Leita í fréttum mbl.is

Íslam, kaþólikar, Franklin Graham og þjóðkirkjan.

Múhameðstrúarmenn, kaþólikar og Franklin Graham prédikari á hátíð vonar eiga það sameiginlegt að þeir eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Þeir eru að sjálfsögðu frjálsir að hafa þessa skoðun og njóta skoðana- og málfrelsis. Samt sem áður amast ýmsir bara við því að Franklin Graham fái að tjá þessar skoðanir sínar jafnvel þeir hinir sömu berjist fyrir byggingu Mosku í Reykjavík. 

Laugarnessöfnuður sem stýrt er af Samfylkingarklerknum Bjarna Karlssyni hefur ítrekað sent frá sér ályktanir þar sem íslensk alþýða er vöruð við villutrúarmanninum Franklin Graham en lengra nær þjóðfélagsbarátta safnaðarins ekki. Tvískinnungshátturinn sést best á því að á sama tíma og verið er að mótmæla Franklin Graham vegna skoðana hans þá berst sóknarpresturinn fyrir að söfnuður byggi Mosku til að halda fram sömu skoðunum hvað samkynhneigða varðar með hatrammari hætti en Franklin Graham.

Á sama tíma og Samfylkingarklerkar þjóðkirkjunnar voru að sjóða saman ályktunartillögur gegn Franklin Graham og biskupinn yfir Íslandi að afsaka tilveru sína við hlið hans voru hundruðir kristins fólks drepið annas vegar í Nairobí í Kenýa og hinsvegar í kirkju í Pakistan.

Samfylkingarklerkarnir í Laugarnessókninni og biskupinn yfir Íslandi hafa ekkert um þessi morð að segja. Þar er um líf og dauða að tefla. Þetta kristna fólk fékk ekki að njóta þeirra mannréttinda sem er forsenda annarra mannréttinda, rétturinn til lífs.

Er ástæða til þess að skattgreiðendur hafi þetta fólk lengur í vinnu? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tvískinnungurinn og öll vitleysan ríður ekki við einteyming, Jón. Svo mikið er víst. En sem betur fer höfum við almáttugan og algóðan stjórnanda, sem kann á okkur öll, þessa vitleysinga á jörðinni. Best að biðja hann um hjálp í þessum heimshörmungum. Ekki veitir af. Fjármálakerfi heimsins er fallið, og fólk er að velta svona smámuna-bulli fyrir sér.

Dansleikurinn á Titanic varir greinilega til síðustu stundar, í blindni og afneitun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.10.2013 kl. 01:06

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

NEI ENGIN ÁSTÆÐA TIL ÞESS.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.10.2013 kl. 04:06

3 identicon

Þetta er að sönnu vel ritað hjá þér, Jón Magnússon og gott að lesa, því þetta er allt satt og rétt.

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 05:38

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svarið er nei. Aðskilnað ríkis og kirkju strax ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2013 kl. 07:20

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Uppgangur Múslima hér á landi skrifast alfarið á reikning þjóðkirkjunnar, sem æepur þá upp og mærir í pólitískri rétttrúnaðarhræsni. Biskupinn, séra Örn Bárður og fjöldi annarra hafa verið helstu hvatamenn moskubygginga hér.

Er þjóðkirkjan orðin hættuleg þjóðaröryggi?

Hvað segir trúmaðurinn um það?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2013 kl. 07:24

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ameríski prédíkarinn má að sjálfsögðu hafa sína skoðun á samkynhneigðum, en það er annað þegar hann boðar sína sannfæringu í þeim efnum sem guðsorð. Það er lítt dulbúinn hatursaróður og mannfyrirlitning.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2013 kl. 07:27

7 Smámynd: Einar Karl

Ég veit ekki til þess að margir hafi amast við því að bókstafstrúarpredikarinn Franklin Graham fengi að tjá skoðanir sínar, en fólki er auðvitað frjálst að tjá skoðanir sínar á Graham og hans sjónarmiðum.

Eða eru það bara bókstafstrúaðir sem eiga að njóta tjáningarfrelsis?

Hafðir þú annars eitthvað efnislega út á að setja vel orðaða yfirlýsingu Laugarnessafnaðar?

Einar Karl, 1.10.2013 kl. 08:51

8 Smámynd: Sandy

Ég get ekki verið meira sammála.

Samkynhneigt fólk ætti að hafa sína kynhneigð útaf fyrir sig og vera ekki að úthrópa það að það sé samkynhneigt. Þegar ég fer í mína Lútersku kirkju þá er ég sko aldeilis ekki að velta því fyrir mér hvort þessi eða hinn hafi sofið saman kvöldið áður og vil ekkert af því vita, tel að mér komi það einfaldlega ekkert við. Ég mæti í kirkjuna mína til að hlusta á fagnaðarerindið, og ætlast til að því sé hvorki blandað saman við kynhneigð eða pólitískar skoðanir annarra.

Sandy, 1.10.2013 kl. 08:57

9 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt mergurinn málsins Anna það er tvískinnungurinn sem æpir á mann frá þessu mótmælafólki í Laugarnessókn. Svo er það annað mál hvernig á því stendur að hrunadans fjármálakerfisins er kominn á fulla ferð aftur.

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 09:21

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Einar Ingvi.

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 09:22

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki sammála þér um það Jón Steinar að þetta sé hatursáróður og mannfyrirlitning hjá honum. Hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki að amast við samkynhneigðum heldur hjónaböndum þeirra sem hann telur andstætt ritningunni. Ég sé ekki mannfyrirlitningu í því. Mín skoðun byggir á frelsi einstaklingsins og þess vegna vil ég ekki að þjóðfélagið setji trúarlegar tálmanir og leyfi þess vegna giftingar samkynhneigðra. Það þýðir ekki það að eðlilegt sé að skylda einstakling sem telur það synd að gefa slík pör saman.

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 09:25

12 Smámynd: Jón Magnússon

Einar minn Karl það er eðlilegt að þú trúleysinginn skulir koma til varnar tvískinnungi þeirra í Laugarnessöfnuðinum. Þeir mega að sjálfsögðu hafa sína skoðun alveg eins og Franklin Graham.  Þú virðist ekki átta þig á því að ég vil ekki banna umfjöllun um neina skoðun óháð því hvað mér finnst um þær. Þess vegna er ég t.d. ekki á móti byggingu Mosku í Reykjavík.

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 09:28

13 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Sandy að við eigum ekki að blanda þessu saman. Fólk má vera sam- eða gagnkynhneigt fyrir mér og er hluti af sama þjóðfélagi og á að njóta sömu réttinda. Við eigum ekki að búa til múra og flokka fólk upp í hópa með þessum hætti.

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 09:30

14 Smámynd: Mofi

Burt séð frá hatri eða hverju sem er þá segir Guðs orð beint út að samkynhneigð sé synd og ekkert í þessum heimi nema kannski Guð getur breytt því. Til að Guð gæti breytt því þá þyrfti Hann að fara aftur í tímann og breyta því sem var skrifað. Ég þori að veðja að lang flestir kristnir vildu óska þess að þetta stæði ekki í Biblíunni því að öllum langar að vera vinsælir en...við sitjum einfaldlega uppi með þetta.

Mofi, 1.10.2013 kl. 09:42

15 Smámynd: Einar Karl

Þetta segir í tilkynningu Laugarnessafnaðar:

„Um þessa helgi njótum við heimsóknar manns sem hefur gríðarleg völd, en hann er erfingi eins farsælasta sjónvarpstrúboðs sögunnar og er metinn á annan milljarð íslenskra króna. Enda hafa auglýsingar og íburður komu hans borið þess merki. Þjóðkirkjan hefur auglýst þennan viðburð, nokkrir þjóðkirkjusöfnuðir taka þátt í hátíðinni og hann segist í kastljósviðtali vera hér í boði 80% kirkna landsins (Kastljós 27. september 2013). Þær kirkjur hafa ekki verið uppgefnar en sóknarnefnd og sóknarprestur Laugarneskirkju hefur lýst því yfir opinberlega að hann er ekki hér í okkar boði og við leggjum ekki nafn okkar við þann boðskap sem hann prédikar. Guðfræði þessa manns er amerísk bókstafshyggja sem er íslensku þjóðkirkjunni fullkomlega framandi, menningarlega, stjórnmálalega og guðfræðilega.“

Af hverju amast þú, Jón, við þessari tilkynningu??

Einar Karl, 1.10.2013 kl. 10:17

16 identicon

Takk fyrir þetta Jón! Þegar fólk er á launum til að segja okkur satt en gerir ekki þá er það auðvita að svíkjast um í vinnunni. Laugarneskirkjuklerkur er eiðsvarinn maður og á að tala eins og "Sola Scriptura" sagði Lúter og þjóðkirkjan kennir sig jú við hann.

Það sem kristni segir og flokkar sem synd eða sómi, rétt og rangt á kirkjan að halda fram. Tjáningarfrelsið má auðvita andmæla en trúfrelsið þarf að virða.

Góður pistill!

Snorri í Betel

Snorri (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 10:51

17 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Jón Magnússon.  Rétturinn til lífs hlýtur auðvita að vera í fyrsta sæti. Trú má vera í hvaða sæti sem er, þar sem trú er trú er ekki endilega staðreynd.  

Ég held að konan, núverandi biskup sé betri en nokkrir forverar hennar, einfaldlega  vegna þess að konur hugsa sér nær en við karlmenn.

 Þessi bandaríkja maður Franklin Graham má að sjálfsögðu segja skoðanir sínar rétt eins og kommúnistar og fulltrúar þeirra hafa haft á liðnum tímum.  Trúaðir á Stalín eð ekki það er þeirra mat.

Trú var sjálfskipuð á frumöld og að sjálfsögðu var sú trú á forfeðurna og hún varð undirstaða allrar núverandi visku.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 1.10.2013 kl. 11:13

18 identicon

Kæri Jón,

Þú hlýtur að vita að trúfrelsi er hluti af skoðana- og málfrelsi. Þess vegna er eðlilegt að múslímar fái að byggja sína mosku rétt eins og kristintrúarmenn fá að byggja sínar kirkjur. Algerlega óháð því hvort við erum sammála trú eða skoðunum þeirra.

Svo býst ég við að þú áttir þig á því að þegar einstaklingar gagnrýna skoðanir Graham, biskups eða fulltrúa múslíma þá er enginn að skerða málfrelsi þeirra. Ekki frekar en þú skerðir málfrelsi samfylkingarfólks með því að gagnrýna skoðanir þeirra. Þetta er það sem kallast að búa í frjálsu lýðræðisríki.

Annars á hið opinbera að tryggja trúfrelsi og málfrelsi allra en alls ekki að greiða fyrir rekstur trúfélaga eða styðja þau með sérstökum hætti. Ástæðan er augljós. Þegar hið opinbera tekur að sér að styðja trúfélög lendir það stundum í því að þurfa að styðja hugmyndafræði sem er beinlínis andlýðræðisleg eða gengur gegn mannréttindum.

Það er í sjálfu sér ekki undarlegt að menn leggi meiri áherslu á að gagnrýna það sem fer fram í nærumhverfi sínu en það sem gerist í fjarlægum löndum þó þar gerist margt gagnrýnivert.

Að þessum orðum sögðum gagnrýni ég harðlega allt ofbeldi sem á sér stað í nafni trúarbragða eða annarra hugmyndakerfa hvar sem það á sér stað í heiminum.

Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 11:24

19 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Besta versið þitt Jón M. Er kl. 09,30. Þakka þér fyrir en þannig fæst út bara með umræðum Þakka en og aftur sem og orð hvetjandi.   

Hrólfur Þ Hraundal, 1.10.2013 kl. 11:28

20 Smámynd: Sigurður Rósant

Aðskilnaður ríkis og kirkju er löngu tímabær. En við ættum líka að hætta þeim ljóta vana að innheimta sóknargjöld fyrir öll skráð trúfélög. Sum þessara smærri trúfélaga veita nefnilega ekki öllum meðlimum sínum þau sjálfsögðu réttindi að vera kjörgeng á aðalfundum, né hafa kosningarétt. Ólíkt stjórnmálaflokkum, flestum hverjum.
Þeir vilja setja sér eigin reglur um þessi réttindi og fara eftir því hverjir mæta nægilega oft á samkomur og sýni virkni í starfi.
Ég vil ganga miklu lengra í mannréttindabaráttunni, Jón. Ég vil að hún nái til barna okkar og að þeim verði hlíft við trúarinnrætingu foreldra eða forráðamanna sinna og hins opinbera alveg til 18, 20 eða 24ra ára aldurs.

Sigurður Rósant, 1.10.2013 kl. 14:44

21 Smámynd: Jón Magnússon

Mofi. Jesús minnist hvergi á samkynhneigð. Hann fordæmir hana ekki. Eigum við ekki að skoða það sem hinn nýi páfi hefur sagt um málið. "Er það mitt að dæma. "  Svo er allt of mikilli orku eytt í þetta alveg eins og páfinn segir.

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 16:39

22 Smámynd: Jón Magnússon

Einar Karl þú ert að slíta úr samhengi vegna þess að þetta er viðbót við það sem áður er komið og þessu fylgdu líka skýringar frá aðstoðarprestinum sem kynnti yfirlýsinguna. Viltu ekki birta það líka þannig að fólk fái heilstæða mynd af því hvað er um að ræða?

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 16:41

23 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Snorri við erum að vísu ekki alveg sammála en alla vega þó um það sem mestu máli skiptir.

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 16:42

24 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Hrólfur en ég skil ekki alveg þetta með að besta versið sé kl. 9.30

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 16:43

25 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir gott og málefnalegt innlegg Sigurður Hólm.

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 16:44

26 Smámynd: Jón Magnússon

Já ég held að hjá því verði varla komist mikið lengur Sigurður.

Jón Magnússon, 1.10.2013 kl. 16:44

27 identicon

Þegar einhver, einhverjir fara að telja sig hafa einhvers konar yfirnáttúrulegt umboð og tekst að fá aðra til að trúa því, þá er lestin komin af stað og hvers kyns voði gjarnan í vændum.

Athygli vert annars, að sjálfsagt þykir að banna starfsemi nýnazista, en ekki ýmsar trúarhreifingar sem virðast enn hrikalegri. Ef nýnazistar kölluðu sig trúarhreifingu væri væntanlega ekki hægt að stoppa þá.

Fólk rígheldur í sín hindurvitni, sem varla neitt annað jafnvel þó blekkingameistararnir kalli þá sauði eða börn. Ríkiksvaldi virðist yfirleitt falla þetta einkar vel. Frakkar aðskildu þó loks 1905 ríki og hvers kyns trú. Franska ríkið er algerlega laique, secular og algert grunvallar atriði þar. Hér er enn þjóðkirkja 2013! Hindurvitni enn við grunn ríkisins líkt og hjá Sumerum.

Magnus Magnusson (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 17:30

28 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Jón,

Mjög góður pistill hjá þér.

Með góðum kveðjum,

Valur Arnarson, 1.10.2013 kl. 18:32

29 identicon

Mofi:Burt séð frá hatri eða hverju sem er þá segir Guðs orð beint út að samkynhneigð sé synd og ekkert í þessum heimi nema kannski Guð getur breytt því.

Þetta segir Mofi. Þá spyr ég, stendur ekki líka í biblíunni að mönnum sé leyfilegt að hafa aða menn sem þræla. Það stendur ýmislegt í biblíunni. Er það allt Guðs orð? Ef svo er þá þyrftum við að breyta ansi miklu í okkar lífi og lifa eftir dálítið furðulegum reglum sem líkjast grunsamlega Sharíalögum múslima.

Ef svarið við spurningu minn er nei þá spyr ég. Hver er það sem ákveður bara si svona hvað við eigum að taka upp úr biblíunni sem Guðs orð og hvað ekki. Getum við ekki einfaldlega sett álit Guðs(he hemm það stendur í Biblíunni) um samkynhneigð í sama kafla og það að Guð leyfi okkur að hafa þræla(og reyndar svo margt furðulegt að það er ekki teljandi upp hér). Þetta finnst mér stærsti tvískinnungurinn af öllu. Það eru menn sem ákveða hvernig þeir túlka biblíuna en ekki Guð sjálfur sem ákveður hvað eigi að túlka út úr þessu dæmalausa samansafni af hindurvitnum og dæmisögum.

Þorvaldur þórsson (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 19:22

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það segir annars hvergi í biblíunni að hjónaband skuli alfarið vera milli manns og konu, hvað þá að hjónaband milli konu og konnu eða manns og manns sé bannað.

Mörg dæmi eru um að menn elski menn og er Davið konungur þar á meðal.

Úr einu versi má ætla að almættið hafi skoðun á slíku sambandi, þótt hann nefni einungis tvo karlmenn í því sambandi og kallar það viðurstyggð. Hvergi er þó refsingu eða útskúfun útdeilt fyrir það þótt svo sé við flestum boðum hans, sem á hinn bógin eru mörg svo absúrd að engum dettur í hug að taka það hátíðlega.

Páll postuli er homófób og vil ekki sambönd milli karla, þótt hann nefni ekki konur í samhenginu. Páll sem aldrei hitti Jesú, né vitnar í hann, né virðist hafa hugmynd um líf hans og fylginauta. Hann talar ávallt frá eigin huga og segir alla speki sýna vera vitranir og sýnir.

Jesú hallar ekki orði um neinn að heitið geti, nema um presta. Um þá á hann varla nógu sterk orð til að lýsa vandlætingu sinni.

Eins og kemur fram þá hefur hann enga skoðun á samkynhneigðum, en tjáir ást sína ítrekað við karlmenn í föruneyti hans.

Sambuðarsáttmáli á trúarlegum grunni, þar sem gagnkvæmri tryggð er heitið ætti því að vera jafnvæg í öllum tilfellum, rétt eins og kristnir karlmenn ganga í hið últimat hjónaband með kristi svo þúsundum skiptir á hverjum degi. Já brúðguma allra brúðguma, sem lýst er i bókinni, Jesú sjálfan.

Þessi prédíkari getur hvergi bent á neitt í bókinni sannfæringu sinni til fulltyngis. Hans eigin fóbía ræður för. Hans eigin mannfyrirlitning. Hann hefur meðal annars lýst því yfir að ef slík hjónabönd verði leyfð, þá stefni siðað samfélag fram af bjargbruninni niður í ginnungagap spillingar og siðleysis. (Já, í ekki svo fáum orðum)

Annars erum við ekki per se að ræða rétt samkynhneigðra heldur ákveðið prinsipp mannréttinda fyrir alla minnihlutahópa, þar sem þetta mál er prófsteinn. Eitt síðasta vígi aðskilnaðar og misréttis sem þessi forna skrudda boðar.

Þeir sem ekki skilja þetta ættu að lesa í gegnum bókina með opin augu til að sjá og skilja og ímynda sér hvernig lífið væri ef við tækjum boðanir Mósebóka hátíðlega.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2013 kl. 23:19

31 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er hjónaband ekki bara sameignar-samningur um veraldleg auðæfi?

Hjónaband ætti að byggjast á vináttu-tryggð við sálir beggja aðila, en ekki að byggjast á veraldlegum eignar-réttar-samningi í skjóli siðblinds guðleysis-kerfis falskristniboðara græðginnar.

Eða hvað?

K.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2013 kl. 14:19

32 Smámynd: Einar Karl

Jón,

Það ert þú sem gagnrýnir Laugarnessöfnuð, er það ekki þitt að benda á það sem er gagnrýnivert í málflutningi þeirra?

Það kemur ekki fram í pistli þínum.

Einar Karl, 3.10.2013 kl. 22:01

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú rangfærir Ritninguna, Jón minn Steinar Ragnarsson.

Strax í 1. Mósebók er skikkan Skaparans varðandi hjónabandið kunngjörð nógsamlega skýrt fyrir alla, jafnvel vantrúaða, til að skilja merkingu orðanna. 1.27-28: "Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu. Guð blessaði þau. Og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur hana undirgefna og ríkið yfir fiskum sjávarins og fuglum himinsins og öllum dýrum sem hrærast á jörðinni.“"

Og í 2. kaflanum, 24: "Þess vegna yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold."

Og Jesús staðfesti þann sköðunarvilja Guðs, Mt.19.4-6 (einnig í Mk.10): "Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja."

Rangt er hjá þér, Jón Steinar, að gefa þér eitthvað kynferðislegt milli Davíðs og Jónatans Sálssonar. Kynhneigð Davíðs til kvenna (m.a. Batsebu og hjákvenna, 10 til dæmis nefndar í II. Samúelsbók 15.16) er meira er vel kunn, hann átti t.d. 13 syni í Jerúsalem (I. Kron.14.4-5), og sjálfur átti Jónatan a.m.k. einn son (Meríbaal). Það er ennfremur alkunna, að gegnum alla söguna hafa einstaklingar verið elskir að vinum sínum, og af því litaðist orðfæri þeirra bert og feimnislaust við að tjá þá hjartkæru elsku, m.a. Íslendinga margra á 19. öld, án þess að það tengdist nokkuð sódómíu eða samkynja mökum, og á þá hliðstæðu bendir dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessorinn í Gamlatestamentisfræðum við Háskóla Íslands, þegar hann út frá heimildunum hafnar þeirri frökku fullyrðingu, að Davíð hafi elskað karmann holdslegri ást.

Ennfremur ertu, Jón Steinar, illa upplýstur þegar þú ritar: "Páll postuli er homófób og vill ekki sambönd milli karla, þótt hann nefni ekki konur í samhenginu."

(1) Ef "hómófób" á hér ekki að merkja mann sem sjúklega hræddur er við samkynhneigða, heldur "hommahatari", þá afsannast þetta hjá þér (reyndar hvor útgáfan sem væri) af orðum Páls í I. Kor. 6.11, þar sem ljóst er af orðum hans, að menn, sem drýgt hafa synd samkynja maka, geta fengið (eftir iðrun) fyrirgefningu Guðs, réttlætingu og helgun og verið meðteknir og virkir í kristna söfnuðinum í Korintuborg.

(2) Svo virðist þér furðanlega ókunnugt um orð Páls gegn lesbíumökum í Rómverjabréfinu, 1.26. Farðu nú að lesa Nýja testamentið upp á nýtt, málvinur minn og samherji í öðrum málum.

Jón Valur Jensson, 4.10.2013 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 672
  • Sl. sólarhring: 925
  • Sl. viku: 6408
  • Frá upphafi: 2473078

Annað

  • Innlit í dag: 609
  • Innlit sl. viku: 5837
  • Gestir í dag: 584
  • IP-tölur í dag: 571

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband