Leita í fréttum mbl.is

Barátta Jóns Gnarr gegn Guði

Jón Gnarr hefur hafið baráttu gegn æðra mætti, sem hann nefnir Guð óháð því hvaða trúarbrögð eiga í hlut. Hann segir að Íslamistar, Ameríkanar og Rússar tali mikið um Guð, drepi og undiroki í nafni Guðs. Þá segir hann líka að trú á Guð leiði til geðveiki og heimur án trúarbragða væri miklu betri og öruggari.

Þessi ummæli hafa fengið feiki góðar viðtökur og m.a. dæmi um að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lýst velþóknun á þessu nýjasta rugli borgarstjórans.

Fólki er frjálst að trúa því sem það vill eða trúa ekki neinu ef það vill. Jón Gnarr er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti sem ákveður að berjast gegn Guði. Það er hans mál. Hins vegar er miður þegar menn byggja skoðun á staðreyndavillum eins og borgarstjóri gerir.

Rússar og Bandaríkjamenn tala ekki mikið um Guð og heyja ekki stríð og undiroka þjóðir í nafni Guðs. Íslamistar eru trúarbragðahópur.  Sú skoðun að trú á  Guð leiði til geðveiki er dæmi um algera kerlingarbók dragdrottningarinnar Jóns Gnarr. Í þriðja lagi þá hafa stríð á síðari tímum sjaldan verið háð í nafni Guðs eða þjóðir undirokaðar í nafni hans. Þó margt vont hafi verið gert í nafni trúarinnar af spilltum leiðtogum þá jafnast það ekkert á við illvirki guðleysingja sem hafa iðulega stjórnað för.

Stalín, Hitler og  Djengis Khan og fjölmargir aðrir illvirkjar í mankynssögunni voru trúleysingjar. Allir fóru þeir í stríð á öðrum forsendum en Guðlegum. Allir drápu þeir milljónir manna. Heimurinn var hvorki góður né öruggur þegar þeir trúleysingjarnir Stalín og Hitler voru upp á sitt besta. Satt að segja hefur hann aldrei verið jafnslæmur og hættulegur.

Sem betur fer kallar trú og leit að æðra mætti á það besta hjá langfelstum sem þess leita. Í sögu Evrópu geta menn lesið um það hvernig trúin varð þess valdandi að á 200 ára tímabili hernaðar í álfunni þá fékk almenningur að vera í friði. Stríð var á milli herja. Þeir trúleysingjarnir Stalín og Hitler ásamt öðrum illvirkjum breyttu þessu af því að þeir höfðu ekki neina trúarlega staðfestu og drápu a.m.k. meir en 20 milljónir almennra borgara í nafni sjálfskipaðs almættis stefnu og yfirburða kynþátta.

Fram að þessu hefur fyrirbrigðið í stóli borgarstjóra aðallega veist að kristninni, en nú er hann kominn í baráttu við öll trúarbrögð. Miðað við ruglingslega delluframsetningu í stuttum pisti hans gæti hann talið að þetta verði honum til framdráttar til að ná endurkjöri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>Stalín, Hitler og Djengis Khan og fjölmargir aðrir illvirkjar í mankynssögunni voru trúleysingjar.

Hitler skrifaði í Mein Kampf að hann væri að vinna fyrir hinn almáttuga skapara með því að berjast gegn gyðingum. Hitler var ekki trúleysingi.

Af hverju í ósköpunum heldurðu að hann hafi verið trúleysingi?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2013 kl. 00:13

2 identicon

Trúarbrögð og stjórnmál leiða fólk stundum út í einhverja dellu. Þegar leiðtogarnir nýta sér hjarðhegðunina gerast oft slæmir hlutir. Stríðandi þjóðir, þar á meðal Bandaríkjamenn þykjast gjarnan vera með guð sér til fulltingis. Það er einnig vandamál fyrir bandarísk stjórnvöld að þeir virðast telja réttmætt að þeir útdeili refsingum og séu sjálfkjörnir til að hlutast til um málefni annarra þjóða.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 07:47

3 Smámynd: Jón Magnússon

Var það þess vegna Hjalti sem hann lét ofsækja kristið fólk og söfnuði Hjalti. Nasisminn hallaði sér ekki að eða byggði á trúarbrögðum. Nasisminn var guðlaus ofstækisstefna. Ekki átta ég mig á þessu samhengi í Mein Kamp og verð að viðurkenna að það er ansi langt síðan ég las þá bók og minnist þess nú ekki að þar hafi sérstaklega verið vísað í almættið.

Jón Magnússon, 2.9.2013 kl. 09:32

4 Smámynd: Jón Magnússon

Trúarbrögðin eru oft notuð til að réttlæta stríð Sverrir en þau eru sjaldnast undirrótin.

Jón Magnússon, 2.9.2013 kl. 09:33

5 identicon

Takk fyrir þennan pistil, Jón.Hann er góður.

Ég held að nafni þinn sanni með málflutningi sínum að hans skoðanir valda meira tjóni en trúin á Jesú Krist sem segir fylgjendum hans að læra af honum því : "hann er hóvær og af hjarta lítillátur"!

Snorri oskarsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 10:22

6 identicon

Bara svona skjóta þessu að (því þú heldur því fram að Bandaríkjamenn tali ekki mikið um guð):

One of the delegates, Nabil Shaath, who was Palestinian foreign minister at the time, said: "President Bush said to all of us: 'I am driven with a mission from God'. God would tell me, 'George go and fight these terrorists in Afghanistan'. And I did. And then God would tell me 'George, go and end the tyranny in Iraq'. And I did."

George Bush talaði oft um að guð segði sér eitt og annað. Meira um Íraksstríðið, hérna frá forseta Frakklands

"Bush believed the time had now come for that battle, telling Chirac:

“This confrontation is willed by God, who wants to use this conflict to erase his people’s enemies before a New Age begins”."

Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 11:05

7 identicon

"My feelings as a Christian points me to my Lord and Savior as a fighter. It points me to the man who once in loneliness, surrounded by a few followers, recognized these Jews for what they were and summoned men to fight against them and who, God's truth! was greatest not as a sufferer but as a fighter. In boundless love as a Christian and as a man I read through the passage which tells us how the Lord at last rose in His might and seized the scourge to drive out of the Temple the brood of vipers and adders. How terrific was His fight for the world against the Jewish poison. To-day, after two thousand years, with deepest emotion I recognize more profoundly than ever before the fact that it was for this that He had to shed His blood upon the Cross. As a Christian I have no duty to allow myself to be cheated, but I have the duty to be a fighter for truth and justice... And if there is anything which could demonstrate that we are acting rightly it is the distress that daily grows. For as a Christian I have also a duty to my own people.

-Adolf Hitler, in a speech on 12 April 1922 (Norman H. Baynes, ed. The Speeches of Adolf Hitler, April 1922-August 1939, Vol. 1 of 2, pp. 19-20, Oxford University Press, 1942)

Ísak Jónsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 11:43

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki skal ég um það segja hvort George W. Bush jr. hefur talað mikið um Guð eða ekki. Það breytir hins vegar ekki því að engin herhlaup af hálfu USA voru á grundvelli trúarbragða á hans tíma heldur vegna baráttu gegn hryðjuverkum. George Bush jr. talaði  hins vegar um krossferð einu sinni og var mjög átalin fyrir  það  m.a. í Bandaríkjunum og víðarog á það bent að það ætti alls ekki við.

Jón Magnússon, 2.9.2013 kl. 12:10

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ísak þú ert að vísa til ræðu frá 1922 í árdaga nasistaflokksins. Áttu ekki tilvitnanir frá þeim tíma að Hitler tók við völdum. Á þessum tíma voru kommúnistar að herja á kirkjuna m.a. í Munchen og ógnuðu m.a. lífi erkisbiskupsins þar sem síðar varð páfi. Það kann vel að vera að demagóg eins og Hitler hafi talið það vænlegt til vinsælda að orða málið með þessum hætti eins og raunar Jón Gnarr lýsti yfir skilst mér varðandi trú sína fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Það breytir hins vegar ekki því að Adolf og allt hans hyski voru á móti kristni og kirkju og prestar voru handteknir og myrtir í Þýskalandi og herteknu löndunum á valdatíma nasista.

Jón Magnússon, 2.9.2013 kl. 12:14

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>Var það þess vegna Hjalti sem hann lét ofsækja kristið fólk og söfnuði Hjalti.

Nasistarnir ofsóttu þá sem stóðu gegn þeim, þar með talið því kristna fólki og söfnuðum sem gerðu það. Þeir studdu hins vegar kristið fólk og söfnuði sem studdu þá.

Að þeir hafi ofsótt sumt kristið fólk gerir þá ekki hvorki ókristna hvað þá trúleysingja. Kristið fólk ofsækir nefnilega oft annað kristið fólk og nægir að benda á kaþólsku kirkjuna.

>Nasisminn hallaði sér ekki að eða byggði á trúarbrögðum. Nasisminn var guðlaus ofstækisstefna.

Í stefnu nasistaflokksins stendur í einum punktinum að nastistaflokkurinn styðji svokallaðan "jákvæðan kristindóm". Þar er einnig sagt að flokkurinn berjist gegn hinum "gyðinglega efnishyggju-anda". 

Þsvo að nasisminn hefði ekki sagt neitt um trúarbrögð, þá myndi það samt ekki breyta því að Hitler var ekki trúleysingi. Stefna Sjálfstæðisflokksins byggist ekki á trúarbrögðum. Það þýðir þó ekki að framármenn flokksins séu guð- eða trúleysingjar.

>Ekki átta ég mig á þessu samhengi í Mein Kamp og verð að viðurkenna að það er ansi langt síðan ég las þá bók og minnist þess nú ekki að þar hafi sérstaklega verið vísað í almættið.

Þetta eru lokaorðin í öðrum kafla: "And so I believe to-day that my conduct is in accordance with the will  of the Almighty Creator. In standing guard against the Jew I am defending the handiwork of the Lord."

Hitler var klárlega ekki trúleysingi. Svo veit ég ekki af hverju þú telur að Djengis Khan hafi verið trúleysingi, ég sé ekkert um það í skrifum um hann.

Væri ekki gáfulegast að halda sig bara við kommúnista eins og Stalín og Maó?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2013 kl. 12:43

11 identicon

 Alveg er þetta dæmigert fyrir Gnarrinn. Það sýnir sig líka á því að vilja hafa mosku á mest áberandi stað í borginni. Þeim væri nær að leyfa Rétttrúnaðarkirkjunni að fá þessa lóð, og færi betur um þeirra kirkju þar en hér í Vesturbænum. En þetta fólk í borgarstjórninni er alveg ákveðið í því að lýsa stríði á hendur kristinni kirkju, eins og hefur sannast á því að banna skólunum að hafa nokkurt samband við kirkjurnar og heimsækja þær um jól. Hvað skyldi koma næst? Einu sinni var Gnarrinn í kaþólsku kirkjunni, veit ég. Skyldi hann hafa fengið svona slæma reynslu af þeim trúarsystkinum okkar, að hann skuli vilja skera upp eitt allsherjar herör gegn öllum trúarbrögðum og þó sérstaklega kristninni? Maður skilur ekki, hvað vakir fyrir þessu fólki. Nema þetta rugl í honum eigi að vera enn eitt grínið? Gnarrinn er alveg dæmalaus hreint. Vonandi losnum við við hann eftir næstu kosningar.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 12:50

12 identicon

Hitler var kristinn, taldi kristni það mikilvægasta af öllu.
Stalín, einræðisherra sem vildi ekki láta neitt skyggja á sig, svona eins og er siður hjá einræðisherrum. Þeir eru líka með pyntingabúðir eins og guð Ambrahams.
Ef það má líkja þessum mönnum og stefnu við eitthvað þá er það stefnan sem guð Abrahams er með samkvæmt þeim trúarritum sem við hann eru kennd!
Enginn þessara manna frór fram vegna trúleysis á guð(i), allir vildu þeir vera guðlegir

DoctorE (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 13:39

13 identicon

"Áttu ekki tilvitnanir frá þeim tíma að Hitler tók við völdum"

Ekki málið

"I am now as before a Catholic and will always remain so." sagði hann við Gerhart Engel hershöfðingja sinn árið 1941

og í ræðu í Koblenz 26. ágúst 1934 sagði hann:

"National Socialism neither opposes the Church nor is it anti-religious, but on the contrary it stands on the ground of a real Christianity . . . For their interests cannot fail to coincide with ours alike in our fight against the symptoms of degeneracy in the world of today, in our fight against a Bolshevist culture, against atheistic movement, against criminality, and in our struggle for a consciousness of a community in our national life . . . These are not anti-Christian, these are Christian principles!"

Ísak Jónsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 13:55

14 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Hvað hefur þú fyrir þér í því, Jón, að Hitler og Temujin hafi verið trúlausir?

Sveinn Þórhallsson, 2.9.2013 kl. 14:03

15 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Öflug og góð grein hjá þér, Jón Magnússon. Og Hitler var EKKI kristinn, heldur miklu fremur í "nýöldinni" og afar hjátrúarfullur, var í stjörnuspeki- og spádómagrufli o.þ.h.

Það hallar greinilega undan fæti hjá Jóni Gnarri, sem eitt sinn vildi vera kaþólskur. En nú lítur hann sennilega á það tímaskeið ævi sinnar (raunar ekki svo langt síðan) sem einhvers konar geðveikistímabil, verra og ótryggara (a.m.k. í tekjum) heldur en makindatímabilið sem við tók 2010, þegar hann fekk m.a.s. að vera borgarstjóri án þess að vera það! (starfsskyldunum skellt á aðra, en hann bara í PR-inu).

Kristin stjórnmálasamtök, 2.9.2013 kl. 16:07

16 identicon

**************************************************

Ég vil minna á að Adolf Hitler var kaþólikki og borgaði kirkjuskatt fram að andlátinu

http://trutube.tv/video/6193/Hitler-dankt-Gott-Hitler-thanks-god-Hitler-war-Katholik

http://www.dreifaltigkeit-altdorf.de/hitler_war_ein_glaeubiger_katholik_die_katholische_kirche_hat_ihn_unterstuetzt.htm

https://www.youtube.com/watch?v=bN51N1cUA3Q

**************************************************

Sigmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 16:09

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úpps, nafni minn, þetta átti nú að vera skrifað undir mínu nafni, en það gerir þó ekkert til.

Kannski er réttast að kenna hugmyndir Hitlers við okkúltisma.

Svo má ekki gleyma nýheiðni-tízkunni hjá mörgum í nazistaflokknum, ekki sízt hjá Heinrich Himmler, Reichsführer-SS, og hans mönnum. Já, þar voru það norræn áhrif miklu fremur en frá Landinu helga.

Jón Valur Jensson, 2.9.2013 kl. 16:23

18 identicon

Framdi Hitler, og nasistar, ódæðisverk fyrir það meðal annars að vera trúleysingjar? Kynþáttadýrkun/hreinblóðsdýrkun var Hitler vel í skapi ásamt norænni goðafræði. Ég veit ekki til þess að nútíma krítískir trúleysingjar sem hafna kristni upphefji eða trúi öðrum trúarbrögðum eða goðafræði frekar, það yrði ekki lengur trúleysi. Og þar sem kynþáttahyggja/dýrkun hefur verið skilgreind sem ákveðið form af fáfræði og pólitísk rétthugsun sem spillandi lífsskoðun þá efast ég um að nokkur trúleysingi né trúaður einstaklingur vestræns samfélags vilji vera kenndur við slíkt. Það lítur út fyrir að Stalín og Khan hafi verið meiri trúleysingjar heldur en Hitler en sú brenglaða pólitíska rétthugsun og persónudýrkun sem þessi menn aðhylltust og fyrirskipuðu á lítið skylt við nútíma vestrænt trúleysi. 

En tökum fyrir ummæli Jóns Gnarr varðandi betri heim án trúarbragða. Ég áætla að hann láti þess orð frekar falla í spurnarformi en ekki sem staðreynd. Á Íslandi birtast honum, og fleiri, ákveðin orðræða (meðal manna og hjá fjölmiðlum) sem er að mestu leyti trúarbundin. Má þar nefna neikvætt viðhorf margra kristinna manna gagnvart múslimum og mosku þar sem röksemdarfærslan vill oft hljóma svona: "múslimar eru varhugaverðir í miklum fjölda" eða "engar kirkjur eru leyfðar í múslimalöndum svo engar moskur ættu að vera leyfðar á Íslandi". Svo heyrum við fregnir af ofbeldi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum, og öfugt, og það algengasta - ofbeldi múslima gagnvart "villutrúarmönnum" og öðrum múslimum. Þessi neikvæðu viðhorf og ódæði í orði og verki verða varla skilgreind sem tilverknaði sökum trúleysis. Hvaða dæmi höfum við þessa dagana um ofbeldi trúlausra gagnvart trúuðum í vestrænum heimi? Mér dettur engin í hug nema mönnum finnist ummæli borgarstjórans jaðra á við andlegt ofbeldi.

Hvers vonast þú, Jón Magnússon, eftir að áorka með því að segja að ofbeldisverknaðir fyrri hluta 20. aldar, og fyrr, séu góð dæmi um drifkraft trúleysis? Hvað eiga nútíma trúleysingjar, eins og Jón Gnarr, sameiginlegt með Stalín, Hitler og Khan? Er í lagi að segja að kristni beri ábyrgð á nornabrennum og gyðingaofsóknum miðalda? Það efa ég.

Ég efast þó samt að Jón láti þessi ummæli falla vegna bágs ástands í Mið-Austurlöndum eða vegna stöðu múslima á Íslandi. Ég tel hann fyrst og fremst varpa þessari "spurningu" fram vegna mismunandi skoðunar fólks á samkynhneigð. Ef sú skoðun er neikvæð er það oftar en ekki sökum þess að sú skoðun er mótuð af trú en ekki sannleik. Til þess að verja þá skoðun þarf fólk fyrst að verja tilvist Guðs og að hann sé eina tryggingin fyrir siðferðiskennd mannkyns, sem sé okkur gefið í gegnum Biblíuna eða Kóraninn sem dæmi. Er þá skrítið að maðurinn spyrji. Hvað geðveiki við trú á Guð varðar er Jón augljóslega á villigötum og frekar að espa fólk upp. 

Aron Örn Brynjólfsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 16:49

19 Smámynd: Kommentarinn

Jón það er ekkert sérstakt sem bendir til að Hitler hafi verið trúlaus:

 http://en.wikipedia.org/wiki/Religious_views_of_Adolf_Hitler

 Þvert á móti lýsir hann kristnum skoðunum í mein kampf eins og fram kemur hér að ofan.

 " Í sögu Evrópu geta menn lesið um það hvernig trúin varð þess valdandi að á 200 ára tímabili hernaðar í álfunni þá fékk almenningur að vera í friði. Stríð var á milli herja. Þeir trúleysingjarnir Stalín og Hitler ásamt öðrum illvirkjum breyttu þessu af því að þeir höfðu ekki neina trúarlega staðfestu og drápu a.m.k. meir en 20 milljónir almennra borgara í nafni sjálfskipaðs almættis stefnu og yfirburða kynþátta"

 Þetta er furðuleg söguskýring að stríð hafi verið smekkleg og sanngjörn þegar kristin gildi voru viðhöfð eins og þú gefur í skyn. Almenningur hefur aldrei sloppið neitt sérstaklega vel þegar stríð eru annarsvegar. Ástæðan fyrir breyttri "menningu" í stríði á 20. öld er tækniframfarir en það hafa alltaf verið til siðblindir harðstjórar sem þyrma engum. Stalin og Hitler voru eflaust ekkert verri en önnur illmenni sem hafa verið við völd í evrópu í gegnum aldirnar. Munirinn er að þeir gátu verið stórtækari í illvirkjum vegna tækniframfara en aðallega finnst okkur þeir verri en aðrir af því að það er svo stutt síðan þetta gerðist. Eftir 500 ár verða illvirki þeirra búin að mýkjast í minningunni og þeir komnir í flokk með Napóleon eða Júlíusi Ceasar.

 "Ekki skal ég um það segja hvort George W. Bush jr. hefur talað mikið um Guð eða ekki."

Maðurinn vísar í guð í tíma og ótíma, það er lítið hægt að deila um það. Hvort hann sé í raun trúaður er erfitt að segja því það er mjög praktískt að þykjast vera trúaður þegar maður vill nota sér kjósendur hægri vængsins í BNA.

Kommentarinn, 2.9.2013 kl. 18:41

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Af hverju má ekki segja börnum skemmtilegar helgisögur á litlu og stóru jólunum ásamt sögur af jólasveinum sem lífga upp á skammdegið með ýmsu móti. Ekki hefur mínum börnum orðið meint af því að taka þátt í söng og öðru mannbætandi tónlistar- og kirkjustarfi Langholtskirkju. Þá hefur engu skipt þó þau skráð í annað trúfélag

Sigurður Þórðarson, 2.9.2013 kl. 19:49

21 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vil benda þeim fjölmörgu sem gera hér athugasemdir á athugasemd Jóns Vals Jenssonar varðandi Adolf Hitler hann bendir á atriði sem skipta verulegu máli hvað hann varðar og nasistaflokkinn.  Svo virðist sem ansi mörgu andkrisnu fólki sem fer hér mikinn í athugasemdum sé í mun að gera Adolf Hitler að sannkristnum kaþólika á grundvelli kurteisisummæla sem hann lét falla við ákveðin tækifæri á sama tíma og hann og ofbeldisflokkur hans var í óða önn að uppræta kristni og drepa þjóna kirkjunnar. Það er svo fjarri því að vinstri græni flokkur Adolfs Hitlers sem á þó ekkert skilt við VG á Íslandi nema hlutdeild í alræðishyggju hafi deilt kristnum gildum og hugmyndum.  Þess vegna varð þessi flokkur að þeim hryðjuverkasamtökum sem sagan greinir okkur frá. Svo er það annað mál að með sömu röksemdum og menn færa hér fram fyrir því að Adolf hafi trúað á einhvern Guð þá má líka færa fram röksemdir fyrir því að hann hafi aldrei staðið að morðum á Gyðingum. Hvernig sem leitað er finnnst ekki einn stafkrókur frá honum um hina endanlegu lausn. En þýðir það að hann hafi ekki komið nálægt málinu. Þeir sem því trúa fara álíka villu vegar og þeir sem halda því fram að hann hafi verið kristinn. En það er annað mál. Adolf Hitler er ekkert aðalatriði pistils míns. Heldur trú á æðri mátt sem Jón Gnarr fordæmir.

Jón Magnússon, 2.9.2013 kl. 20:10

22 Smámynd: Jón Magnússon

Tek fram að ég hleypi að öllum athugsemdum sem eru ekki þeim mun dónalegri eða mannorðsmeiðandi nema ég sjálfur eigi í hlut með þeirri undantekningu þó að  athugasemdir sem eru mun lengri en pistillinn sjálfur fá ekki að komast að.

Jón Magnússon, 2.9.2013 kl. 20:11

23 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Snorri.

Jón Magnússon, 2.9.2013 kl. 20:11

24 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Guðbjörg að það er sérstakt að á sama tíma og Jón Gnarr amast við hvaða guðdómi sem er þ.m.t. Allah og telur trú á æðri mátt undirrót illskunar í heiminum þá skuli hann leggja til að byggð skuli byggðar moskur, hof eða kirkjur. Allt er það andstætt friði og velvilja í heiminum að því sem ætla má af færslu hans um hætturnar sem stafa af því að trúa á æðri mátt.

Jón Magnússon, 2.9.2013 kl. 20:14

25 Smámynd: Jón Magnússon

Bendi líka á það sem Kristinn stjórnmálasamtök segja um Adolf Hitler og trúarbrögð hans. En tek sérstaklega fram í leiðinni að Hitler var bara tekinn sem dæmi um guðlausan mann sem ber ábyrgð á mestu voðaverkum sögunnar.  En hann var ekki aðalatriði í pistlinum mínum heldur aukaatriði vegna þess að fordæming borgarstjórans á þeim sem trúa á æðri mátt hvaða nafni sem nefnist er það sem er aðalatriðið. Jón Gnarr er jafnt að lýsa frati á Búddatrú, Hindúisma, Íslam, Ásatrú sem kristna trú.

Jón Magnússon, 2.9.2013 kl. 20:16

26 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er gott innlegg Sigurður Þórðarson. Hafna öfgum og sýna umburðarlyndi.

Jón Magnússon, 2.9.2013 kl. 20:18

27 identicon

*************************************************

Ég minni á eitrað gyðingahatrið í Passíusálmum guðsmannsins Hallgríms Péturssonar

http://fornleifur.blog.is/users/5c/fornleifur/files/rabbi_cooper_to_r_v_15703.pdf

*************************************************

Sigmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 21:51

28 identicon

Jón, mér finnst þú gleymi alveg átökunum suður á Balkanskaga, sem eru jafn mikið truárlegseðlis og þjóðernislegar að uppruna. Þarna er sama sem merki, Cróatar=rómversk kaþolikar, Serba = rétttrúnaðarkrikjan, Bosníumenn = muslimar, Kosovarbúar = múslimur/Albanir og svo má lengi telja. Stutt er síðan að stríð geysaði þar og þá aðallega á trúarlegum forsendum. Grikkjar = rétttrúaðir hatast út í Tyrki = muslimar. Kýpur er klofin á sömu forsendum. Nei, trúin er víðast hvar undirliggjandi. Í Bandaríkjunum er menn enn ,,síviliseraðir", en hversu langt er að bíða þangað til að þar brjótist út átök milli trúarhópa. Átök eru víða á Indlandsskaga vegna trúarbragða og svo má lengi telja.  Nei, trúarstríð lifa enn góðu lífi og munu gera um ókomin ár. kveðja, Pétur

Pétur P. Johnson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 22:12

29 Smámynd: Pétur P Johnson

Jón, mér finnst þú gleymi alveg átökunum suður á Balkanskaga, sem eru jafn mikið truárlegseðlis og þjóðernislegar að uppruna. Þarna er sama sem merki, Cróatar=rómversk kaþolikar, Serba = rétttrúnaðarkrikjan, Bosníumenn = muslimar, Kosovarbúar = múslimur/Albanir og svo má lengi telja. Stutt er síðan að stríð geysaði þar og þá aðallega á trúarlegum forsendum. Grikkjar = rétttrúaðir hatast út í Tyrki = muslimar. Kýpur er klofin á sömu forsendum. Nei, trúin er víðast hvar undirliggjandi. Í Bandaríkjunum er menn enn ,,síviliseraðir", en hversu langt er að bíða þangað til að þar brjótist út átök milli trúarhópa. Átök eru víða á Indlandsskaga vegna trúarbragða og svo má lengi telja.  Nei, trúarstríð lifa enn góðu lífi og munu gera um ókomin ár. kveðja, Pétur

Pétur P Johnson, 2.9.2013 kl. 22:21

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er hefði verið betra að halda sig bara við Stalín í upphafspistli. það hefði verið mun meira clean and cut uppsetning. Stalín var náttúrulega trúleysingi, að eg tel.

Ergo: Það er greinlega ekki nóg að afnema bara alla trú.

Ok. þessvegna snýst þetta sennilega ekki um trú á guð eða almætti oþh. heldur trú á stefnu eða allsherjarlausn. Burtséð frá hvort guð tengist þeim stefnum eða allsherjarlausnum.

En Hitler og Khan voru án efa trúaðir með einum eða öðrum hætti. Khan hafði tollerance fyrir allskyns trúarstefnum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2013 kl. 23:27

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir menn eru ekki kaþólskir sem eru fallnir frá kaþólskri trú. Þeir kallast fráfallnir (apostatar). Hitler var einn slíkur.

Margar heimildir eru fyrir því, að viðhorf Adolfs Hitlers í trúarefnum voru allt annað en kaþólsk – hann var tiltölulega snemma búinn að hafna kaþólsku trúarviðhorfi. Tökum hérna tvær heimildir frá hans nánustu:

Paula hét systir Hitlers. Í langri grein, 'Paula Hitler segir frá bróður sínum', sem birt var í íslenzkri þýðingu Margrétar Jónsdóttur í Lesbók Mbl. 16. maí 1965, bls. 1 og 12, segir hún m.a. (s.12, 1. dálki):

"Bróðir minn [Adolf] og ég vorum alin upp í kaþólskri trú, en hann var alltaf mjög fjandsamlegur kenningum kirkjunnar, sem hann sagði, að væri aðeins fyrir þræla." Ekki ber þetta vitni um, að kaþólsk trú hafi mótað viðhorf þessa grimma einræðisseggs né að hann hafi viljað veg hennar sem mestan eða kosið að fylgja henni eftir í "siðferði" sínu.

Traudl Junge hét ritari 'foringjans' frá 1942 allt til stríðsloka. Minningar hennar, Til hinstu stundar. Einkaritari Hitlers segir frá, komu út í íslenzkri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar árið 2004. Þegar hún snæddi með Hitler, segir hún (bls. 144, leturbr. JVJ), að stundum hafi spunnizt

"...forvitnilegar samræður um kirkjuna og þróun mannkyns. Samræður er kannski ekki rétta orðið, því þegar einhver okkar varpaði fram spurningu eða kom með athugasemd, þá hóf hann að útlista hugmyndir sínar og við hlustuðum. Hann hafði engin tengsl við kirkjuna, heldur leit hann svo á að kristindómur væri úrelt fyrirbæri sem byggðist á hræsni og viðleitni til að drottna yfir fólki. Hans eigin trúarbrögð voru náttúrulögmálin. Það var auðveldara fyrir hann að samræma þau að ofbeldisfullum kreddum sínum en kristilegan boðskap um náungakærleik. "Vísindin hafa enn ekki getað svarað því til fulls, hver sé uppruni mannkynsins. Við erum að öllum líkindum æðsta þróunarstig einhvers spendýrs, hugsanlega frá apa til manns. Við erum hluti af sköpunarverkinu og börn náttúrunnar og sömu lögmál gilda fyrir okkur og aðrar lífverur. Og í náttúrunni hefur baráttulögmálið alltaf verið ríkjandi. Öllu því sem er veikt og vanhæft til að lifa, er eytt. Það er fyrst með tilkomu mannsins og umfram allt kirkjunnar sem menn setja sér það markmið að halda lífinu í því sem er veikt, vanhæft til að lifa og minni máttar."

Það er leitt að ég skuli einungis muna brot úr þessum kenningum og að ég skuli ekki geta sett þær fram með jafn miklum sannfæringarkrafti og Hitler hafði þær yfir okkur," segir Traudl Junge í beinu framhaldi.

Þarna sjá menn nú eitthvað annað en kristna trú hjá þessum skaðræðismanni, einum þriggja mestu fjöldamorðingja 20. aldar.

Og þakkir aftur fyrir umræðuna, Jón Magnússon.

Jón Valur Jensson, 3.9.2013 kl. 02:13

32 identicon

Sæll Jón.

Harmleikur er það allnokkur
þegar sá er áður gekk til kirkju,
Landakotskirkju, og greindi
síðar í blöðum frá því hjálpræði, því balsami
frá Gíleað, þeirri von er hann þá þar,
skuli ef marka má texta afneita því öllu saman
örfáum árum síðar.

Satt er það, að músarrindill, smæstur íslenskra fugla,
stendur af sér fárviðri ef svo vill til og að sönnu er
það líka, að allt er það til einskis fái hann ekki staðist
sjálfan sig.

Legg til að Jón fari í suðurgöngu og finni frumtakt
alls lífs á himni og jörðu að nýju og að sá samhljómur megi
heyrast um hvert eitt ból og hverja byggð.

Húsari. (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 05:06

33 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alrangt að það sé Gyðngahatur í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Skoðaði það sérstaklega í fyrra þegar þessi umræða kom upp. Hann notar orð sem eru ekki notuð í dag, en Gyðingahatur er það ekki. Sigmundur.

Jón Magnússon, 3.9.2013 kl. 10:19

34 Smámynd: Jón Magnússon

Trúarstríðin svokölluðu eru það yfirleitt ekki heldur er trúin notuð. Balkanskagaórfriðurinn sem þú talar um var í raun upplausn Júgóslavíu sem var tilbúið ríki af sigurvegurum fyrri heimstyrjaldar og átti sér í raun aldrei tilverurétt. Slóvenar voru fyrstir til að slíta sig frá. Ekki var það á trúarlegum forsendum sem Milosevich sendi skriðdreka sína þangað. Þá voru það Króatar sem slitu sig frá og herjuðu á Serba sem voru á landssvæðum sem þeir vildu ná sérstaklega í Krajina héraði ekkert trúarlegt við það heldur valdapólitík. Serbar reyndu að undirroka Bosníu Hersegóvínu. Þar eru Múslimar og ævagamalt hatur vegna þess að þegar Tyrkir réðu þarna þá voru það þessir Múslimar sem voru raunar í árdaga Tyrkneska hernámsins kristinn söfnuður sem var úthýst mig minnir að þeir hafi verið kallaðir Bogomil kristnir.  Á Indlandi geisa hins vegar iðulega átök á grundvelli trúarbragða og það er sorgleg saga. 30 ára stríðið sem er talið eitt helsta trúarbragðastríð allra tíma var það í raun ekki heldur spurning um völd og áhrif þannig studdi hið franska kaþólska land þá undir stjórn kaþólsks kardínála mótmælendur. Herhlaup Kristjáns 4 og Gústafs Adolfs var til að ná löndum og áhrifum en hafði minna með trúarsannfæringu þeirra að gera.

Jón Magnússon, 3.9.2013 kl. 10:26

35 Smámynd: Jón Magnússon

Ómar það kann vel að vera að ég hefði átt að nefna bara Stalín þannig að umræðan færi ekki út í þessa vitleysis umræðu um Hitler. Ég hef ekki nennt að fletta upp í þeim fræðum en á sínum tíma þegar ég kynnti mér sögu nasismans þá var það af og frá að þar væri einhver skírskotun til trúarbragða nema e.t.v. var hægt að segja að nasisminn væri trúarbrögð í sjálfu sér og þannig var hann iðulega útfærður en þá í mjög forneskjulegum nótum

Jón Magnússon, 3.9.2013 kl. 10:34

36 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta innlegg Jón Valur Jensson þetta segir það sem segja þarf. En Adolf var ekkert aðalatriði í þessum pistli mínum heldur tekinn sem dæmi um að það væri ekki vegna trúar á æðri mátt eða Guð kristinna Allah Múslima eða aðra Guði sem væri helsti ófriðarvaldurinn í heiminum eins og Jón Gnarr heldur fram.  En þetta er góð samantekt hjá þér. Takk fyrir það.

Jón Magnússon, 3.9.2013 kl. 10:39

37 Smámynd: Jón Magnússon

Já svona getur þetta verið Húsari.

Jón Magnússon, 3.9.2013 kl. 10:39

38 Smámynd: Óli Jón

Það þarf ekki annað en að skoða einkennisfatnað nasista til þess að sjá að þeir töldu sig ganga með Guði, sjá mynd 1.

Svo er vitnað beint í Hitler þegar hann segir eftirfarandi árið 1941:

I am now as before a Catholic and will always remain so.

Fjölmargt annað staðfestir kaþólska trú Hitlers þannig að illt er fyrir kristna að nota hann sem dæmi um trúleysingja.

Óli Jón, 3.9.2013 kl. 15:02

39 identicon

Ég held að Jón Gnarr hafi einungis verið að benda á það, að þeir sem mest tala um Guð, séu jafnan þeir sömu og sýni ótrúlegan skort á samúð og mennsku.

Jóhann (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 18:59

40 identicon

Trú var í byrjun fundin upp sem stjórntæki á lýðinn. Á vesturlöndum þar sem fólk er almennt mjög vel menntað ætti í raun ekki að þurfa trú nema eingöngu sem sáluhjálp fyrir þá sem það vilja og sem innlegg inn í siðfræði.

Mér finnst að trú sé einkamál hvers og eins og að veraldleg stjórn geti aldrei grundvallast á trú heldur á veraldlegum lögum. Ég er skráður í þjóðkirkjuna þó svo að mér finnist það algerlega útilokað að það sé til himinn eða helvíti. Kristin siðfræði er ágæt svo langt sem hún nær en það er svo ótrúlega stutt í öfgar eins og maður sér augljóslega í biblíubeltinu í Bandaríkjunum og hjá öfgafullum múslimum og öðrum öfgafullum trúarhópum.

Það er eins og rauður þráður í gegnum alla öfgafulla trúarhópa að leiðtogar þeirra vilja ráða sem mestu um hvað fólk gerir og hvernig fólk hugsar. Áður en við förum að tala um trúlaust þjóðfélag (sem mér finnst ekkert galið) þá ættum við kannski að einbeita okkur af því að reyna að minnka öfgar hjá trúarhópum hverjir sem þeir eru.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband