Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru skuldleiđréttingarnar Sigmundur Davíđ?

Nefnd forsćtisráđherra um niđurfćrslu verđtryggđra skulda skilađi góđu áliti fyrir nokkru. En hvađ svo? Ekki neitt hefur veriđ gert.

Engin frumvörp hafa veriđ lögđ fyrir Alţingi til skuldaleiđréttingar í samrćmi viđ tillögur nefndarinnar. Alţingi verđur slitiđ í dag.  Slíkar tillögur koma ţá ekki fram á Alţingi fyrr en í fyrsta lagi í janúar 2014. Ekki er vitađ ađ veriđ sé ađ vinna lagafrumvörp í samrćmi viđ tillögur nefndarinnar.  Kćrkomiđ vćri ađ fá ađ vita ef svo er.  Eftir ţví sem ég kemst nćst ţá hefur ekkert veriđ gert í málinu síđan nefndin skilađi inn tillögum sínum.

Fólk bíđur eftir skuldaleiđréttingunni sem lofađ hefur veriđ. Međan beđiđ er og ekki er ljóst hvernig máliđ verđur endanlega afgreitt ríkir óvissa sem er skađleg fyrir ţjóđfélagiđ. Fólk frestar ţví ađ gera ráđstafanir sem líklegar eru til aukins hagvaxtar.

Enn hefur nefndin um verđtrygginguna ekki skilađ af sér.  Verđi verđtryggingin af neytendalánum ekki afnumin ţá munu hćkkanir verđtryggđra lána frá ţví ađ ríkisstjórnin var mynduđ og fram á mitt nćsta ár éta upp skuldaleiđréttinguna ađ mestu eđa öllu leyti nema ţađ sem fók tekur undan sjálfum sér í séreignasparnađinum. Verđi svo til hvers er ţá barist Steingrímur Davíđ og hvar er ţitt réttlćti.

Til ađ eyđa óvissu í ţjóđfélaginu bar brýna nauđsyn til ađ afgreiđa öll frumvörp varđandi skuldaleiđréttingu og afnám verđtryggingar fyrir áramót. Hver mánuđur er dýrmćtur. 

Frá orđum til athafna Sigmundur Davíđ og Bjarni Benediktsson. Strax og ţig kemur saman í janúar. Biđin er ţegar orđin allt of löng.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Ég er sammála ţér Jón, ađ biđin er orđin löng.

En ţegar tillögurnar voru kynntar kom fram ađ á vetrarţinginu yrđu lögđ fram ţau frumvörp sem ţarf til ađgerđa og um mitt nćsta ár kćmu ţćr til framkvćmda. Ţví verđur enn ađ bíđa. Hvort vinna viđ ţessi frumvörp er hafin veit ég ekki, en geri ţó ráđ fyrir ţví.

Varđandi skil nefndar um tillögur um framhald verđtryggingar er ţađ ađ segja ađ hún átti ađ skila af sér fyrir áramót. Í byrjun desember kom fram tilkynning frá nefndinni ađ skil gćtu ekki orđiđ fyrr en um miđjan janúar, ţar sem lengri vinna fćri í ađ sannreyna ţćr tillögur, auk ţess sem ţćr kćmu inn á ýmsa ţćtti sem ţyrfti ađ skođa betur. Vissulega má segja ađ nefndin hefđi kannski átt ađ sjá ţađ fyrrir. Ţá hefđi hún getađ skilađ á réttum tíma.

Gunnar Heiđarsson, 20.12.2013 kl. 14:55

2 Smámynd: Jón Snćbjörnsson

.. rétt Jón

Jón Snćbjörnsson, 20.12.2013 kl. 15:23

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir ţađ báđir tveir. Biđ ţá sem hafa veriđ međ athugasemdir á tveim fyrri fćrslum afsökunnar á ţví ađ hafa ekki fariđ inn á athugasemdirnar fyrr en núna.

Jón Magnússon, 20.12.2013 kl. 23:09

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Jón. Ég hélt kannski ađ ég hefđi lent í ritskođun :) Ég ćtlađi nú ekkert ađ ćsa mig yfir ţví--menn stjórna sínu bloggi sjálfir ađ sjálfsögđu--en gott ađ heyra ađ ţetta var bara seinkun.

Varđandi ţessa grein og lokorđ ţín ţá vitum viđ núna ađ „strax" er orđiđ teygjanlegt hugtak í íslenskum stjórnmálum!

Góđar stundir.

Wilhelm Emilsson, 21.12.2013 kl. 02:29

5 identicon

Gulrótin er orđin guggin. Eina sem mađur verđur var viđ er ađ vaxtabćturnar eru ađ hverfa og ţar međ er mađur sennilega farinn yfirum, hvađ sem líđur skuldahliđrun Seinna eins og ţetta liđ virđist hafa lćrt af kaţólikkunum...

GB (IP-tala skráđ) 21.12.2013 kl. 09:26

6 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Ekkert ađ afsaka Jón. Ég tek heilshugar undir međ ţér ađ biđin er orđin löng. Kannski hefđi mátt skammta ţessum tveim nefndum sem um ţessi mál fjölluđu skemmri tíma, ţannig ađ fyrr hefđi veriđ hćgt ađ klára máliđ.

Ţađ sem ég ţó óttast mest ţessa stundina er ađ niđurstađa nefndar um verđtrygginguna skili ekki frambćrilegum tillögum.

Ţađ er deginum ljósara ađ skuldaleiđrétting ein sér gerir lítiđ gagn, nema henni fylgi breyting á lánum. Ţ.e. ađ fólk nýti ţá lćkkun til ađ fćra lán úr verđtryggingu yfir í vaxtalán. Ţannig vćri hćgt ađ lágmarka hćkkun afborgun lánanna viđ breytinguna. 

Verđ ţađ lag ekki nýtt, mun ekki gefast annađ betra tćkifćri og innan skamms tíma lánţegar komnir í sama vanda aftur.

En til ađ slíkt munu geta gerst verđur ađ setja lög. Ađ stćđstum hluta til mun fólk ekki nýta ţetta tćkifćri ađ sjálfsdáđum.

Gunnar Heiđarsson, 21.12.2013 kl. 09:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annađ

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband