Leita í fréttum mbl.is

Tímabćr umrćđa um ólögleg fíkniefni

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hćstarréttardómari skrifar góđa grein í Morgunblađiđ í dag undir heitinu "Vöknum".  Ţar er bent á nauđsyn ţess ađ nálgast fíkniefnavandann međ öđrum hćtti. Ţó ţađ sé ekki orđađ ótvírćtt í greininni ţá verđur ekki annađ skiliđ en ađ Jón Steinar sé ađ leggja til ađ einhver fíkniefni sem nú eru ólögleg verđi lögleg.

Umrćđa um ţessi mál er erfiđ vegna ţess ađ víđa er mikill harmur sem hefur fylgt fíkniefnaneyslu, afbrot og dauđsföll. Ţađ á raunar viđ bćđi um lögleg sem ólögleg fíkniefni. Jón Steinar hvetur til ađ einstaklingarnir beri í auknum mćli ábyrgđ á sjálfum sér en refsivaldi ríkisins sé ekki beitt ótćpilega gagnvart ţeim sem ánetjast eiturlyfjafíkn. Fyrir ţeirri skođun fćrir Jón sannfćrandi rök.

Tímaritiđ Economist telur ađ lögleiđa eigi algengustu ólögleg fíkniefni. Tímaritiđ hefur ítrekađ bent á í ritstjórnargreinum ţađ sama og Jón Steinar í grein sinni. Ţađ er ađ sú stefna sem fylgt er í dag gerir fyrst og fremst glćpamenn ríka, dregur ekki úr neyslu, en gerir hana hćttulegri en ella vćri vegna mismunandi gćđa, styrkleika og íblöndunarefna.

Economist hefur ítrekađ bent á ađ almennt veigri menn sér viđ ađ taka til máls um eiturlyfjavandann ţar sem ađ ţađ séu svo sterkir hagsmunir sem vilji hafa óbreytta stefnu m.a. ţeir sem hagnast á viđskiptunum.  Heimsviđskipti međ ólögleg fíkniefni eru ef ég man rétt ađ verđmćtum taliđ meiri en međ vopn. Eiturlyfjahringir í Mexícó eru međ einkaheri, flugskeyti og kafbáta.

Hlutfallslega flestir refsifangar eru í Bandaríkjunum vegna löggjafar í fíkniefnamálum. Fjórđungur allra fanga í heiminum er í Bandaríkjunum las ég í grein um daginn ţó ţar búi bara 5% jarđarbúa. Ţetta gerist í landi hinna frjálsu. Bandaríkin ćttu ađ íhuga hvernig ţeim gekk ađ upprćta brennivíniđ međan ţađ var ólöglegt.  Skipulögđ glćpastarfsemi var ekki til í Bandaríkjunum fyrir tíma áfengisbannsins. Hér er um enn verra vandamál ađ rćđa, meiri peningar og auđveldari flutningsleiđir til neytandans.

Ţćr stađreyndir ađ stefnan í eiturlyfjamálum dregur ekki úr neyslu og gerir glćpamenn ríka ćttu ađ duga til ađ ábyrgir ađilar í samfélagi ţjóđanna tćkju ţessi mál til skynsamlegrar skođunar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ ţarf ađ lögleiđa öll eiturlyf, Kannabis, kókaín, meth, Heróín, allt heila klabbiđ. Ţá verđur algjört verđfall á ţessu og ţessi bransi hrynur. Ţar međ lýkur eiturlyfjastríđinu Í Suđurameríku og víđar.

Ţađ hefur aftur á móti ekkert upp á sig ađ lögleiđa eina tegund, ţađ ţarf ađ lögleiđa ţetta allt saman. 

Sandkassinn (IP-tala skráđ) 10.9.2013 kl. 11:35

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Löggćzlan grćđir svo mikđ á eiturlyfjalöggjöfinni eins og hún er núna, bćđi sjálf embćttin og allt heila systemiđ sem selur ţeim grćjur, ađ ţađ er hćpiđ ađ eiturlyf verđi gerđ lögleg.

Ţetta er mjög öflogt batterí núna, og ţađ stynur hátt ţegar einhver minnist á ađ lögleiđa bara allt drasliđ og fara ađ tríta ţetta eins og alkóhólisma.

Ţađ eru ekki bara glćpamenn sem grćđa. En ţađ eru bara almennir borgara sem tapa.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.9.2013 kl. 17:51

3 identicon

Eins og stađan er í dag, er fíkniefnamarkađurinn á Íslandi frjáls. Međ einu símtali get ég keypt nánast öll ţau efni sem í bođi eru hérlendis.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráđ) 10.9.2013 kl. 19:39

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef heyrt ađ vín-iđnađurinn berjist einnig hatrammlega gegn lögleiđingu kannabis, vegna ţess ađ neysla ţess dregur úr áfengisdrykkju.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.9.2013 kl. 19:57

5 identicon

Marijuana telst ekki lengur eiturlyf í Washington ríki.  Nú hafa veriđ leyfđir 61 útsölustađir á marijuana í fylkinu, ţar af 21 í Seattle.

Bjorn Emilsson (IP-tala skráđ) 10.9.2013 kl. 21:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annađ

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband