Leita í fréttum mbl.is

Meira en helmingur þjóðar á launum hjá ríkinu

Í bók sem kom út í gær  "Af hverju ég ætla að fara frá Frakklandi" kemur fram að  vinnufært fólk í Frakklandi sé um 28 milljónir og af þeim fái 14.5 milljónir eða rúmur helmingur laun sín frá ríkinu með einum eða öðrum hætti. Opinberir starfsmenn eru rúmlega 22% af vinnufæru fólki. Höfundur bætir síðan við þeim sem eru atvinnulausir og fá ríkisstuðning við atvinnustarfsemi sína.

Um eða yfir helming þjóðartekna í vestrænum ríkjum Evrópu tekur hið opinbera og eyðir því. Í Alþýðulýðveldinu Kína er sambærileg tala 19% eða rúmur þriðjungur af því sem Vestur-Evrópu ríkin taka til hins opinbera. Það er því tæpast spurning um hvar sósíalisminn hefur yfirtekið af fullum þunga.

Hér á landi tekur hið opinbera um helming af þjóðartekjum og dugar ekki til miðað við daglegar fréttir af meintu hörmungarástandi víða í heilbrigðis-,velferðar- og menntamálum miðað við talsmenn opinberra stofnanna á þeim sviðum.

En hvenær komast skattgreiðendur yfir sín þolmörk?  Mikilvægasta byltingin sem verður að eiga sér stað er bylting hugarfarsins  gegn ríkisvæðingu en fyrir aukinni ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér og takmarkaðri skattheimtu.  

Enginn hugmyndafræðilegur grundvöllur eða heildstæð stefna hefur verið mörkuð um niðurskurð ríkisútgjalda. Meðan svo er þá tekst ekki að draga úr kostnaði hin opinbera svo neinu nemi.  Skuldsetning ríkisins og sveitarfélaga er svo gríðarleg að þar er um algjört ábyrgðarleysi stjórnmálastéttarinnar að ræða.  Framkvæmdavílji og framkvæmdageta einstaklinganna er lömuð vegna ofurskatta og eignamyndun einstaklinga nánast útilokuð í skattkerfi þar sem fólki er refsað fyrir dugnað en sumir velferðarfarþegar verðlaunaðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég sá mjög góða grein í Mogganum í október undir heitinu "Viltu súpu" og geymi ég hana.

Þar fór höfundur í stuttu máli yfir skuldastöðu hins opinbera og spáði fyrir um komandi ár. Í greininni kom fram að skuldir hins opinbera eru langt umfram eignir. Það vissi ég ekki við það þær upplýsinga brá mér mjög. Hið opinbera er auðvitað svona skuldsett því það ætlar sér að gera svo margt. Er t.d. einhver tilbúinn að halda því fram að hið opinbera standi sig vel í rekstri heilbrigðisþjónustu? Hér er læknaskortur en það má bara ekki ræða það.

Þolmörk efnahagslífsins eru mismikil á milli landa og því þola mismunandi lönd misvel misstóran opinberan geira. Að því kemur þó að opinberi geirinn verður of þungur fyrir einkageirann. Þá verður hvellur.

Helgi (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 357
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4404
  • Frá upphafi: 2427248

Annað

  • Innlit í dag: 324
  • Innlit sl. viku: 4084
  • Gestir í dag: 313
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband