Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru skuldleiðréttingarnar Sigmundur Davíð?

Nefnd forsætisráðherra um niðurfærslu verðtryggðra skulda skilaði góðu áliti fyrir nokkru. En hvað svo? Ekki neitt hefur verið gert.

Engin frumvörp hafa verið lögð fyrir Alþingi til skuldaleiðréttingar í samræmi við tillögur nefndarinnar. Alþingi verður slitið í dag.  Slíkar tillögur koma þá ekki fram á Alþingi fyrr en í fyrsta lagi í janúar 2014. Ekki er vitað að verið sé að vinna lagafrumvörp í samræmi við tillögur nefndarinnar.  Kærkomið væri að fá að vita ef svo er.  Eftir því sem ég kemst næst þá hefur ekkert verið gert í málinu síðan nefndin skilaði inn tillögum sínum.

Fólk bíður eftir skuldaleiðréttingunni sem lofað hefur verið. Meðan beðið er og ekki er ljóst hvernig málið verður endanlega afgreitt ríkir óvissa sem er skaðleg fyrir þjóðfélagið. Fólk frestar því að gera ráðstafanir sem líklegar eru til aukins hagvaxtar.

Enn hefur nefndin um verðtrygginguna ekki skilað af sér.  Verði verðtryggingin af neytendalánum ekki afnumin þá munu hækkanir verðtryggðra lána frá því að ríkisstjórnin var mynduð og fram á mitt næsta ár éta upp skuldaleiðréttinguna að mestu eða öllu leyti nema það sem fók tekur undan sjálfum sér í séreignasparnaðinum. Verði svo til hvers er þá barist Steingrímur Davíð og hvar er þitt réttlæti.

Til að eyða óvissu í þjóðfélaginu bar brýna nauðsyn til að afgreiða öll frumvörp varðandi skuldaleiðréttingu og afnám verðtryggingar fyrir áramót. Hver mánuður er dýrmætur. 

Frá orðum til athafna Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson. Strax og þig kemur saman í janúar. Biðin er þegar orðin allt of löng.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er sammála þér Jón, að biðin er orðin löng.

En þegar tillögurnar voru kynntar kom fram að á vetrarþinginu yrðu lögð fram þau frumvörp sem þarf til aðgerða og um mitt næsta ár kæmu þær til framkvæmda. Því verður enn að bíða. Hvort vinna við þessi frumvörp er hafin veit ég ekki, en geri þó ráð fyrir því.

Varðandi skil nefndar um tillögur um framhald verðtryggingar er það að segja að hún átti að skila af sér fyrir áramót. Í byrjun desember kom fram tilkynning frá nefndinni að skil gætu ekki orðið fyrr en um miðjan janúar, þar sem lengri vinna færi í að sannreyna þær tillögur, auk þess sem þær kæmu inn á ýmsa þætti sem þyrfti að skoða betur. Vissulega má segja að nefndin hefði kannski átt að sjá það fyrrir. Þá hefði hún getað skilað á réttum tíma.

Gunnar Heiðarsson, 20.12.2013 kl. 14:55

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

.. rétt Jón

Jón Snæbjörnsson, 20.12.2013 kl. 15:23

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það báðir tveir. Bið þá sem hafa verið með athugasemdir á tveim fyrri færslum afsökunnar á því að hafa ekki farið inn á athugasemdirnar fyrr en núna.

Jón Magnússon, 20.12.2013 kl. 23:09

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Jón. Ég hélt kannski að ég hefði lent í ritskoðun :) Ég ætlaði nú ekkert að æsa mig yfir því--menn stjórna sínu bloggi sjálfir að sjálfsögðu--en gott að heyra að þetta var bara seinkun.

Varðandi þessa grein og lokorð þín þá vitum við núna að „strax" er orðið teygjanlegt hugtak í íslenskum stjórnmálum!

Góðar stundir.

Wilhelm Emilsson, 21.12.2013 kl. 02:29

5 identicon

Gulrótin er orðin guggin. Eina sem maður verður var við er að vaxtabæturnar eru að hverfa og þar með er maður sennilega farinn yfirum, hvað sem líður skuldahliðrun Seinna eins og þetta lið virðist hafa lært af kaþólikkunum...

GB (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 09:26

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekkert að afsaka Jón. Ég tek heilshugar undir með þér að biðin er orðin löng. Kannski hefði mátt skammta þessum tveim nefndum sem um þessi mál fjölluðu skemmri tíma, þannig að fyrr hefði verið hægt að klára málið.

Það sem ég þó óttast mest þessa stundina er að niðurstaða nefndar um verðtrygginguna skili ekki frambærilegum tillögum.

Það er deginum ljósara að skuldaleiðrétting ein sér gerir lítið gagn, nema henni fylgi breyting á lánum. Þ.e. að fólk nýti þá lækkun til að færa lán úr verðtryggingu yfir í vaxtalán. Þannig væri hægt að lágmarka hækkun afborgun lánanna við breytinguna. 

Verð það lag ekki nýtt, mun ekki gefast annað betra tækifæri og innan skamms tíma lánþegar komnir í sama vanda aftur.

En til að slíkt munu geta gerst verður að setja lög. Að stæðstum hluta til mun fólk ekki nýta þetta tækifæri að sjálfsdáðum.

Gunnar Heiðarsson, 21.12.2013 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 819
  • Sl. viku: 4522
  • Frá upphafi: 2426392

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4196
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband