Leita í fréttum mbl.is

Upphaf og endir pólitískrar ákæru á hendur Geir H. Haarde

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka til meðferðar kæru Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vegna sakfellingar Landsdóms á hendur honum fyrir að halda ekki formlega fundi. Sú afstaða Mannréttindadómstólsins að taka málið til meðferðar sýnir, að dómurinn telur fulla ástæðu til að skoða hvort að við meðferð málsins og dóm Landsdóms hafi verið brotin mannréttindi gagnvart fyrrverandi forsætisráðherra.

Ákæran á hendur Geir H. Haarde var pólitísk og samþykkt af pólitískum andstæðingum hans. Meðferð Alþingis á málinu sýndi að þar voru ákveðnir þingmenn í pólitískum skotgröfum og tóku flokksleg sjónarmið og pólitískan hefndarleiðangur fram yfir málefnaleg sjónarmið. Þegar Alþingi greiddi atkvæði um ákæru á hendur Geir H. Haarde voru fyrir hendi nægjanlegar upplýsingar sem sýndu að hann hafði hvorki gerst sekur um athafnir né athafnaleysi sem leiddu til eða gátu komið í veg fyrir hrun þriggja stærstu viðskiptabanka á Íslandi þannig að það bæri að ákæra hann.

Sú niðurstaða að ákæra Geir H. Haarde átti þó ekki upphaf sitt hjá pólitískum hatursmönnum hans. Upphafið og ástæða þessa málatilbúnaðar voru órökstuddar og rangar ávirðingar á hendur honum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Nú þegar liggur fyrir að ýmislegt var rangt með farið í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og vinnubrögð voru ekki til fyrirmyndar. Skýrslan er stemmningsskýrsla, sem horfir einangrað á Ísland en tekur ekki tillit til alþjóðlegu fjármálahamfaranna, sem enn skekur heiminn. Þá túlkaði Rannsóknarnefndin grundvallaratriði í bankalöggjöf með röngum hætti, eins og reglur um stórar áhættuskuldbindingar og hefur það verið staðfest af Hæstarétti. Þessu til viðbótar hafa fullyrðingar nefndarinnar um fjölda augljósra brota í bankakerfinu reynst rangar, miðað við að fáar ákærur frá embætti sérstaks saksóknara þegar á sjötta ár er liðið frá bankahruni. Dæmi eru um að sérstakur saksóknari hafi fellt niður mál sem Rannsóknarnefndin tiltók sem lögbrot. Að síðustu braut Rannsóknarnefndin gegn ýmsum meginreglum um hlutlausa og vandaða málsmeðferð.

Þrátt fyrir allan málatilbúnaðinn gegn Geir H. Haarde þá var hann samt sýknaður af öllum mikilvægustu ákæruatriðunum.  Með dómi Landsdóms var því  kveðinn upp áfellisdómur yfir störfum Rannsóknarnefndar Alþingis, þingnefndar Atla Gíslasonar og þeim alþingismönnum sem lögðu upp pólitískan hefndarleiðangur á grundvelli lítt málefnalegra skrifa.

Sú sneypuför Rannsóknarnefndar Alþingis og ákærenda í þinginu yrði fullkomnuð ef Mannréttindadómstóll Evrópu kæmist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi hefðu verið brotin á Geir H. Haarde.

Hver mun axla ábyrgð á því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú gleymir að nefna að tekin var af Geir andmælaréttur af "Rannsóknarréttinum" og með því klárlega brotin mannréttindi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2013 kl. 16:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mjög athyglisverð frétt frá Mannréttindadómstóli Evrópu, en á sama tíma og menn lesa þetta hér, fer Kristinn H. Gunnarsson, fv. alþm., mikinn í Fréttablaðsgrein, þar sem hann býsnast yfir "aðför" að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Landsdómsmálinu, en minnist ekkert á Geirsmálið nema með þeim hætti sem sýnir, að Kristinn virðist hafa verið hlynntur málssókninni gegn honum!

Og svo talar hann um "pólitískar ofsóknir" gegn Steingrími J. Sigfússyni og Svavari Gestssyni vegna Icesave-málsins, þar sem þó er vitað, að þeir beittu sér þvert gegn lagalega tyggðum réttindum ríkissjóðs og íslenzks almennings.

Kristinn H. Gunnarsson gerir sig ómarktækan með þessari grein, sem þó er slegið upp á leiðaraopnu ESB-Fréttablaðsins í dag.

Jón Valur Jensson, 28.11.2013 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 689
  • Sl. sólarhring: 933
  • Sl. viku: 6425
  • Frá upphafi: 2473095

Annað

  • Innlit í dag: 626
  • Innlit sl. viku: 5854
  • Gestir í dag: 601
  • IP-tölur í dag: 588

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband