum hildarleik og hvers á sýrlenska þjóðin að gjalda ?

Sigurður Ingólfsson, 27.8.2013 kl. 21:46

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þessi umfjöllun Haukur er ekki frá mér komin. Ég er að vísa til skrifa í erlendu blaði hversu barnalegt eða kjánalegt sem þér finnst þetta.

Jón Magnússon, 27.8.2013 kl. 23:41

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt spurningin Sigurður. Af hverju beittu Bandaríkin, Bretland og Frakkland sér ekki fyrir friðarviðræðum strax í stað þess að leggjast einhliða á sveif með uppreisnaröflunum ásamt Tyrklandi, Saudi Arabíu og flóaríkjunum. Mér fannst það strax skammsýni og sýnist það enn frekar nú.

Jón Magnússon, 27.8.2013 kl. 23:42

5 identicon

Það má nú minnast Kuwait

Það er útilokað að USA hefði komið þeim "til hjálpar" árið 1990 ef ekki hefði verið þar OLÍA

Fékk ekki USA  greitt  17 biljón $ frá Kuwait fyrir björgunina ?

Grímur (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 06:29

6 identicon

Sæll Jón

Ef við gefum okkur það að niðurstöður séu komnar fram (U.N. Official And Syrian Kurdish Leader: Assad Did Not Use Chemical Weapons), þá er það spurning hvort þær verði nokkuð birtar í öllum helstu fjölmiðlum, þar sem það stendur ekkert annað til en fleiri stríð (eins og hann General Westley Clark hefur bent á með PNAC)?


Leaked emails prove Obama "backed plan to launch chemical weapon attack on Syria and blame it on Assad"

“Phil

We’ve got a new offer. It’s about Syria again. Qataris propose an attractive deal and swear that the idea is approved by Washington. We’ll have to deliver a CW (chemical weapon) to Homs, a Soviet origin g-shell from Libya similar to those that Assad should have. They want us to deploy our Ukrainian personnel that should speak Russian and make a video record. Frankly, I don’t think it’s a good idea but the sums proposed are enormous. Your opinion? Kind regards David” (Hacked e-mails reveal 'Washington approved' plan to stage Syria chemical attack)

Al Jazeera, Reuters Published the news of Massacre in Syria one day before the Massacre Happened

Report: War Looms: Hundreds of American Troops and CIA Operatives Have Entered Syria

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 13:39

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Miðað við Breaking News rétt í þessu á RT vefnum þá hafnaði breska þingið hernaðaríhlutun vegna ónægra sannana. Einnig getur bandaríska leyniþjónustan ekki sannað að Assad hafi fyrirskipað árásina. Svo virðast rússar ekki vera spenntir fyrir innrás í Sýrland.

Sumarliði Einar Daðason, 29.8.2013 kl. 22:11

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju skiftir máli með hvaða prikum þessir útlendingar berjast? Af hverju er prik A löglegt en prik B ólöglegt?

Af hverju skiftir það svo miklu máli að það þarf skyndilega að fara að berja á þeim (með viðurkenndum prikum?)

Hvaðan kemur þessi skyndilega þrá til að fara í stríð?

Ásgrímur Hartmannsson, 29.8.2013 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 496
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband